Fréttablaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 2
2 4. desember 2005 SUNNUDAGUR
Yfirgripsmesta
verk sem út
hefur komið
um íslenska
málnotkun.
�������������������������������������
��������������������������������������������
ORÐABÓK FRAMTÍÐARINNAR
Bókin er yfir 1600 bls. í stóru broti.
����������
������������
����������
������������������
BAUGSMÁL Stjórnmálamenn eru
áberandi flestir af þeim sem tjá
sig um Baugsmálið í umræðuþátt-
um ljósvakamiðlanna, eða 35
prósent. Þeim næstir eru einstakl-
ingar tengdir starfi við fjölmiðla,
en þeir koma fram í 22 prósent-
um umræðuþátta. Þetta er meðal
þess sem fram kemur í skýrslunni
Baugsmálið í fjölmiðlum, sem
Fjölmiðlavaktin ehf. gaf út í byrj-
un vikunnar.
Björn Bjarnason dómsmála-
ráðherra er meðal þeirra sem
oftast tjá sig um málið í fréttum.
Hann skipar sér þar í hóp með ein-
staklingum sem annaðhvort eru
málsaðilar eða vinna við málflutn-
inginn. Björn kemur þarna fast
á hæla Gests Jónssonar
lögmanns, Jóns H. B. Snorrasonar
saksóknara og Jóns Ásgeirs Jóhann-
essonar, framkvæmdastjóra Baugs.
Samhliða þessari greiningu
lét Fjölmiðlavaktin IMG Gallup
gera símakönnun þar sem spurt
var hvað hafi haft mest áhrif á
skoðanir fólks á Baugsmálinu.
Þar kemur í ljós að tæp 17 pró-
sent almennings mótuðu skoðanir
sínar út frá eigin stjórnmála-
skoðunum.
Skoðuð var öll fjölmiðla-
umfjöllun um Baugsmálið á tíma-
bilinu 10. ágúst til 18. október.
Skoðaðar voru fréttir, aðsendar
greinar, umræðuþættir og hvert
það sem fallið gat u n d i r
hið svokallaða
B a u g s m á l ,
hvort sem um var að ræða lög-
reglurannsókn, birtingu ákæra
eða aðkomu stjórnmála- og fjöl-
miðlafólks.
„Það er athyglisvert í þessari
greiningu að þegar kemur að prent-
miðlum þá er hlutfallslega mun
meira af aðsendu efni og skoðun-
um en við eigum að venjast
í greiningum á umfjöllun
um til dæmis fjármála-
markað eða önnur við-
fangsefni,“ segir Magnús
Heimisson, sérfræðingur
hjá Fjölmiðlavaktinni.
Hann bendir á að fréttir og
fréttaskýringar hafi verið
58 prósent af blaðaefni
um Baugsmálið, annað
efni hafi verið 42 prósent.
„Við eigum því að ven-
jast að önnur umfjöllun
en fréttir sé einungis
um fimmtungur,“ segir
Magnús.
saj@frettabladid.is
Stjórnmálamenn tjá
sig oftast um Baug
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur tjáð sig nánast jafn oft um
Baugsmálið og málsaðilar sjálfir. Almenningur lætur skoðanir sínar á málinu
mótast af stjórnmálaskoðunum. Svo segir í skýrslu frá Fjölmiðlavaktinni ehf.
BJÖRN BJARNASON
DÓMSMÁLARÁÐHERRA
Björn er einn þeirra
sem oftast hafa
tjáð sig um málefni
Baugs samkvæmt
skýrslunni.
MAGNÚS HEIMISSON
SÉRFRÆÐINGUR
Magnús segir
athyglisvert hve
mikil umfjöllun er
um Baugsmálið,
önnur en fréttir.
������ ��������� ���� ������
��������� �� ���������� ������ ��
������������������������������
������������������������������
���� ������ ������ ������ �����
�����������������������������
�������� ���� ��������� �������
��� ������� ��� ������� ������ ����
���� ����� �������� �������� ���
���������������������� �����
������������������������������
��� ��� ������ ����������� ������
������� �������������� ��� ����
����������������������������������
�������� ��� ���������� ���� ����
���������������������������������
������������������������������
�� ����� ��������� �����������
����� ������ �������������� �����
������������������ ����� ����
��������
���������
VERJENDUR Í BAUGSMÁLINU Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs í Baugsmálinu hefur næstoftast tjáð
sig um málið í fjölmiðlum á eftir Birni Bjarnasyni.
