Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.12.2005, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 04.12.2005, Qupperneq 12
 4. desember 2005 SUNNUDAGUR12 Ný tt! + Staðgreiðsluverð + Lægri vextir + Lægri kostnaður + Til allt að 36 mánaða + Framlengdur ábyrgðartími + Flutningstrygging + Vildarpunktar VISALán er ný og hagstæð leið til greiðsludreifingar við kaup á vörum eða þjónustu. – HAGSTÆÐAR AFBORGANIR Spurðu um ENNE M M / S ÍA ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 3 05 20 1 2/ 20 05 www.urvalutsyn.is Ferðir í eina og tvær vikur í desember og janúar á hreint ótrúlegu verði. 39.900kr.* Verð óháð fjölda, þó lágmark 2 í íbúð *Innifalið: Flug, gisting, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Verð m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. Skelltu þér í sólina á frábæru verði! Brottfarir Gistingar í boði 7. des. Bahia Meloneras, Santa Barbara og Las Camelias 4. og 11. jan. Cay Beach Princess 18. og 25. jan. Montemar Fáðu ferðatilhögun, nánari upp- lýsingar um gististaðina og reiknaðu út ferðakostnaðinn á netinu! Verð frá: S U N N U D A G U R 5 D A G A V E Ð U R S P Á F Y R I R G R A N C A N A R I A 23ºC 17ºC Heiðskírt M Á N U D A G U R 23ºC 17ºC Létt- skýjað Þ R I Ð J U D A G U R 22ºC 17ºC Létt- skýjað M I Ð V I K U D A G U R 22ºC 16ºC Skúrir F I M M T U D A G U R 22ºC 16ºC Skýjað nánar á visir.is Umsjón: „Ofangreindar hugleiðingar um innlenda fjárfestingarkosti benda til þess að lífeyrissjóðirnir muni stórauka fjárfestingu erlendis. Ávöxtun erlendra verðbréfa mun því skipta sköpum fyrir framtíð þeirra.“ Íslensku lífeyrissjóðirnir áttu tæplega þúsund milljarða króna við árslok 2004. Til samanburðar var landsframleiðsla á Íslandi, það er verðmæti allra fullunninna vara og þjónustu sem framleitt var á landinu sama ár, 885 milljarðar króna. Horfur eru á að þessi eign lífeyrissjóðanna, sem þeir ávaxta fyrir landsmenn, tvöfaldist á næstu tíu árum og verði tæplega tvö þúsund milljarðar. Þetta kemur fram í grein eftir Guðmund Guðmundsson og Kristíönu Baldursdóttur sem birtist í Peningamálum, riti Seðlabankans, á föstudaginn. Þau vinna bæði á tölfræðisviði bankans. Guðmundur og Kristíana settu upp reiknilíkan sem líkir í megindráttum eftir almennu lífeyrissjóðunum. Taka þau fram að niðurstaðan geti verið viðkvæm fyrir breytingum á ýmsum forsendum sem þau gefa sér eins og hvernig ávöxtun eigna þróist, aldurssamsetning og launabreytingar. Niðurstaðan gefur þó raunsanna mynd af því hvernig lífeyriskerfi Íslendinga muni verði á næstu árum. Höfundarnir segja að eftirlaun séu nú alvarlegt áhyggjuefni í ríkisfjármálum flestra iðnvæddra landa. Þau séu að mestu greidd með skattfé og fyrirsjáanlegt að framlög til eftirlauna þurfi að hækka mikið næstu áratugi. Ástæðan fyrir þessu sé sú að fjölmennir árgangar nálgast nú eftirlaunaaldur, íbúar landanna ná hærri aldri og eignist færri börn. Einnig mun hlutfall eftirlaunaþega hækka mikið. Þessi þróun nái einnig til margra þróunarlanda. Þetta er hins vegar minna áhyggjuefni hér þó öldruðum Íslendingum muni einnig fjölga í hlutfalli við vinnandi fólk. Ástæðan fyrir betri stöðu hér á Íslandi er tvíþætt að mati Guðmundar og Kristíönu. Breyting á aldurssamsetningu þjóðarinnar er minni en í Evrópulöndum með svipaðan efnahag. Hin ástæðan er að íslenska eftirlaunakerfið miðast að mestu við að hver vinnandi maður spari hluta af launum sínum og geymi í sjóði, sem síðan er varið til að greiða eftirlaun hans. Því þurfi ekki að auka skattheimtu þó hlutfall eftirlaunaþega hækki. Augljós afleiðing af þessu er að lífeyrissjóðir safna gríðarlega háum fjárhæðum, sem þeir síðan verða að ávaxta vel fyrir landsmenn. Eignir lífeyrissjóða nú eru meiri en landsframleiðsla