Tíminn - 05.09.1976, Side 28

Tíminn - 05.09.1976, Side 28
28 TÍMINN Sunnudagur 5. september 1976 „Ingi Björn er beztur" Ingi Björn Albertsson, fyrirliöi Islandsmeistara Vals kemur f yrir sjónir sem hár og grannur og með ódrepandi keppnisskap. Að sjálfsögðu er þessi lýsing ekki tæmandi. Maður, sem hefur leitt Valsliðiðtil sigurs með frábærum árangri, hefur meira til brunns að bera en ódrepandi keppnisskap. Ingi Björn, sem er 23 ára, hefur skipulags- gáf ur í ríkum mæli og hann hef ur bæði getu og þroska til að vera hinn uppbyggjandi miðvallarspilari — lykilmað- ur á bak við stórhættulegan sóknarleik Valsliðsins, sem allir varnarmenn og markverðir óttast. Skipulagsgáfur Inga Björns hafa komið i Ijós I hinum óvænta og góða leik Valsliðsins. t sumar, virtist Valsliðið vera að gefast upp undan hinni þungu pressu, sein fylgirþviað vera á toppnum. Leikmenn liðsins féllu ofan I öldu- dal, og þegar þeir virtust vera að uppgjöf komnir, tók Ingi Björn við stjórninni. Honum tókst að rétta „Vals-skipið” við og stýra þvi i örugga höfn. Þessi sókn- djarfi leikmaður átti cftir þann kraft, sem þurfti til að koma Valsmönnum upp úr öldudalnum. Hann stillti fallbyssuna og skor- aði mörg glæsileg mörk, sem ruddi keppinautum Valsmanna úr vegi siðasta spölinn að meist- aratitlinum. Nafn Inga Björns var á hvers manns vörum, og hann var dýrk- aður af hinum tryggu áhangend- um Valsliðsins, sem sungu „Ingi Björn er beztur”, eftir að hann hafði tryggt Valsmönnum meist- aratitilinn með tveimur (2:0) mörkum gegn Þrótti f siðasta leik Valsinanna i 1. deildarkeppninni. Varð fljótt mikill marka- skorari INGI BJÖRN Albertsson lék sinn fyrsta leik með Valsliðinu 1970, þá aðeins 17 ára gamall. Þessi ungi piltur vakti þá mikla athygli og mátti þá lesa þetta i Timanum: — „Þarna er á ferðinni geysi- legt efni. Þótt ekki hafi borið mik- ið á honum, sást strax, að hann á framtiðina fyrir sér, það sem hann gerði, hefðu fáir gert betur. Ingi Björn virtist afslappaður og fullur af sjálfstrausti — og það er ekki að efa, að hann á eftir að klæðast landsliðspeysunni oft i framtiðinni.” Ingi Björn opnaði markareikn- ing sinn hjá Hliðarendaiiðinu I 1. deildarkeppninni, þegar hann skoraði glæsilegt mark gegn Vestmannaeyingum 1970 og tryggði þar með Val sigur 3:2. Eftir þetta átti Ingi Björn eftir aö verða marksæknasti leikmaöur Valsliðsins og skoraði hann 6 mörk þetta keppnistimabil. Ingi WkS INGI BJÖRN ALBERTSSON...sést hér með tslandsmeistarabikarinn, sem Valsmenn komu með heim, eftir niu ára útlegð frá Hliðarenda. Björn hélt svo áfram sömu iðju 1971, og kom þá engum á óvart, að hann var valinn i landsliðið, sem lék gegn Frökkum á Laugardals- vellinum, en þeim leik lauk með jafntefli — 0:0. Þessi marksækni leikmaöur, sem var þá 18 ára, skoraði 9 mörk i 1. deildarkeppn- inni 1971 og baröist hann þá um markakóngstitilinn — og einnig árið eftir, þegar hann skoraði 11 mörk. Ingi Björn skoraði sitt fyrsta „hat-trick” — þrjú mörk i leik, gegn Eyjamönnum i 1. deild- arkeppninni 1971, og siðan hefur hann þrisvar sinnum leikið það eftir. Fór meö skotskóna til Frakklands Þegar Ingi Björn var búinn að skipa sér á bekk meö mestu markaskorurum íslands, fór hann i Viking til Frakklands, þar sem hann lék með 2. deildarliðinu Cognac, frá samnefndri borg. Ingi Björn skildi skotskóna ekki eftir heima, þvi að hann skoraöi 32 mörk með liðinu keppnistima- biiið 1973. Þá dvaldist Ingi Björn um tima i Paris, þar sem hann æfði með hinu þekkta franska 1. deildarliði St. Etienne og lék einn æfingaleik meö liðinu þar sem hann skoraði 4 mörk. Ingi Björn fékk þá boð hjá St. Etienne, um að hann væri velkominn. — Þú tókst ekki þessu freist- andi boði, Ingi Björn? — Nei, ég hafði takmarkaðan áhuga á þvi, enda taldi ég þá, að ég væri ekki tilbúinn að gerast at- vinnumaður. — Myndirðu taka atvinnutil- boði, ef þú fengir það I dag? — Já, ég reikna fastlega með þvi — það færi allt eftir þvi hvaö væri i boði.Ég færi ekki i hvaða lið, sem væri. Helzt vildi ég fara til meginlands Evrópu. — Nú var þér sagt, að þú mætt- ir koma til St. Etienne, hvenær sem þú vildir. — Já, en ég myndi ekki hafa samband við félagið að fyrra bragði. Ég ætla ekki aö fara að ota mér i atvinnumennskuna. Annað hvort fæ ég tilboð, eða ekki. Framtíðin er björt Ingi Björn kom siðan aftur heim 1974, eða sama ár og Rúss- inn Youri Ilitcev tók við þjálfun Valsliðsins, sem varð það ár bik- armeistari, og var Ingi Björn þá enn einu sinni markhæstur Vals- manna. — Þið hafið tekið miklum framförum undir stjórn Rússans? — Já, það höfum við örugglega „Þetta verður ekki siðasti bikarinn, sem sjálfsögðu mjög stoltur af syni sinum. hann vinnur”, sagði Albert Guðmundsson, eftir að Ingi Björn tók við bikarnum. Hann er að AAYNDIR: Gunnar Andrésson TEXTI: Sigmundur O. Steinarsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.