Bíll valt undir Hafnarfjalli Bíll
fór þrjár veltur undir Hafnarfjalli um
hádegisbil í gær. Ökumaður var í belti
og slapp því ómeiddur. Lögreglan í
Borgarnesi varar við þessum stutta
vegarkafla sem er sunnanvert við Mótel
Venus hjá Hafnarskógi en þar verður oft
hált þótt engin hálka sé sitt hvoru megin
við þennan kafla vegarins.
Líkamsárás á Laugarvegi Ráðist
var á mann við Laugaveg 18 um sex
leytið í morgun. Hinn slasaði var sendur
með sjúkrabíl á slysadeild illa haldinn
og eru tveir menn í haldi vegna þessa.
Málið telst alvarlegt og hefur verið sent til
rannsóknadeildar en ekki fengust nánari
upplýsingar að svo stöddu.
LÖGREGLUFRÉTTIR
NOREGUR, AP Norska krónprinsessan
Mette-Marit fæddi dreng í gær og
heilsast bæði móður og barni vel.
Prinsinn var 16 merkur við fæð-
ingu og er ljóshærður með blá
augu.
Saman eiga Hákon krónprins
og Mette-Marit eitt barn fyrir,
Ingiríði Alexöndru. Hún á tilkall til
krúnunnar eftir lagabreytingu frá
árinu 1990 sem leyfir kvenkyns
þjóðhöfðingja. Nýi prinsinn er því
þriðji í röðinni til að erfa ríkið á
eftir föður sínum og systur.
Mette-Marit og Hákon giftust
árið 2001 en Mette-Marit á soninn
Maríus frá fyrra hjónabandi.
Hann á hins vegar ekkert tilkall til
krúnunnar.
Nýfædda prinsinum hefur enn
ekki verið gefið nafn.
Prins er fæddur í Noregi:
Ljóshærður og
með blá augu
PRINS HÁKON Krónprinsinn var
hæstánægður þegar hann lýsti nýfæddum
syni sínum fyrir blaðamönnum.
LÖGREGLAN Hald var lagt á eitt
kíló af marijúana á Akureyri
aðfararnótt laugardags.
Efnin fundust við leit heima hjá
manni á þrítugsaldri sem grunaður
hefur verið um fíkniefnasölu
um nokkurt skeið. Einnig fannst
töluvert magn peninga sem taldir
eru tilkomnir vegna fíkniefnasölu
ásamt þó nokkrum varningi sem
talið er að sé þýfi.
Málið er á byrjunarstigi en
tollgæslan aðstoðaði við aðgerðirnar
og lagði til mann og fíkniefnahund.
Lögreglan á Akureyri hefur á
nokkrum dögum lagt hald á eitt og
hálft kíló fíkniefna sem talið er
ætlað til sölu í bænum.
Sölumaður dauðans stöðvaður:
Með eitt kíló af
efni og fé
JÓLALJÓS Ljósin verða tendruð á
Óslóartrénu á Austurvelli klukkan
15.30 í dag.
Frændur okkar í Noregi hafa
sent Reykvíkingum stæðilegt
jólatré allt frá árinu 1951 og hafa
Íslendingar hingað til þyrpst til
að fylgjast með ljósadýrðinni.
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur
jólalög og Dómkórinn mun syngja.
Enn fremur verða jólasveinar á
svæðinu ásamt ýmsum leik- og
skemmtiatriðum.
Röng dagsetning kom fram í
auglýsingu í blaðinu í gær.
Kveikt á Óslóartrénu í dag.
Ljósadýrð á
Austurvelli
JÓLATRÉÐ Á AUSTURVELLI Óslóarbúar hafa
gefið Reykvíkingum jólatré í 54 ár.
DÓMSMÁL Seafood Union skoðar
mögulegan bótarétt eftir að
Hæstiréttur hafnaði því að
staðfesta lögbann sýslumannsins
í Reykjavík á að fjórir af átta
fyrrverandi starfsmönnum Ice-
land Seafood International (áður
SÍF) mættu starfa hjá Seafood
Union.
