Tíminn - 05.09.1976, Side 31

Tíminn - 05.09.1976, Side 31
Sunnudagur 5. september 1976 TÍMINN 3] HLJÓMPLÖTUDÓMAR NÚ-TÍMANS Paradís— Paradís PAR-002 AÐUR FYRR þótti þaö heyra til meiriháttar viöburöar I islenzku popptónlistarilfi, þegar Islenzk hljómsveit gaf út plötu. Nú á timum islenzks plötuflóös taka menn vart eftir þvl þótt ný Is- lenzk hljómplata komi á mark- aöinn, vegna þess aö vart liöur sú vika, aö ekki komi út plata frá hljómsveit eöa einstaklingi. Eftir sumum þessara platna er þó beöiö meö mikilli eftirvænt- ingu og þ.á.m. ný plata meö hljómsveitinni Paradis — enda hefur hijómsveitin vcriö i fremstu röö islenzkra popp- hljómsveita allt frá stofnun hennar. Astæöan fyrir því, aö margir biöu spenntir eftir plötunni var ekki sizt sú, aö hljómsveitin hafði leikið lög af plötunni á dansleikjum löngu fyrir útkomu hennar. Þau lög, sem þeir léku helzt og urðu nokkuð vinsæl voru lögin „Tarzan” og „Rabb- its”. Þetta eru létt og hressileg, melódisk rokklög með góðum danstakti — og lofuöu góðu um plötuna. En ég get ekki annað sagt en að ég hafi orðið fyrir dálitlum vonbrigöum er ég heyrði plöt- una. Umrædd lög eru ekki nánd- ar nærri þvl eins lifleg og fjörug á plötunni og hjá Paradis á sviði. Þetta á ekki bara við þessi tvö lög heldur raunar alla plöt- una i heild — lögin virðist skorta allan kraft og tilfinningu. Það er ekki þar með sagt, að platan sé léleg. Margt er vel gert, og þó aö ýmislegt mætti betur fara, er ekki hægt að segja annað en að Paradis komist sæmilega frá þessari fyrstu plötu sinni. Þegar hlustað er á islenzkar rokkplötur, velta menn þvi oft fyrir sér, hvort viðkomandi hljómsveit sé undir áhrifum einhverrar sérstakrar erlendr- ar hljómsveitar. Þegar hlustað er á Paradisarplötuna, er ekki gott um þetta að segja, þvl gif- urlegur fjöldi hljómsveita leikur þessa tegund tónlistar, þ.e. létt melódiskt rokk. Þó get ég ekki neitað þvi, að I sumum lögum minnir Paradis mig mjög á bandarisku rokkhljómsveitina J. Geils Band, þó svo það geti allt eins stafað af þvi, aö hljóð- færaskipan hljómsveitanna er mjög svipuð. En svo við snúum okkur aftur að Paradisarplötunni, þá eru á henni 10 lög, öll eftir meðlimi hljómsveitarinnar, þar af fimm eftir gitarleikarann Björgvin Gislason. Textar eru eftir ýmsa menn hér I bæ, og eru þeir upp og ofan — þó aðallega ofan eins og oft vill henda, er islenzkir fara að semja dægurlagatexta á enska tungu. Eitt lag er það, sem sker sig úr á plötunni að gæðum, en það er siöasta lag plötunnar „Life Is A Liar” eftir Björgvin, og væri betur ef fleiri slik lög prýddu plötuna. Lagið er töluvert flók- ið, og minna sumir kaflar þess á Emmerson, Lake & Palmer, en lagið er i heild mjög ólikt öðrum lögum plötunnar. Ánnað lag sker sig einnig úr, en ekki að gæðum — heldur er þar slakasta lag plötunnar, „Dance Queen”. Lagið er með nokkurs konar diskótakti og stingur þvi mjög i stúf við önnur lög, og fæ ég ekki skilið hvaða erindi það á á þessa plötu. Eitt lag er það enn, sem vert er að minnast á, en það er lag Nikulásar Róbertssonar, „Someday”, en þar er á ferðinni ein fallegasta melódia, sem ég hef heyrt á islenzkri plötu um langt skeið. 