Fréttablaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 62
 4. desember 2005 SUNNUDAGUR Hlíðarvegur og Hávegur á Siglufirði (1968-1969) Ég á engar minningar frá þessu fyrsta ári mínu, sem mér skilst að hafa einkennst af stöðugu stríði móður minnar við villiketti bæj- arins sem töldu sig eiga tilkall til barnavagns frumburðarins til dvalar og þarfagerðar, hvort sem íbúinn var þar staddur eður ei. En það er nú svo hollt fyrir börnin að sofa úti... Garðarsbraut á Húsavík (1969- 1972) Jóhannshúsið var næsti viðkomu- staður, stórt hús við aðalgötu bæj- arins og við á efri hæðinni. Fyrstu minningarnar eru héðan, en allt er það nú gloppótt. Uppsalavegur á Húsavík (1972- 1990) Húsið sem foreldrar mínir byggðu yfir fjölskylduna stóð fyrstu árin í útjaðri bæjarins, uppi á Hól. Tíu metra fyrir ofan lóðamörkin tók við Reykjaheiðin og þar dvöldum við félagarnir langdvölum. Á hárréttum tíma tók við önnur strákaparadís þegar heilt hverfi var byggt upp þar sem áður voru engi og móar. Stillansar, skurðir og húsgrunnar tóku við og voru ekki síður skemmtilegur leikvöllur. Húsið við Uppsalaveg er ennþá annar tveggja staða sem ég kalla „heima“. Hrafnagilsstræti á Akureyri Bjó þrjá vetur á heimavist Menntaskólans á Akureyri. Óhemju skemmtilegt heimili, endalaus tækifæri til að njóta samvista við vini sína og hæfilegt aðhald til að fara ekki út af sporinu á fyrstu skrefunum út í fullorðinslífið. Síðasta veturinn rak ég nokkurs konar kaffihús á herbergi mínu og var mörgum vökunóttum eytt í að leysa lífsgátuna, glamra á gítar og kveðast á. Til allrar hamingju voru næstu nágrannar innstu koppar í klíkunni. Þarna byrjaði fyrir alvöru samstarf mitt við æskufélagann Ármann Guðmundsson og menntaskólavininn Sævar Sigurgeirsson sem síðan hefur skilað af sér samfelldri bunu af tónsmíðum og leikritum. Rekagrandi í Reykjavík (1990- 1992) Kominn suður og í háskólann. Get nú ekki sagt að ég hafi dvalið lang- dvölum í þessari íbúð, skólinn tók sinn tíma, háskólakórinn sinn og svo var ég fljótlega kominn í leik- félagið Hugleik sem smám saman yfirtók líf mitt, mér algerlega að meinalausu. Góð íbúð sem smell- passaði utan um mig en alltaf átti ég nú erfitt með að sætta mig við rokið sem þarna ríkir eitt. Skaftahlíð í Reykjavík (1992-2004) Ekki hafði ég lengi lifað pipar- sveinslífi á Rekagranda þegar ég byrjaði að búa með annan fót- inn í Skaftahlíðinni hjá Huldu B. Hákonardóttur sem smám saman varð sambýliskona mín. Risíbúð hennar var dýrðleg vistarvera með stóra sál þrátt fyrir þrengsl- in og einhvern veginn rúmaði hún okkur og allt okkar hafurtask. Kannski af því að við vorum mest lítið heima en þeim mun meira í hverju því bráðabirgðahúsnæði sem Hugleikur hafði yfir að ráða í það og það skipti. Skipholt í Reykjavík (2004-20??) Skipholtið hljómar kannski ekki eins og sennileg adressa fyrir paradís, en Hulda hafði ekki fyrr stigið inn fyrir þröskuldinn á þessari íbúð en það var morgunljóst að hér vildi hún vera. Til allrar hamingju var ég hjartanlega sammála um leið og ég kom á staðinn. Draumaíbúð á draumastað með póstkortsútsýni yfir Háteigskirkju úr stofuglugganum. Verst hvað eru margar hljóðfæraverslanir í næsta nágrenni, á fjarskalega erfitt með að standast freistingar af því taginu. Ein nýopnuð hinum megin við götuna. Hver kjaftaði? Rak kaffihús í svefnherbergi sínu LOKSINS Í PARADÍS Þorgeir Tryggvason fann sína paradís óvænt í Skipholtinu, en háir þar vonlausa baráttu við ásækna og freistandi nágranna í formi hljóðfæraverslana. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HLÍÐARVEGUR HÁVEGUR GARÐARSBRAUT UPPSALAVEGUR HRAFNAGILSSTRÆTI REKAGRANDI SKAFTAHLÍÐ SKIPHOLT GÖTURNAR Í LÍFI MÍNU } ÞORGEIR TRYGGVASON Leikfélagið Hugleikur varð snemma áhrifavaldur í lífi Þorgeirs Tryggvasonar sem nú gegnir formannsembætti leikfélagsins, eða strax á háskólaárunum og allar götur síðan. Þorgeir átti þátt í skrifum sem og leikstjórn Jólaævintýris Hugleiks, sem nú er sýnt við miklar vinsældir í Tjarnarbíói og er eigin leikgerð Hugleiks á Jólaævintýri Dickens. Þorgeir var norðanmaður í bernsku og fram á fullorðinsár, en ástin festi hann á endanum í Reykjavík. Beint flug til hinnar fögru miðaldaborgar Tallinn í Eistlandi Innifalið í verði: Flug, 4 stjörnu hótel m/morgunmat, akstur til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn og skattar. Verð 49.900 kr. 28-31 október frá Keflavík fá sæti laus 12.