Fréttablaðið - 04.12.2005, Page 24
4. desember 2005 SUNNUDAGUR24
Fátt er líkt með Reykjavík ársins 1915 og borginni sem við þekkjum í dag.
Miklar breytingar hafa orðið á
flestum sviðum þjóðlífsins, ekki
síst í verslun og þjónustu. Það
má því segja að horfið sé inn í
gamla tímann þegar gengið er inn
um dyrnar á Versluninni Vísi við
Laugaveg 1. Þó margt hafi breyst
á þeim bæ, líkt og öðrum, er haldið
í gamlar hefðir í Vísi.
Þórir kaupmaður situr við
skrifborðið sitt í bakherbergi
að morgni dags og talar við
heildsala í síma. Dagarnir í Vísi
eru flestir öðrum líkir, þar er
opnað klukkan átta og inn koma
viðskiptavinir í innkaupum
jafnt sem sendibílstjórar með
nýjar vörur. „Það þarf að sinna
skrifstofuhaldinu en afgreiðslan
er skemmtilegust,“ segir Þórir
um sín daglegu störf.
Faðir Þóris, Sigurbjörn
Björnsson, keypti Vísi 1948 en
Þórir tók við rekstrinum 1959.
Hann tók ekki sérstaka ákvörðun
um að verða kaupmaður, segir það
hafa verið tilviljun. „Ég var kominn
til sjós og líkaði það vel. Svo gerðist
það að hringt var í mig og spurt
hvort ég gæti komið í búðina því
upp væru komin veikindi. Verslunin
framfleytti fjölskyldunni og ég tók
þetta að mér.“
Þórir þekkti þá þegar hvern
kima í Vísi enda hafði hann unnið
þar sem barn og unglingur, senst
með vörur og sinnt öðrum léttum
verkum. „Þetta heillaði mig svo
sem ekki fyrst, mér fannst starfið
bindandi og langaði að gera eitthvað
annað. En annað hefur komið á
daginn og mér líkar starfið vel,
það er fjölbreytt og ég hef kynnst
mörgum í gegnum það.“
Afgreiðsluborðið frá 1963
Það voru þekktir menn í reykvísku
borgarlífi sem stofnuðu Vísi
á sínum tíma; Guðmundur
Ásbjörnsson, sem síðar varð
forseti bæjarstjórnar Reykjavíkur
og stjórnarformaður Árvakurs,
og Sigurbjörn Þorkelsson, sem
jafnan var kenndur við Vísi, og
stýrði Kirkjugörðum Reykjavíkur
eftir að þeir seldu verslunina
hlutafélagi árið 1943. Sigurbjörn
Björnsson, faðir Þóris, annaðist
reksturinn fyrir þess hönd fyrstu
árin og keypti svo Vísi 1948.
Eins og áður sagði tók Þórir
við rekstrinum 1959 og eignaðist
svo verslunina 1974. Hann segir
ýmislegt hafa breyst á þessum
árum. „Við breyttum hér 1963
þegar skóverslunin við hliðina
þurfti meira pláss. Þá voru
settar upp nýjar innréttingar
og einhverjar þeirra standa
ennþá, afgreiðsluborðið er til
dæmis frá þeim tíma,“ segir
Þórir og viðurkennir að hann
sé íhaldssamur og hafi gaman
af að halda í hið gamla. Um
það leyti voru verslunarhættir
almennt að breytast, hætt var að
vigta upp og pakka inn vörum í
búðum en þær í staðinn seldar
í neytendaumbúðum. „Við þetta
spöruðust mörg handtök og allt
varð miklu þægilegra.“
Búðinni var svo aftur breytt
fyrir rúmum áratug, þá dýpkuð
og fleiri kælum komið fyrir.
„Ég hef reynt að mæta þörf
viðskiptavinanna og nú vilja þeir
skyndifæði og einfalda rétti sem
gott er að grípa með sér. Undir
slíkar vörur þarf kæla,“ segir
Þórir sem í árdaga kaupmennsku
sinnar þurfti mikið pláss undir
grunnvörur á borð við hveiti og
sykur. „Sala á þessari vöru sem
gekk hvað best fyrir fjörutíu árum
er meira eða minna hætt.“
Miðborgin á uppleið á ný
Íbúar miðborgarinnar og starfsfólk
nærliggjandi fyrirtækja eru helstu
viðskiptavinir Vísis og eins og
gengur reka vegfarendur um
Laugaveg inn nefið. Þórir segir
ágætt líf í götunni þó það sé minna
en var í eina tíð. „Hér var fjöldi
fyrirtækja í ólíkustu greinum. Í
bakhúsi hér fyrir aftan var bókband
og prentmyndagerð og í næsta húsi
þar við var raftækjasamsetning.