SÍF fór í byrjun árs fram á
lögbann á að fimm starfsmenn af
þeim átta sem stofnuðu Seafood
Union mættu starfa þar, en
sýslumaður hafnaði einni beiðn-
inni. Lögbann sýslumanns varði
í sex mánuði eða til júníloka í
sumar.
Hæstiréttur féllst á að einn af
mönnunum fjórum hefði um tíma
ekki mátt ráða sig hjá Seafood
Union, en sýknaði þrjá.
Kröfu Iceland Seafood um að
viðurkennt væri að starfsmönn-
unum væri óheimilt að nýta sér
atvinnuleyndarmál eða trúnaðar-
upplýsingar í eigu fyrirtækisins
var vísað frá dómi, enda hefði ekki
verið tilgreint hvaða leyndarmál
eða upplýsingar um væri að ræða
og hvort mennirnir hafi haft
aðgang að slíkum upplýsingum.
Þá var vísað frá Hæstarétti
kröfu um að staðfest yrði lögbann
á að mennirnir réðu sig til starfa
hjá Seafood Union vegna þess að
sá tími sem lögbannið náði til var
liðinn.
Kristinn Bjarnason, lögmaður
mannanna og Seafood Union
segir ljóst að sá sem fer fram
á lögbann sem ekki stenst beri
skaðabótaskyldu. Hann vildi ekki
tjá sig um mögulegar upphæðir
en benti á að bæði hafi mönnum
verið meinað að vinna við sérhæfð
störf í hálft ár auk þess sem til
greina komi miskakrafa vegna
álitshnekkis. - óká
Lögbanni SÍF á starfsmenn Seafood Union var hafnað í Hæstarétti:
Bótakröfur eru í athugun
HÖFUÐSTÖÐVAR SÍF Í HAFNARFIRÐI Í mars
var skipulagi SÍF breytt með þeim hætti að
hluti starfseminnar var færður undir hatt
Iceland Seafood International.
BJÖRGUNARSTÖRF Björgunarsveitir
frá Þórshöfn til Egilsstaða hófu
leit um hádegi í gær að tveimur
karlmönnum sem saknað var.
Mennirnir lögðu af stað akandi
frá Þórshöfn á föstudagskvöldið
til Egilsstaða, þaðan sem þeir áttu
bókað flug.
Þegar mennirnir skiluðu sér
ekki þótti ástæða til að senda út
leitarsveitir. Talið var að þeir hefðu
ætlað að fara yfir Hellisheiðina
og því voru leitarflokkar
sendir þangað. Fljótlega eftir
að björgunarsveitir hófu leit
komu mennirnir fram heilir á
húfi. Það var björgunarsveitin á
Vopnafirði sem fann mennina þar
sem þeir komu gangandi niður
af Hellisheiði, en þeir höfðu fest
bílinn.
Mennirnir voru ekki komn-
ir langt upp á heiðina á föstu-
dagskvöldið þegar þeir festu
bílinn. Þar sem veður var frekar
vont tóku þeir þá ákvörðun að
halda kyrru fyrir í bílnum fram
á morgun. Þeir lögðu síðan af
stað fótgangandi til Vopnafjarðar
þar sem björgunarsveitin fann þá
laust upp úr hádegi. - eö
Menn sem leitað var að komu fram heilir á húfi:
Biðu næturlangt í bílnum
BJÖRGUNARSVEIT Í ÚTKALLI Tveir
starfsmenn Símans héldu kyrru fyrir í
bíl sínum yfir nótt en hann sat fastur á
Hellisheiði. Þeir gengu af stað í dögun og í
flasið á björgunarsveitarmönnum.
SPURNING DAGSINS
Björk, er stjórnin á réttri leið?
„Já, stjórnin er á réttri leið og ætlar að
fara allar mögulegar leiðir.“
Björk Vilhelmsdóttir er formaður stjórnar
Strætó bs. sem ræðir nú breytingar á nýja
leiðakerfinu sem felast meðal annars í því að
bæta við þremur nýjum leiðum.