Tíminn - 05.09.1976, Qupperneq 33

Tíminn - 05.09.1976, Qupperneq 33
Sunnudagur S. september 1976 TÍMINN 33 allir voru komnir til náða, en ákveðið var að fara snemma á fætur að morgni. Það var litið farið að birta, er vélamaðurinn kom þjótandi inn i tjald ofurstans, vakti hann og stamaði og rak i vörð- urnar: ,,Mig ekki finna kon- urnar. Þær gengið út. Blökkumennirnir þrir lika burtu.” Ofurstinn glaðvaknaði strax. Hann hafði kynnzt of mikið þessum hita- beltisþjóðum til þess að skilja ekki, að hér var illt i efni. í flýti vakti hann Karl og Árna og þeir þutu allir hálf- klæddir út i kvenna- tjaldið. Jú, það var rétt, sem Arabinn sagði, Tjaldið var tómt. Og það vakti illan grun, að þær höfðu tekið svefnpokana og fatnaðinn með sér, en slikt hefur enginn með á venjulegri skemmti- göngu. Karl og Árni stóðu alveg undrandi. Hér hafði eitthvað und- arlegt skeð. En hvað gat valdið burtför þeirra? Það var auðséð á öllu, að hér höfðu engar stimpingar farið fram. Allt var óhreyft, það sem eftir var i tjaldinu. Karl fór að hugsa um það, að Alice var vön að drekka te áður en hún sofnaði, og ef hún átti bágt með svefn, þá lét hún svefnskammta i te- ið. Þetta vissu blökku- mennirnir. Það gat hugsazt, að þeir hefðu látið of mikið af svefn- meðulum i könnuna jafnvel látið eitthvað sterkara, og þær hefðu svo allar drukkið af þessum drykk. Þessir blökkumenn voru nú ekki allfjarri heimkynn- um sinum. Það gat vel verið, að þeir hefðu fyrir löngu gert samtök um að ræna stúlkunum. Þeir héldu, ef til vill, að frændurnir væru stór- auðugir og myndu greiða gifurlegt lausn- argjald fyrir stúlkumar. Karl athugaði tjaldið nánar. Tekannan stóð á borði við rúm Alice og voru örlitlar dreggjar i henni. Hann bragðaði á þvi og var af þvi sætur, smeðjulegur keimur. Einkennilegt að stúlkúrnar skyldu ekki taka eftir þessu sér- kennilega bragði, En þessar leifar höfðu kóln- að og staðið þama i 5 tima. Bragðið gat verið verra nú en meðan teið var heitt. Karl bjóst við, að mannránið hefði farið þannig fram: Um kvöld- ið hefðu blökkumennirn- ir blandað sterku svefn- meðali i drykkinn, og hefðu stúlkurnar þá eiginlega misst ráð og rænu. Þvi næst hefðu þeir borið þær út úr tjaldinu i svefnpokunum og ef til vill vafið tepp- unum utan um höfuðið á þeim, ef þær skyldu rumska og gefa frá sér hljóð. Siðan hefðu þeir bundið þær upp á úlfalda NOTIÐ ÞAÐ BESIA Mýkt og öryggi með GIRLING •• H F Skipholti 35 ■ Símar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa eða hesta og þeyst i burt með þær. Þeir hefðu vit- anlega farið mjög hljóðlega, til þess að vekja ekki karlmennina, sem sváfu i næsta tjaldi, en þeir sváfu auðvitað mjög fast, þar sem þeir sofnuðu svo seint. Það var lika álit ofurstans, að þetta hefði farið þannig fram. Hann var heldur ekki i nokkrum vafa um það, að blökku- mennirnir þrir væru þeir seku. Hann sagði, að ofsi þeirra, peninga- græðgi og hefnigirni ætti sér engin takmörk. Framkoma frú Alice við þá hefði lika æst þá upp. Nú ætluðu þeir að hefna sin. Hefnd þeirra gat orðið hræðileg. „En það þýðir litið, að við stönd- um hér og bollaleggjum um þetta fram og aftur. Við verðum að hafast eitthvað að,” sagði ofurstinn. „Við skulum nú flýta okkur niður að bátnum og senda hann til Kosti með skeyti til lögreglunnar um að gera viðvart herflokkum og lögreglu i E1 Obeid og Sennar, og alls staðar, þar sem lögregla er hér i nágrenninu og tilkynna það, sem skeð hefur. Sjálfir verðum við að at- huga nánasta umhverfið og þorpið og freista þess að komast á slóð þeirra. Við verðum að fá full- vissu um það, hvort blökkumennirnir hafa verið einir um þetta, eða hvort þeir hafi haft að- stoðarmenn.” Að 10 minútum liðnum voru þeir komnir niður að bátnum. Þar skýrðu þeir skipstjóranum i flýti frá málavöxtum og lögðu fyrir hann að hraða sér sem mest hann mætti til Kosti með tilkynningu til lögregl- unnar. Stundu siðar brunaði Ramses með fullum hraða niður fljót- ið. Karl, Árni og ofurst- inn hófu nú leit i sjálfu þorpinu. Það kom sér vel, að ofurstinn talaði ágætlega arabisku. Hann gekk hús úr húsi meðfram einu götunni i Um Sir og spurði fólkið, hvort það hefði ekki orð- ið vart neinnar umferð- ar eða séð nokkuð til ránsmannanna, en allt árangurslaust. Enginn vissi neitt, eða ef hann vissi eitthvað, þá vildi hann ekkcrt segja. Þeir voru alveg að gefast upp við leitina, er gömul, tannlaus kerling kom út úr einum kofanum og fékk ofurstanum pappirsblað, án þess að segja nokkurt orð. Á ð ■ ■ ^ & „Mér er mikið ánægjuefni að staðfesta að Trabant Station 1976 er ég keypti hefur kom- ið mér þægilega á óvart með hagkvæmni i rekstri. Billinn fer vel á vegi og er sérlega snarpur i akstri. Trabantinn fer meö benzín fyrir kr. 1.470 til 1.540 á 418 km vegalengd, sem ég ekoft, en þurfti áöur — meöan ég átti nýj- an lúxusbQ — aö greiöa kr. 10.500 á sömu vegalengd. Aö lok- um: Stiilingar og önnur þjónusta fyrirtækisins Ingvar Helga- sonh.f. hefur reynztmér bæöilipurog örugg. " Leifur Núpdal Karlsson Starhólma 2, Kópavogi (Y-1419). Vorum að fá sendingu af Trabant-bifreiðum TRABANT UMBOÐIÐ INGVAR HELGASON V Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 84510 og 84511 Feluleikur Innihurðin verður oftar á vegi þínum heima fyrir en nokkuö annaó. Því er vönduö smíói, góöur frágangur og fall- egt útlit þaö sem mest er metið þegar fram líöa stundir. Viö merkjum huröirnar okkar, því viö höfum ekkert aö fela. SIGURÐUR ELÍASSON HF. AUÐBREKKU 52, KÓPAVOGI, SÍMI 41380

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.