Fréttablaðið - 04.12.2005, Page 57

Fréttablaðið - 04.12.2005, Page 57
28. janúar 2005 FÖSTUDAGUR 57SUNNUDAGUR 4. desember 2005 29 Útivistar- og íþróttavörur verða í mörgum pökkum enda fylgir oft hátíðinni loforð um að bæta heilsuna, eða samviskubit yfir of miklu áti. Verslanirnar Útilíf og Markið selja útivistarvörur og að sögn starfsmanna er útivistarfatnaður vinsæl jólagjöf. Báðar verslanir selja mikið af skíðum og snjóbrettum og selst jafnt af þessum vörum. Í Útilífi er líka mikið selt af íþróttafatnaði fyrir konur. Í golfbúðinni Nevada Bob eru æfingavörur fyrir golfarara vinsælar. Pútterar, púttmottur, púttholur og golfhanskar að ógleymdum golfkúlunum renna út. Í versluninni Jóa útherja, sem er með mikið úrval af fótboltatreyjum, er vínrauða Arsenaltreyjan mjög vinsæl. Þá bíða margir með óþreyju eftir nýju Meistaradeildartreyjunni frá Liverpool, og þrátt fyrir að hún sé ekki komin í hillurnar er búið að selja 40 stykki af henni. Valdimar Magnússon, eigandi Jóa útherja, segir að sú treyja muni án vafa seljast upp. ÍÞRÓTTAVÖRUR ■ Snjóbretti, skíði og nýja Liverpool-treyjan verða í mörgum pökkum Ýmis konar raftæki eru alltaf vel þegin meðal fólksá jólunum. Hver man ekki eftir fótanuddtækinu? Nú eru landsmenn hins vegar ekki óðir í að heitt titrandi vatn flæði um fæturnar á þeim heldur er það birtan frá plasmatækjunum og LCD-skjáunum sem nú mun flæða inn á heimilin. Raftækjaverslunin Heimilistæki selur bæði plasmatæki og LCD-skjái og starfsmenn þar segja að salan á þessum vörum sé miklu meiri fyrir jólin nú en í fyrra. „Við búumst við sprengingu í sölu á þessum vörum í desember“, sagði einn þeirra. Í Raftækjaverslun Íslands er mikil sala á plasmatækjum og bandarískum ísskápum og þar búast menn við að salan á þeim verði mjög góð. „Amerísku skáparnir eru að taka yfir,“ sagði starfsmaður verslunarinnar spurður um sölu á vinsælum raftækjum. Í Hljóðfærahúsinu eru pakkatilboð vinsæl jólagjöf. Pakki með rafmagnsgítar, ól, magnara og kennsluefni er til dæmis nokkuð vinsæl gjöf. Þá vilja margir að börnin sín byrji ung að læra á hljóðfæri og vinsæl gjöf til upprennandi gítarhetja er ódýr rafmagnsgítar. RAFTÆKI ■ Búist við sprengingu í sölu flatskjáa Uppáhaldsdagur margra barna er aðfangadagur. Hvort það er vegna fæðingar Jesú eða allra jólagjafanna sem þau fá skal ósagt látið. Í leikfan- gaverslunum er hægt að kaupa gjafir handa yngstu kynslóðinni. Starfsmaður í versluninni Einu sinni var, segir að nostalgía sé nokkuð ráðandi í leikfangavali í ár. Til dæmis selst mikið af skopparakringlum, trédúkkuhúsum og riddaraleikföngum. Handa yngstu börnunum eru leikfangatrommur- og píanó vinsæl. Hver vill ekki heyra barn taka einleik á hljóðfærið á rólegu hátíðarkvöldi? Í Hókus Pókus á Laugav- eginum er fortíðin líka í aðalhlutverki, en ný tegund af hraunlömpunum góð- kunnu hefur vakið lukku meðal viðskiptavina. Ein- nig eru svokallaðir glim- merlampar vinsælir. Í Leikbæ eru það Fisher Price-vörurnar helst sem seljast og líka ný tegund af dúkku, Newborn dúkka, sem tekur við vinsældum Babyborn dúkkunnar. LEIKFÖNG ■ Skopparakringlur og glimmerlampar vinsæl GJAFMILDI ÞJÓÐARINNAR Karlar eru rausnarlegri í því hversu miklu þeir eru tilbúnir til að eyða í hverja gjöf og sögðust tilbúnir til að reiða fram allt að 58.612 krónur, á meðan konur sögðust ætla að kaupa gjafir fyrir 51.904 krónur. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.