Fréttablaðið - 04.12.2005, Side 78

Fréttablaðið - 04.12.2005, Side 78
 4. desember 2005 SUNNUDAGUR50 Loðhúfur Hafnarstræti 19 Sími 551 1122 ný sending Verð frá 9.990 kr. HRÓSIÐ ... fær hljómsveitin Benni Hemm Hemm fyrir að halda áfram útrás íslenskrar tónlistar í Austurlöndum. Hvað er að frétta? Allt það besta. Augnlitur? Brúnn. Starf? Læknir og borgarfulltrúi. Fjölskylduhagir? Giftur, tveggja barna faðir. Hvaðan ertu? Árbænum. Ertu hjátrúarfull/ur? Já. Uppáhaldssjónvarpsþáttur? Little Britain. Uppáhaldsútvarpsþáttur? Morgunvaktin. Uppáhaldsmatur? Eitthvað óvænt. Fallegasti staður? Heima er best ipod eða geislaspilari? Geislaspilari. Hvað er skemmtilegast? Kraftur. Hvað er leiðinlegast? Bið. Helsti veikleiki? Get verið utan við mig. Helsti kostur? Næmi. Helsta afrek? Bakvörður í fyrsta Íslandsmeistaraliði Fylkis. Mestu vonbrigði? Að baki. Hver er draumurinn? Betri heim í dag en í gær. Hver er fyndnastur/fyndnust? Þorsteinn Guðmundsson. Á hvað trúirðu? Fólk. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Leti. Uppáhaldskvikmynd? City of God. Uppáhaldsbók? Stúfur er lesinn á hverju kvöldi. HIN HLIÐIN DAGUR B. EGGERTSSON BORGARFULLTRÚI Tveggja barna faðir með geislaspilara Eins og glöggir áhorfendur nýju fréttastöðvarinnar NFS hafa kannski tekið eftir þá er margt líkt á þeim bænum og hjá Sirrý í Fólki á Skjá einum. Sófasettin eru nefnilega nákvæmlega eins á báðum stöðum. Hefur þetta vakið furðu margra og spurning hvort nokkuð hafi verið hugsað út í þetta þegar húsgögnin voru keypt. Að sögn Róberts Marshall, framkvæmdastjóra NFS, stendur ekki til að skipta um sett einungis vegna þess að Sirrý sé með sams konar sófasett í sínum þætti. ,,Við munum nú samt örugglega koma til með að breyta settinu í stúdíóinu nokkrum sinnum á ári. Þetta er því ekki sófasett sem verður þarna um ókomna framtíð.“ Að sögn Sigríðar Arnardóttur, þáttarstjórnanda er þetta einungis staðfesting á þeim smekkmönnum sem vinna við hönnunina á settinu hjá Skjá einum. ,,Mér finnst þetta bara viðurkenning fyrir okkur og þá sem hönnuðu settið okkar, það er auðvitað stórglæsilegt. Reyndar hef ég fengið töluvert af hringingum og fyrirspurnum í gegnum tíðina um það hvar sé hægt að kaupa svona sett og einnig hvort það sé möguleiki að fá það þegar við hættum að nota það. Þrátt fyrir það höfum við ákveðið að nota það áfram af þeirri einföldu ástæðu að okkur finnst það rosalega flott.“ Þessir sófar hafa fengist undanfarið í versluninni Habitat en nýlega hafa þeir verið teknir úr sölu vegna þess að hætt er að framleiða þá. Nýrri gerð af þessum sömu sófum fæst hins vegar hjá Habitat og er verðið á milli hundrað og tvö hundruð þúsund eftir stærð sófans. Alveg eins sófar á tveimur sjónvarpsstöðvum SÓFINN Í SETTINU HJÁ NFS Strákunum í Sigur Rós hefur aldeilis tekist að koma sér á kortið erlendis þótt þeir fylgi síður en svo hinum helstu tískustraumum í tónlist. Þeir héldu eins og flestir vita tónleika hér á landi þann 27. nóvember og er hægt að horfa á þá í heild sinni á heimasíðu þeirra. Nú hefur svo tónlistarsíðan NME tekið upp á því að bjóða einnig upp á tónleikana á síðunni en þeir bjóða reglulega lesendum síðunnar að hlusta á nýjustu og flottustu tónlistina og skoða nýjustu og flottustu tónlistarmyndböndin. Ekki svo slæmt fyrir íslensku álfadrengina okkar að vera þar á meðal. FRÉTTIR AF FÓLKI Starfsmenn BT á Ísafirði sýndu mikinn rausnarskap fyrir helgi þegar þeir mættu með fullt fang af gjöfum á sjúkrahús bæjarins í tilefni af eins árs afmælis verslunarinnar. Svo óheppilega vildi hins vegar til að á vef sjúkrahússins kom fram að gjafirnar miðuðu „fyrst og fremst að því að stytta yngri sjúklingum lífið“. Kunni spítalinn versluninni miklar þakkir þar sem gjafirnar ættu sjálfsagt eftir að „gleðja marga sem hefðu annars átt langa daga á legudeildinni“. Við nánari athugun kom í ljós að hér var vissulega ekki um að ræða nýstárlega útrýmingu biðlista að ræða af hálfu BT heldur var algengum orðatiltækjum blandað saman með svo óheppilegum afleiðingum. BT vildi auðvitað stytta sjúklingum stundir og létta þeim lífið og gaf