Fréttablaðið - 04.12.2005, Side 80

Fréttablaðið - 04.12.2005, Side 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Bækur sem þú gleypir í þig Viktor Arnar Ingólfsson edda.is Ævar Örn Jósepsson FRÁ HÖFUNDI FLATEYJARGÁTU! „Okkur veitir ekki af slíkum sögum, skemmtisögum sem greina samtíðina og málfarið, lífsstílinn og tómið.“ Páll Baldvin Baldvinsson, DV Í miðborg Reykjavíkur hafa konur stofnað Hefnibandalag. Aðgerðir þess eru frumlegar, fyndnar og stundum hrottalegar. Þær eiga að kenna karlpeningnum að ekkert er hættulegra en kona í hefndarhug. Þær eru ungar Þær hafa verið sviknar Þær ætla að hefna sín 4. sæti Skáldverk Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 23. – 29. nóv. Raðmorðingi gengur laus ... „Æsispennandi glæpasaga sem gefur lesandanum færi á að taka þátt í að leysa flókna morðgátu“ Jón Yngvi Jóhannsson, Kastljós „Góð glæpasaga ... þessi lesandi hérna var eldfljótur að gleypa í sig Aftureldingu og naut lestursins í hvívetna.“ Ingvi Þór Kormáksson, bokmenntir.is „Viktor grípur lesandann traustataki, tekur á rás og gerir sig ekki líklegan til að sleppa.“ Bergsteinn Sigurðsson, Fbl. Rafmögnuð spenna „Blóðberg er hörkuglæpasaga þar sem blandað er saman morðrannsókn, samfélagskönnun og húmor í hárréttum hlutföllum.“ Jón Yngvi Jóhannsson, Kastljósið „Ákaflega snjöll hugmynd sem er unnið vel úr ... fimlega unnin fléttan gerir það að verkum að síðurnar rjúka hjá.“ Gunnþórunn Guðmundsdóttir, bokmenntir.is „Ekki hægt annað en að mæla eindregið með bókinni.“ Jakob Bjarnar Grétarsson, DV „Ævar orðinn einn af aðalsakamálasöguhöfundum landsins, ef ekki sá besti.“ Þórarinn Þórarinsson, Fbl. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA VERNHARÐS ÞORLEIFSSONAR BAKÞANKAR Saga Thelmu Ásdísardóttur í Kastljósi á dögunum rotaði mig nánast. Það voru ótrúlegar tilfinningar sem fylgdu því að heyra hana segja svona opinskátt frá þessum atburðum. Ég fékk yfir mig óstjórnlega löngun til að faðma þessa bláókunnugu konu. Hvernig gat þetta gerst? ÉG hef lengi velt því fyrir mér hvernig ég ætti að standa að forvörnum fyrir son minn. Hvernig ég ætti að útskýra þessi mál fyrir honum án þess að vekja upp mannfælni. Ég vil að börnin mín fái að njóta þess að vera börn með öllu sakleysinu sem því á að fylgja, undir venjulegum kringumstæðum. ÉG byrjaði á því að tala við hann um ókunnuga og reyndi að útskýra fyrir honum hvað væri óeðlilegt í samskiptum við þá. Mér fannst óþægilegt að tala um þetta og ég sá að honum fannst það líka en þó var hann forvitinn. En mér fannst ekki nóg að tala bara um ókunnuga því dæmin hafa sýnt að oft eru „vondu karlarnir“ fjölskylduvinir. Ég mundi leggja handlegg minn að veði að enginn af okkar fjölskylduvinum væri úr þeim hópi, en ég mundi aldrei leggja son minn að veði. Mér fannst erfiðara að reyna að útskýra þennan hluta fyrir honum. Hvað væri óeðlilegt í samskiptum við þá sem við þekkjum. Eins erfitt og það var þá vissi ég líka að þetta var nauðsynlegt. Ég tryggi bílinn minn með peningum, ég reyni að tryggja börnin mín með vel völdum orðum. EFTIR þessar samræður hefur „vondi karlinn“ oft verið ræddur og það hefur verið fróðlegt að fylgjast með syni mínum velta þessu hugsanlega vandamáli fyrir sér. Á tímabili sagðist hann vera nokkuð viss um að „vondi karlinn“ mundi láta sig í friði ef hann bara tuffaði á hann. Önnur lausn var að ef „vondi karlinn“ næði honum og spyrði hvert uppáhalds nammið hans væri þá ætlaði hann að ljúga því að það væri lakkrís, sem mundi þá verða þess valdandi að „vondi karlinn“ mundi gefa honum allt annað nammi en lakkrís á meðan hann væri í haldi hans, sem væri þá bara hið besta mál. ÞAÐ sem kom mér skemmtilega á óvart var hvernig hann hélt í sakleysið sitt með því að finna lausnir sem kæmu honum vel án þess að láta tilhugsunina um „vonda karlinn“ buga sig. Hugmyndir hans um að allt færi vel að lokum voru hræðslunni yfirsterkari. „VONDU karlarnir“ eru þarna úti, margir hverjir nær en við viljum ímynda okkur. Ef við þorum ekki að takast á við þessa erfiðu fræðslu þá skiljum við börnin okkar eftir varnarlaus. Það er okkar að finna mjúka leið að börnunum með þennan harða sannleik. Vondi karlinn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.