Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.12.2005, Qupperneq 75

Fréttablaðið - 04.12.2005, Qupperneq 75
SUNNUDAGUR 4. desember 2005 47 góða skemmtun! JÓLASKRAUT Frábær ný jólaplata þar sem Jónsi, Birgitta, Nylon, Sveppi, Heiða og Friðrik Ómar fara á kostum. Jólaskraut fyrir unga sem aldna! Jól alla daga · Jónsi Snjókorn falla · Sveppi Aðfangadagskvöld · Heiða Heima um jólin · Birgitta Allt það sem ég óska · Friðrik Ómar Hátíðarskap · Nylon Rokkað út jólin · Sveppi Gleðileg jól (allir saman) · Jónsi Minn eini jólasveinn · Heiða Ég verð heima um jólin · Friðrik Ómar KOMIN Í VERSLANIR FÓTBOLTI Ruud van Nistelrooy, framherji Manchester United, segist ekki bitur út í stjóra sinn Alex Ferguson fyrir að taka Gary Neville fram yfir hann sjálfan þegar hann valdi nýjan fyrirliða liðsins. Nistelrooy hafði borið fyrirliðabandið í síðustu leikjum í fjarveru Roys Keane og töldu margir að hann myndi fá að bera það áfram. „Ég er mjög stoltur yfir því að hafa fengið að leiða liðið á erfiðum tíma. Ég naut þess og hefði viljað halda því áfram en ég virði ákvörðun knattspyrnustjórans. Ég tel að Gary sé hinn fullkomni fyrirliði fyrir Man. Utd,“ sagði Nistelrooy í gær. Ferguson segir að það hafi verið hin mikla tryggð Nevilles við félagið sem hafi gert útslagið í ákvörðuninni. „Það var ekki hægt að líta framhjá henni. Hann hefur lagt sig allan fram fyrir Man. Utd allan sinn feril.“ - vig Gary Neville fyrirliði Man. Utd: Nistelrooy er ekki sár FÉLAGAR Það er enginn biturleiki í herbúðum Man. Utd. FÓTBOLTI Miðjumaðurinn Roy Keane mun ákveða innan sjö daga til hvaða liðs hann ætlar að fara eftir óvænt brotthvarf hans frá Manchester United í síðasta mánuði, að sögn umboðsmanns hans. Yfir 50 lið hafa áhuga á því að fá Keane í sínar raðir en Celtic í Skotlandi er ennþá talinn líklegasti áfangastaður hans þó að Real Madrid sé nýjasta liðið til að sýna honum áhuga. „Hann hefur rætt við fjölda félaga en á enn eftir að ræða við 1-2 félög áður en hann ákveður sig,“ segir umboðsmaðurinn Michael Kennedy. Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, virðist vera vel meðvitaður um stöðu Keanes og segist hann telja að Keane fari til stórliðs Real Madrid. „Það hefur verið rætt um að hann fari þangað í lán í fjóra mánuði, frá janúar til maí. Það er góður möguleiki á því,“ sagði Ferguson í gær. Roy Keane og nýja liðið: Ákvörðun eftir sjö daga ROY KEANE Er hugsanlega á leið til Real Madrid. FÓTBOLTI Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist ekki kippa sér upp við þær fréttir sem bárust í fyrradag af því að John Terry hefði sést ásamt Eiði Smára Guðjohnsen hjá þekktum veðmangara í London. Fullyrt er að Terry veðji fyrir tæpar 100 þúsund krónur á viku en hann hefur áður viðurkennt að eiga við spilafíkn að stríða. En Mourinho segir Terry ekkert öðruvísi en aðra , veðmál séu einfaldlega hluti af menningunni í Englandi. „Ég er mjög hissa á því að fjölmiðlar skuli blása þetta upp. Af hverju? Jú, því að í hverri götu sem ég geng verð ég var við þrjár veðmangarastofur að minnsta kosti. Svona er þetta bara í þessu landi og veðmál er það sem þið elskið,“ segir Mourinho og bætir því við að það væri öðruvísi menning í Portúgal. „Ég hef áhyggjur ef portúgalskur leikmaður er að stunda veðmál. Þar í landi er menningin á þann veg að það má ekki eyða einni einustu krónu í veðmál,“ segir Mourinho. „Mér finnst fullkomlega eðlilegt að Terry veðji. 1000 pund fyrir John Terry er líklega eins og 20 pund fyrir þig. Sú upphæð ætti ekki að raska fjárhag meðalfjölskyldu,“ sagði Mourinho að lokum. - vig Jose Mourinho um veðmál Johns Terry: Veðmangarar eru alls staðar STJÓRINN OG FYRIRLIÐINN Eru mestu mátar. FÓTBOLTI Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist ekki ætla að fá neinn nýjan leikmann til síns liðs þegar leikmannaglugginn opnast í janúar. Mourinho kveðst ekki einu sinni hafa leitt hugann að nýjum leikmönnum, svo öflugur sé sá hópur sem hann hafi yfir að ráða nú um stundir. „Ég hugsa ekkert um þetta og hef engan áhuga á nýjum leikmönnum. Í augnablikinu er ég aðeins að einbeita mér að þeim mönnum sem hef í liðinu á þessari stundu,“ segir Mourinho, en tveir leikmanna hans eru á leið á Afríkumótið í janúar. - vig Jose Mourinho: Engin kaup í janúar FÓTBOLTI Spútniklið Doncaster Rovers datt í lukkupottinn þegar dregið var í 8-liða úrslit enska deildarbikarsins í gær en liðið mun þar mæta Arsenal á heimavelli. Doncaster hefur þegar slegið Man. City og Aston Villa út úr bikarnum en Arsenal hefur líklega spilað liða best í keppninni það sem af er. Í öðrum leikjum mun Bolton mæta Wigan, Man. Utd heimsækir Birmingham og Middlesbrough tekur á móti Blackburn. - vig Lið Doncaster heppið: Mætir Arsenal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.