Fréttablaðið - 04.12.2005, Síða 69

Fréttablaðið - 04.12.2005, Síða 69
FRÉTTIR AF FÓLKI Charlotte Church er næstum jafn fræg fyrir drykkju sína eins og fyrir engilfagra rödd sína. Hún segist þó núna vera eldri og þroskaðri og vita hvar sín mörk liggja. Hún er þó ekki ánægð með það að sumir pöbbar í Bretlandi hafi ákveðið að hafa barinn opinn allan sólarhringinn. „Fyrir fullorðna sem þekkja sín mörk er þetta allt í lagi. En fyrir unglinga er þetta slæmt. Það mun allt verða vitlaust. Mun fleiri munu þurfa að fara á sjúkrahús og láta pumpa upp úr maganum. Ég veit hvernig þetta er af því að ég var einu sinni svona. Núna veit ég hvenær á að hætta,“ sagði hún. George Clooney, Tyra Banks og Mischa Barton eru meðal þeirra sem hafa skrifað nafn sitt á sérstakar buxur sem bjóða á upp til styrktar góðgerðamálum. Það voru hönnuðirnir Chip and Pepper sem hönnuðu buxurnar en ágóðinn sem hlýst af mun renna til Rauða krosssins í Ameríku. Wilmer Valderrama ákvað að skrifa ekki einungis nafnið sitt heldur vera fyndinn líka og skrifaði á rassvasann: „Á hvað ertu að horfa...bíddu við, þú getur sosum ekki að þessu gert.“ Leikkonan Renee Zellweger varð fyrir því óláni að eiga ekki fyrir kaffibollanum sínum þegar hún heimsótti kaffihús í London á dögunum. Ástæðan var sú að kortakerfi kaffihússins var í ólagi og Renee átti ekki nægan pening í lausu. „Hún baðst margoft fyrirgefningar,“ sagði Derek Smoczy, vaktstjóri kaffihússins og sagði Renee hafa boðist til að koma daginn eftir og borga skuldina. Hún stóð þó ekki alveg við það og sendi aðstoðarmann sinn nokkrum dögum seinna til að borga. Eva Longoria segir fegurð sína stundum gera sér erfitt fyrir og að hún hafi, vegna fríðleikans, misst af mörgum hlutverkum. „Ég hef misst af mörgum hlutverkum vegna þess að ég er of falleg. Og allir segja við mig í kaldhæðni, „Ooo greyið þú!“ En í alvörunni þá er erfitt að fá góð hlutverk þegar maður er fallegur.“ 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.