sjúkrahúsinu því sjónvarp með DVD-spilara, Playstation tölvu og þrettán tölvuleiki og myndir ætlaðar yngsta fólkinu. Mörgum Íslendingum finnst jólakveðjur Rásar 1 á Þorláksmessu vera jafn ómissandi hlutur af jólahaldinu og kæsta skatan eða jólagangan niður Laugaveginn. Það er ekki síður rödd þulanna sem ómar í viðtækjum landsmanna þennan dag en kveðjurnar sjálfar sem ylja. Tveir þulir sem hvað lengst hafa lesið jólakveðjurnar, Gerður G. Bjarklind og Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, hafa valið jólalög á disk fyrir þessi jól. „Ramminn utan um þetta eru gömlu jólalögin sem ekki eru til á geisladiskum en inni á milli eru nýlegri lög,“ segir Gerður, en hún hefur lesið jólakveðjurnar í þrjátíu ár en stalla hennar Ragnheiður hefur þó vinninginn þar sem hún hefur flutt kveðjur landsmanna í rúm fjörutíu ár. Gerður segir að Þorláksmessa sé ákaflega sérstakur dagur hjá þulunum fjórum sem lesi kveðjurnar og þeir reyni að gera sér glaðan dag þótt fyrir höndum sé langur og strangur dagur. Þau byrji hann á því að borða saman en svo sé ekki seinna vænna en að hefja störf. „Þetta er mikið þolinmæðisverk,“ segir Gerður en bætir við að hún sjái ekki mikið eftir þeim tíma sem hún hefuri eytt í þetta. Gerður hefur ekki tölu á hvað kveðjurnar sem hún hefur flutt eru orðnar margar en það sem kemur henni mest á óvart er að ekkert lát virðist vera á vinsældum þeirra. „Ég hefði haldið að með nútímatækni á borð við vefpóst væru dagar þeirra taldir en fyrir tveimur árum höfðu okkur aldrei borist jafnmargar,“ segir Gerður en þá voru þau að lesa kveðjur til klukkan hálf þrjú um nóttina. Í fyrra var því brugðið á það ráð að taka út allar viðskiptatengdar kveðjur. „Það bragð heppnaðist mjög vel og við komumst heim á miðnætti,“ segir Gerður og hlær. Hún hefur sínar skýringar á vinsældunum. „Fólk vill halda í hefðina og hafa jólin eins og þau voru í æsku,“ segir Gerður, og bætir við að eflaust snerti kveðjurnar einnig einhverjar taugar og það ylji landanum um hjartaræturnar að heyra kveðjur frá öfum og ömmum um land allt. Gerður hafði ekki gert ráð fyrir því að lesa jólakveðjurnar í ár þar sem hún er hætt sem þulur hjá Rás 1 og stjórnar eingöngu þættinum Óskastundinni í útvarpinu. „Það kom bláókunnug kona að máli við mig fyrir nokkru og sagðist hafa tekið upp jólakveðjurnar frá því í fyrra. Ég gat glatt hana með því að ég ætlaði að lesa þær í ár og hún sagðist því ætla geyma upptökurnar fram á næsta ár,“ segir hún og hlær. GERÐUR G. OG RAGNHEIÐUR ÁSTA: VELJA JÓLALÖG Á GEISLADISK Jólakveðjurnar ylja landanum um hjartaræturnar GERÐUR OG RAGNHEIÐUR ÁSTA Mörgum finnst jólin fyrst vera að nálgast þegar þulirnir á Rás 1 lesa jólakveðjur landsmanna. FRÉTTIR AF FÓLKI Myndlistarmaðurinn Daníel Björnsson opnaði fyrstu einkasýningu sýna með pompi og pragt í Gallerí Banananas á Laugavegi 80 í gær. Galleríið þykir eitt það framsæknasta í borginni í dag og fólk var spennt að sjá sýningu Daníels sem er einn forsprakki gallerís Kling og Bang á Laugaveginum og rak líka listamiðstöðina Klink og Bank á meðan hún lifði. Sýningin, sem er titluð Inngarður, vakti góðar undirtektir enda um mikið ljósasjóv og gosbrunna að ræða. Það sem kom enn meira á óvart var nærvera bandarísku goðsagnarinnar Bob Log sem spilaði fyrir sýningargesti, en hann var einmitt staddur á Íslandi um helgina. Bob Log er dularfullur einstaklingur sem spilar á trommur með fótunum, glamrar á gítar og vískíglös með höndunum og syngur í gegnum flugmannahjálm á höfðinu á sér. Kjaftasögur ganga um heim allan að þetta sé í raun og veru söngvarinn Tom Waits í dulargervi eða einn meðlima hljómsveitarinnar The Strokes. Það er spurning hvort íslendingar hafi orðið nokkru nær eftir hljómleikana á Banananas og svo á Grand Rokki þar sem hann spilaði síðar um kvöldið ásamt pönkhljómsveitinni Rass. Augljóst var þó að þessi einstaki tónlistarmaður hefur eignast fjölda aðdáenda á Íslandi eftir snilldartilþrifin í gær. Daníel Björnsson, myndlistarmaður, einn forsvarsmanna Klink og Bank. Bob Log III 19. 06. 1972

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.