1 þessu lagi er einn- ig gullfallegt gitarsóló frá hendi Björgvins. Annaö sem vekur athygli I þessu lagi, er það, að lagið er ekki sungið af Pétri Kristjáns- syni, heldur af Pétri Hjaltested, og hlýtur það að vera dálitið sárt fyrir Pétur Kristjánsson aö kyngja þeim bita, að þetta skuli tvimælalaust vera bezt sungna lagið á plötunni. Utlit plötuumslagsins er einn- ig hið þokkalegasta, en um það sá Þorsteinn Eggertsson, og teiknaði hann jafnframt mynd þá, sem er á framhlið umslags- ins, en Björgvin Pálsson tók ljósmyndina af Paradis, sem prýðir bakhlið umslagsins. Textar fylgja plötunni, allir handskrifaðir af Þorsteini Egg- ertssyni, og er greinilegt, að þetta er mun verðugra svið fyrir Þorstein að starfa við, heldur en að fást viö textagerð. Þegar litiö er á plötuna i heild, má segja, að þar sem flestir meðlima Paradisar eru mjög reyndir tónlistarmenn og hafa komið fram á fjölmörgum plöt- um —hefði mátt búast við vand- aðri plötu en raun varð á. Ef ekki veröa tiðar manna- breytingar I Paradis, er ekki að efa, að hljómsveitinni á eftir að takast betur upp við plötugerð. Beztu lög: Life Is A Liar Someday —SþS. Rokkhátíðin tókst ágætlega V MlDVIKl DAGSKVOI.I) kom Óttar Kelix llauksson fimm hljómsveitum l'yrir a sviðiliu i l.auardalshöllinni og hélt þar ágæta rokkhátið. L'm 20(10 manns sóttu samkomuna, sem fór i alla staði vel fram. Kimm- hljómsveitir léku, Kresh, Kik, í'abaret. telsius og Paradis — og voru menn alls ekki á einu máli um þaö, livaða hljómsveit liati verið bezt. Hljómsveitirnar komust allar vel frá sinu hlut- verki og vöktu óblandna ánægju meðal poppunnenda. sem eru samkomum sem þessum ekki vanir. Allar hljóntsveitirnar léku frumsamið efni að veru- legu leyti. Sjónvarpið sendi upptöku- ntenn á staðinn og festi allt á lilmu, einnig var Tony Coek þarna til þess að festa allt á hljóöhand. Sjónvarpsþáttur er þvi væntanlegur og jafnvel plata frá rokkhaliðinni !!)T(>. J George Benson — Breezin . Boz Scaggs — Silk Degrees Neil Diamond — Beautiful Noise Wings At The Speed Of Sound . Lou Rawls — All Things In Time Chicago X. Wiid Cherry. Steve Miller Band — Fly Like An Eagle......15 Average White Band —Soul Searching......... 8 Beach Boys —15 Big Ones.................... 8 JohnDenver — Spirit....................... 1 Aerosmith — Rocks........................ 15 Barry Mainlow — This One’s For You......... 3 i HelenReddy — Music.Music.................. 4 i Linda Ronstadt — Hasten Down The Wind..... 2 - War —GreatestHits......................... 1 : Commodores — HotOn The Tracks............. 9 nýjar plötur Stuðmenn — Tivoli Vilhjálmur Vilhjálmsson — Með sínu nef i Rió — Verst af öllu . L inda Ronstadt — Hasten Down the Wind lan Gillan Band — Child in Time Queen — A Night At The Opera The Richie Furay Band — l've Got A Reson Bachman Turner Overdrive — Best Of BTO Jefferson Starship — Spitfire Black Street Crawler — 2nd Street Roxy Music — Viva Roxy Music Thin Lizzy — Jailbreak The Band — Best Of. . . Grand Funk Railroad — Good Singin Good playin Jon Anderson — Olias Of Sunhillow D. Crosby/ G. Nash—Whistling Down The Wire Alice Cooper — A.C. Goes To Hell 10 cc — How Dare You 10 cc — 100 cc Greatest Hits Chicago — Chicago X Jeff Beck — Wired The Rolling Stones — Black And Blue Abba — Greatest Hits The Bee Gees— Best of Vol 1 og 11 The Bee Gees — Main Course Sendum gegn póstkröfu Laugavegi 89 Hafnarstræti 17 sími 13008 simi 13303.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.