Tíminn - 05.09.1976, Side 6

Tíminn - 05.09.1976, Side 6
6 TÍMINN Sunnudagur 5. september 1976 Systurnar fjórar Margrét, Gubrún, Anna og Agústa I islenzkum skautbúningi. t þessu húsi viö Skólavöröustig er sýningarsalurinn „Loftiö”. Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið 138 í gamla daga 1 133. þætti 1. ágúst siðastlið- inn var birt mynd af fjórum konum á skautbúningi. Hefur nú borizt vitneskja um málið frá Jóni Sigurðssyni á Hrepphólum i Arnessýslu ofl. Jón skrifar: „Þetta eru systur minar Margrét, Guörún, Anna og Agústa (talið frá vinstri) — og tók ég myndina um 1922 á heim- ili okkar, og eru bæjarhúsin, baðstofan og stofuhúsið i bak- sýn. tJtihúsin eru svo lengra til vinstri, geymsla, skúr, hey- hlaða og fjós, einnig i skúr- bvggingu. — Systurnar ólust upp i foreldra húsum og þar sem móðir okkar (JóhannaGuömundsdóttir) var mjög vei verki farin til klæða- gerðar og sauma, var fundið upp á þvi, til tilbreytingar frá rokknum og vefstólnum, að keypt var allt efiii til upphluta- gerðar annað en beltin og ennis- spöngin og þær voru samtimis látnar baldera, sauma rósa- bekkinn og allt annað, sem til þurfti, undir tilsögn móður sinnar, en þetta allt hafði hún lærti föðurgarði ásinum tima”. Kortiö mun vera gefiö út um 1930. Marfuklukkan setur skemmtilegan svip i þetta hús á Bergþórugötunni. Gamalt verzlunarhús á Klapparstignum. Fróðlegt væri að fá fleiri myndir af búningum, hannyrö- um, vinnubrögðum og ýmsum byggingum fyrr á tíð. Fjárhús og fjós ekki undanskilin. Og hver á mynd af fjárleit að vetrarlagi? Víkjum snöggvast tíl Rejkja- vikur, beygjum upp á Skóla- vörðustíg og litum þar á nr. 4, lágt hús hlaðiö úr grásteini, þak rauít. Skrautmunaverzlun er niðri, en spjald með nafninu „Loftið” hangiryfir dyrum. Til gamans má geta þess, að i verzlunin niðri fékk viðurkenn- ingu fyrir smekklegustu gluggaútstillinguna, en sú viðurkenning var veitt á afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst siðastliðinn. Ergengiði gegnum búðina upp i sýningarsal er nefnist Loftið. Sambyggt til hægri er grátt bárujárnsklætt hús, með verzlun niðri, eru bókabúðir á báðar hendur þess- um byggingum — Bókin til vinstri og bókaverzlun Lárusar Blöndal til hægri. Breiðfirðinga- búð að baki og leynir á sér. — A Klapparstig 30 ber fyrir augu litið fomlegt hús, gult á lit með rauðu þaki, klætt sléttu blikki. Grunnur steyptur og baklóðarhluti hússins. Gengið frá götunni inn i matvöruverzl- un (Vaðnes). Til hægri á mynd- inni sér i hlaðinn gafl heldur stærra gamals nágrannahúss með gulu bárujárni á framhlið. Að baki sér i hið græna allstóra hús matvörubúðar Náttúru- lækningafélagsins, handan Laugavegar. A Vatnsstig 33A ber fyrir augu roskinlegt, dimmrautt steinhús með háum reykháfum, kvisti, þakgluggaútskoti og háum tröppum. Þakiö er grænt. Sér i steinhús til hægri nýlegra að sjá, og öldurmannlegt báru- járnshús til vinstri. A Bergþórugötu 17 sjáum við lágt bárujárnshús grátt til vinstri, og til hægri við það ögn hærra steinhús, klætt fagur- grænum fléttum af mariu- klukku báðum megin við glugga. Há steinhús eru á báðar hliðar hinna gömlu lágu bygg- inga, en trérimlagirðing sameinar gamalt og nýtt. Roskinlegt steinhús á Vatnsstig 33A.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.