í fyrra. Til samanburðar var olíusjóður Norðmanna um 60 prósent af landsframleiðsu Noregs. Lífeyrissjóðir hafa í gegn- um tíðina meðal annars keypt innlend skuldabréf, en það felur í sér litla áhættu, til að ávaxta peningana. Nú eiga lífeyrissjóðirnir meirihlutann af öllum verðbréfum banka og sparisjóða í landinu. Undanfarin ár hafa kaup á hlutabréfum aukist mikið. Þeir eiga um tólf prósent af öllum skráðum hlutabréfum í Kauphöll Íslands. „Það blasir því alls ekki við svona í fljótu bragði hvaða fjárfestingarmöguleika lífeyris- sjóðirnir eiga innanlands með þann stóra stabba sem þeir munu hafa til umráða næstu áratugina,“ segja Guðmundur og Kristíana. Helst megi horfa til fjárfestinga í stórvirkjunum. Annar möguleiki sé að bankar og sparisjóðir gefi meira út af skuldabréfum og seldu lífeyrissjóðunum. „Ofangreindar hugleiðingar um innlenda fjárfestingarkosti benda til þess að lífeyrissjóðirnir muni stórauka fjárfestingu erlendis. Ávöxtun erlendra verðbréfa mun því skipta sköpum fyrir framtíð þeirra,“ segja höfundarnir. Síðustu fimm árin hafa hlutabréf verið í kringum 80 prósent af erlendum verðbréfum lífeyrissjóða sem er um 18 prósent af hreinni eign þeirra. Hefur fjárfesting erlendis aukist mikið síðustu árin. Samkvæmt lögum mega eignir lífeyrissjóða ekki vera meiri en 50 prósent í erlendum gjaldmiðlum. Í greininni kemur fram að sjóðirnir hafi keypt lítið af erlendum skuldabréfum því raunvextir slíkra bréfa hafi verið talsvert lægri en íslenskra skuldabréfa. Samkvæmt tölum sem Guð- mundur og Kristíana leggja fram er mikil óvissa um meðalhækkun erlendra hlutabréfa. Á mynd má sjá raunhækkun hlutabréfaverðs í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum á árunum 1951 til 2004. Í Bandaríkjunum var meðalhækkunin 2,7 prósent sem þau segja viðunandi ef tekið er tillit til arðgreiðslna. Hægt sé að draga úr sveiflum með því að dreifa kaupum hlutabréfa á lönd og gjaldmiðla. Þegar hlutabréfaverð lækkuðu í heiminum á árunum 2000-2002 voru einungis um 27 prósent eigna lífeyrissjóða bundin í hlutabréfum. Þetta hlutfall var 31 prósent í árslok 2004, bæði innlendum og erlendum. Má það ekki fara yfir 50 prósent. Ef lífeyrissjóðir ætla að auka erlendar fjárfestingar sínar í 50 prósent verða þeir að óbreyttum lögum að snúa sér að erlendum skuldabréfum. Slík bréf hafa ekki skilað nægilega góðri ávöxtun miðað við markmið lífeyrissjóða um 3,5 prósent ávöxtun til lengri tíma litið. Þau Guðmundur og Kristíana benda einnig á að önnur lönd eru að auka lífeyrissparnað svipað og Íslendingar hafa gert. Það muni líklega hafa áhrif á vexti til lækkunar. Minnki hagvöxtur mun það einnig lækka hlutabréfaverð. Samkvæmt þessu er því ekki auðsótt mál að ávaxta líf- eyrissparnað landsmanna svo vel sé. Árangur stjórnenda líf- eyrissjóða skiptir miklu því ef fjárfestingar skila ekki tilætluðum árangri þarf að hækka iðgjöld til að standa undir skuldbindingum. Í því ljósi er mikilvægt að þeim þúsund milljörðum sem líklegast bætast við lífeyriseign Íslendinga næstu tíu árin sé vel varið. bjorgvin@frettabladid.is Eignir lífeyrissjóða tvöfaldast á tíu árum Heildareignir lífeyrissjóða voru tæplega þúsund milljarðar um síðustu áramót. Samkvæmt spá munu þessar eignir tvöfaldast á næstu tíu árum. Vandasamt verður að ávaxta þennan mikilvægasta sparnað flestra landsmanna á næstu árum samkvæmt grein sem birtist í Peningamálum Seðlabankans. Er því spáð að fjárfestingar í erlendum verðbréfum muni aukast frá því sem nú er. BEÐIÐ EFTIR STRÆTÓ Á LEIÐ TIL VINNU Landsmenn greiða stóran hluta af launum sínum til lífeyrissjóðanna. Sjóðirnir stækka og fjárfesta mikið í innlendum verðbréfum. AUGL†SINGASÍMI 550 5000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.