Tíminn - 08.08.1976, Síða 23

Tíminn - 08.08.1976, Síða 23
Sunnudagur 8. ágúst 1976 TÍMINN 23 Reykir á Reykjaströnd. Drangey ris úr Skagafiröi á miðri mynd. Cr F-ijótum. Barö i baksýn. hönd. Vegurinn liggur austur yfir Svartá, suður gróðursæla og þétt- býla sveitina. Hjá bænum Tungu- hálsi er hliðarvegur til vinstri að bænum Villinganesi. Niður undan Tunguhálsi kloftia Héraðsvatnagljúfrin — Ey'stri Jökulsá kemur fram úr Austurdal og Vestari-Jökulsá fram úr Vesturdal. Leið okkar liggur áfram inn Vesturdalinn að kirkjustaðnum Goðdölum undir fjallinu Goðdalakistu. bar er brú yfir ána og enn einu sinni vegir til beggja handa. Til vinstri liggur vegurinn fyrst til norðurs, en sveigir svo til hgri upp á norðurenda hálsins, sem aðskilur dalina. Vegurinn liggur mjög hátt og útsýnið yfir Skaga- fjarðarhérað og á haf út er stór- kostlegt. Siðan liggur leiðin inn Austurdal, sem er þröngur en þó viða vel gróinn milli hárra og hrikalegra fjallanna. Austan við jökulána er bærinn Gilsbakki og er gljúfrið framan við hann all- hrikalegt. Þá er bærinn Bústaðir á hægri hönd og austan árinnar fram undan er bærinn Merkigil, við hið ægidjúpa og hrikalega Merkigil. Ekkjan Mónika á Merkigili er landskunn persóna, en hún rak um fjölda ára bú ásamt dætrum sinum á þessum harðbýla stað. Um hana skrifaði Guðmundur G. Hagalin söguna um „konuna i dalnum og dæturnar sjö”. Hægri grein vegarins liggur inn Vesturdal að bæjunum Bjarna- stöðum, Hofsvöllum og landnámsjörðinni Hofi i Goð - dölum. Hof átti fyrrum alla af- réttina inn til jökla og er Hofs- jökull við það kenndur. Siðan liggur vegurinn suður að Giljum fremsta bænum i dalnum, og þaðan er jeppafær vegur inn að Hofsjökli. — oOo — Þriðji kosturinn hjá vegamót- unum við Varmahiið var sá að beygja Sauðárkróksbraut til hægri, og það gerum við nú. Vegurinn liggur fyrst austan i Langholtsásnum, og er bæjaröðin á hægri hönd og siðan kirkju- staðurinn og prestssetrið Glaum- bær i Skagafirði. Við norðurenda Langholts- ássins sveigir vegurinn til vesturs yfir Sæmundará, og á vinstri hönd sjáum við félagsheimilið Melsgil. Hægra megin vegar er kirkjustaðurinn og höfuðbólið Reynistaður, þar sem Gissur jarl Þorvaldsson sat um hrið. Þar var starfrækt nunnuklaustur frá 1295 til 1552, og löngum sátu þar héaðshöfðingjar og sýslumenn. Þaðan voru Reynistaðabræðurnir þrir, sem ásamtfleiri mönnum og fjölda skepna urðu úti á Kili veturinn 1780. Hjá Reynistað liggur hliðar- vegur til vinstri inn Sæmundar- hlið, en svo nefnist hliðin frá Vatnsskarði að Reynistað. Hliðin er brött, grösug og allþéttbýl og liggur vegurinn að bænum Skarðsá, þar sem annálaritarinn Björn Jónsson, sá er ritaði Skarðsárannál, bjó á 17. öld. Sauðárkrókur Sauðárkrókur er eini kaupstaður sýslunnar, en hann öðlaðist sin kaupstaðarréttindi árið 194.7 Vöxtur bæjarins hefur verið nokkuð ör, Bærinn er mikil verzlunarmiðstöð, en jafnframt leggja ibúarnir stund á sja'varút- veg og hliðargreinar hans, og iðnaður hefur staðið þar með nokkrum blóma. Eins og fyrr getur, er kaup- staðurinn hitaður með jarðhita úr landi Sjávarborgar. Þvi leiðir að sjálfu sér, að þar er góð sundlaug. Á staðnum er einnig kirkja og prestssetur, sjúkrahús og læknis- setur, sýslumannssetur, gagn- fræðaskóíi og iðnskóli, samkomu- húsið Bifröst, gistihús og skammt utan við bæinn er flugvöllur fyrir stórar flugvélar. Þá er einnig hringsjá á Sauðárkróki. Heijarbrekkur innst I Kolbeinsdal. Gamli bærinn á Hólum. Ketubjörg á Skaga. Til vinstri á myndinni sér i Drangey.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.