Heildverslanir voru um alla
miðborg, hér voru þrjár eða fjórar
prentsmiðjur, á Landsbókasafninu
voru hátt í eitt hundrað manns og
Bankastrætið var fullt af bönkum.
Allt þetta fólk var á staðnum
og skapaði mikla hreyfingu og
mannlíf.“
Heldur dró svo úr miðbæjar-
lífinu um tíma; heildsölur og
prentsmiðjur fluttu í atvinnu-
hverfi og enginn banki er í Banka-
stræti. Nema jú hraðbanki. En
lífið er að kvikna á ný. „Þetta er
á uppleið aftur. Hér eru komnar
fjölmargar skrifstofur, til dæmis
lögmannastofur enda stutt í
dómstólana.“
Hér áður fyrr tíðkaðist að fólk
væri í reikningi í verslunum en
Þórir tók fyrir það fyrir nokkru.
„Lánaviðskiptin gengu ekki
alltof vel og það er ekki hægt að
fá skrifað lengur,“ segir hann en
bætir við að einstaka fyrirtæki í
nágrenninu séu í reikning. „Það
var mjög til bóta að fá kortin,
sérstaklega kreditkortin sem
leystu lánin af hólmi.“
Þórir segir margt gott fylgja
verslunarrekstri við Laugaveginn
en hann þurfti þó að hætta að
selja eina tiltekna vöru vegna
ónæðis. „Hér var talsvert um
útigangsmenn á sínum tíma sem
voru reyndar ekki nærri eins
ógnvænlegir og þeir litu út fyrir
að vera. Þeir komu og keyptu
kardimommudropa og vildu ræða
málin í leiðinni. Ef veðrið var vont
fóru þeir ekki út. Um leið fældu
þeir aðra viðskiptavini frá og á
endanum hætti ég að selja þessa
dropa. Þá hættu þeir að koma.“
Aldrei haft áhuga á kaupmennsku
Vísir var stórmarkaður síns tíma
en á mælikvarða dagsins í dag
er verslunin lítil. Sjálfsagt með
þeim minnstu. Stórmarkaðirnir
eru risavaxnir en þá forðast Þórir
kaupmaður. „Ég fer ekki í þá, held
mig raunar alveg frá þeim,“ segir
hann og bætir við að ómögulegt sé
fyrir Vísi að keppa við þá stóru um
verð. „Það er útilokað að keppa við
stórmarkaðina enda geta þeir krafist
annarra kjara hjá heildsölum. Við
bjóðum upp á annað í staðinn, til
dæmis ráðleggingar og spjall við
viðskiptavininn um það sem hann
vill ræða um,“ segir Þórir.
Þórir hefur aldeilis ekki staðið
vaktina í Vísi einn, fjöldi fólks hefur
unnið hjá honum í gegnum árin
og eins hefur hann notið dyggrar
aðstoðar fjölskyldu sinnar þegar
á hefur þurft að halda. „Börnin og
barnabörnin hafa hjálpað mér. Þau
eru að sumu leyti alin hér upp líkt
og ég á sínum tíma.“
Þórir hefur aldrei haft neinn
sérstakan áhuga á kaupmennsku
og segir að þeir kaupmenn sem
hafa vinnuna sem áhugamál hljóti
að hafa komist miklu betur af en
hann. Hans áhugamál eru golf og
silungsveiði. „Nei, nei, ég er ekki
seigur í golfinu en hef gaman af því
fyrir því,“ svarar hann aðspurður
en golfið iðkar hann hjá Golfklúbbi
Reykjavíkur. Silungurinn er hins
vegar sóttur norður í land. „Við
höfum aðgang að skemmtilegu
veiðivatni í Skagafirði sem er fullt
af fjallableikju. Þangað förum við
á sumrin og stundum oft á hverju
sumri,“ segir kaupmaðurinn í hinum
níræða Vísi sem - ólíkt svo mörgu
öðru - stendur enn á sínum stað eftir
öll þessi ár. ■
„Þarna kynntist Margrét
ungum og upprennandi
manni, John F. Kennedy,
þá þingmanni í fulltrúa–
deild Bandaríkjaþings.