-16 október frá Keflavík uppselt 5-9. oktober frá Akureyri uppselt 19-23. oktober fra Akureyri uppselt 26-30 október frá Akureyri uppselt Tallinn hefur breyst í nútímaborg með alþjóðlegu yfirbragði á síðustu 10 árum. Þrátt fyrir það eru íbúarnir stoltastir af gamla bæjarhlutanum. Þar eru götur steini lagðar og við þær standa vel varðveittar stórkostlegar byggingar frá 11-15 öld. Þá setja markaðirnir mikinn svip á borgina. Tallinn hefur verið bætt við á heimslista UNESCO sem ein best varðveitta miðaldarborg N-Evrópu. Menningarlíf í Talllinn stendur með miklum blóma og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Í Tallinn er hægt að gera góð kaup. Þar er ódýrt að versla og matur á veitingahúsum er ódýr. Þá er, næturlífið fjörugt, barir, skemmtistaðir og kaffihús á hverju götuhorni.Tallinn er borg sem fangar, borg sem skilur eitthvað eftir, löngu eftir að komið er heim. Spennandi skoðunarferðir í boði með íslenskri fararstjórn Trans-Atlantic Sími 5888900 www.transatlantic.is Beint flug: Miðaldaborgin Tallinn og hin stórkostlega Pétursborg. Miðaldaborgin Tallinn í Eistlandi og hin stórkostlega Pétursborg í Rússlandi í sama flugi. Flogið er til Tallinn og key t til Pétursborgar. Tallinn Tallinn hefur breyst í nútímaborg með alþjóðlegu yfirbragði á síðustu 10 árum. Þrátt fyrir það eru íbúarnir stoltastir af gamla bæjarhlutanum. Þar eru götur steini lagðar og við þær standa vel varðveittar stórkostlegar byggingar frá 11-15 öld. Þá setja markaðirnir mikinn svip á borgina. Tallinn hefur verið bætt við á heimslista UNESCO sem ein best varðveitta miðaldarborg N-Evrópu. Í Tallinn er hægt að gera góð kaup. Þar er ódýrt að versla og matur á veitingahúsum er ódýr. Þá er, næturlí- fið fjörugt, barir, skemmtistaðir og kaffihús á hverju götuhorni Pétursborg Pétursborg er borg mikilfengleika og glæsileika, borg með glæsta fortíð, einskonar minnismerki um liðna tíð. Borgin hefur verið kölluð Feneyjar norðursins vegna mar- gra síkja sem í henni eru. Rúmlega þrjá aldir eru liðnar síðan Pétur mikli byrjaði á því að reisa þessa stórkostlegu borg. Borgin hefur einhverjar fallegustu byggingar Evrópu. Fyrir áhugafólk um sögu og menningu er Pétursborg gullnáma. Brottfarir Akureyri: 12-16. apríl laus sæti 57.700 8-15. apríl uppselt 13-17. apríl uppselt 15-20. apríl laus sæti 59.052 I nifalið: Flug, skattar, hótel, rúta og íslenskur fararstjóri ��������������������������� ��������������������������� �������������������������������� �������������������������� ������������������������������� ������������������������������� ������������������������ ������������������������������� �������� �������������������� ���������������������������� ���������������������� ������������������������� �������������� ������������������������������ ������������������������������ ������������� ����������������������������������������������������� ���� ����������������������������������������������������������� ������ ���������������� �������������������������� �������������� � �� Kvöldvaka Kvenréttindafélags Íslands og Kvennasögusafns Íslands 5. desember 2005 á Hallveigarstöðum, Túngötu 14 Reykjavík. 1. Húsið opnar kl. 8.00. 2. Gestir boðnir velkomnir, Þorbjörg Inga Jónsdóttir formaður KRFÍ. 3. Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson flytja tónlist. 4. Frumkvöðlar og frumkvöðlastarf. Auður Þorbergsdóttir, fyrst kvenna borgardómari í Reykjavík Sigríður Snævarr, fyrst kvenna sendiherra Guðrún Ásmundsdóttir segir frá fyrstu lærðu leikkonunum Kristín Ástgeirsdóttir segir frá fyrsta félagi kvenna í Reykjavík, Thorvaldsensfélaginu 5. Loka og kveðjuorð, Helga Guðmundsdóttir stjórnarnefndarformaður Kvennasögusafns Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.