Hann var rúmlega
þrítugur, tíu árum eldri
en hún, en enn ólofaður
og naut ljúfa lífsins út í
ystu æsar. Hann bauð
henni nokkrum sinnum
á „deit“ ... Henni fannst
hann myndarlegur, en
þótti einkennilegt hvernig
hann klæddist stundum
mislitum sokkum eins og
hann væri ekki alveg með
á nótunum; verra var þó
að þegar reikningur var
gerður upp á dýrasta
veitingahúsi staðarins
hafði herrann aftur gleymt
seðlaveskinu heima.“
Margrét var ein af
Thorsurunum
edda
edda.is
Bókin um Thorsarana
eftir
Guðmund Magnússon
komin í verzlanir.
tilkynning
ÁRIÐ 1915 Á ÍSLANDI
Reykvíkingar voru um 10 þúsund
Í borginni voru innan við 20 bílar
Knud Zimsen var borgarstjóri
MERKIR ATBURÐIR Á ÁRINU:
● Áfengisbann tekur gildi
Gullfoss kemur í fyrsta sinn til
Reykjavíkur
● Tíu hús í Reykjavík brenna til
kaldra kola
● Heimilt að taka upp ættarnöfn
● Einar Arnórsson verður ráðherra
Íslands
● Hafliði Hjartarson trésmiður fær
fyrsta ökuskírteinið í Reykjavík
● Konur fá kosningarétt og öðlast
kjörgengi til jafns við karlmenn
● Fáninn, eins og við þekkjum
hann, verður þjóðfáni Íslendinga
● Styttan af Kristjáni IX við
Stjórnarráðið afhjúpuð
Heimild: Ísland í aldanna rás
VIÐ AFGREIÐSLU Af störfum sínum í búðinni finnst Þóri ánægjulegast að afgreiða. Sólveig Jónsdóttir, sem vinnur á hárgreiðlustofunni
Hárhönnun við Skólavörðustíg, er daglegur gestur í Vísi. Hún segir gott að versla í búðinni og það sé hið mikla úrval af sælgæti sem helst
heilli. Þennan dag var hollustan hins vegar í fyrirrúmi hjá Sólveigu, hún keypti sér ávexti, grænmeti og jógúrt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FJÖLSKYLDAN HJÁLPAST AÐ Ásta Lilja Jónsdóttir eiginkona Þóris, Ingunn Þóra
Björgvinsdóttir barnabarn þeirra og Þórir kaupmaður Sigurbjörnsson. Ingunn er nú í vinnu
hjá afa sínum og líkar vel.
Verslað í Vísi í níutíu ár
Tíminn hefur farið vel með Verslunina Vísi á Laugavegi 1. Á morgun, 5. desember, eru liðin níutíu
ár síðan búðin opnaði en frá fyrsta degi hefur Vísir státað af ágætu úrvali af nauðþurftum og
slikkeríi. Þórir Sigurbjörnsson hefur verið kaupmaður í Vísi í 56 ár og man tímana tvenna. Í samtali
við Björn Þór Sigbjörnsson rifjar Þórir upp sögu Vísis.
AUGLÝSINGAR VÍSIS
VÖKTU OFT ATHYGLI
Á tímum áfengisbannsins á Íslandi,
sem stóð frá 1915 til 1925, auglýstu
Vísismenn: Ný spönsk vín...Oröið
„ber“ mátti svo sjá með agnarsmáu
letri undir.
Á árum áður lögðu verslanir mikið
upp úr því að vera með eigið kaffi.
Vísiskaffið var nokkuð þekkt og ekki
síður slagorðið: Vísiskaffi - gerir
alla glaða. Vitanlega bauð þetta
upp á útúrsnúning og gárungarnir
sögðu: Vísiskaffi - gerir alla graða.
Setjari á dagblaðinu Vísi tók sig svo
eitt sinn til og setti útúrsnúninginn
í auglýsingu í blaðið. Hann fékk að
launum tiltal og verslunin ókeypis
auglýsingar í marga mánuði á
eftir. Samdómaálit var að kerskni
setjarans hefði aukið enn á sölu
Vísiskaffis.