Fréttablaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 18
 5. desember 2005 MÁNUDAGUR18 fréttir og fróðleikur FRÉTTASKÝRING SVEINN GUÐMARSSON sveinng@frettabladid.is RV2037_Eldvarnir_2 13.10.2005 10:06 Page 1 R V 30 37 Eldvarnartæki á góðu verði Fyrir heimilið, vinnustaðinn og bílinn 6.350 kr. Duftæki 2kg með mæli og bílfestingu 1.056 kr. Reykskynjari 9V 3.459 kr. Eldvarnarteppi 8.612 kr. Dufttæki 6kg með mæli og veggfestingu Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Opnu nartí mi í ver slun RV: Enda þótt enn sé ófriður í Írak eru flestar hinna staðföstu þjóða farnar að huga að brottflutningi her- liðs síns frá Írak. Sú þróun veldur Bandaríkjamönnum áhyggjum þar sem hún tef- ur fyrir þeirra eigin mögu- leikum á að kalla hermenn sína heim. Ef svo fer sem horfir þá verða dagar bandalags svonefndra stað- fastra þjóða senn taldir. Ríkin sem stóðu fyrir hernámi Íraks eru hvert á fætur öðru farin að huga að brottflutningi hermanna sinna þrátt fyrir að friður sé þar ekki í sjónmáli. Fyrstu mánuðina eftir hernám Íraks í mars 2003 voru um 300.000 hermenn frá 38 ríkjum í landinu. Nú eru þeir um það bil 180.000, þar af 160.000 Bandaríkjamenn, 8.000 Bretar og 3.200 Suður-Kór- eumenn. Flestar hinna staðföstu þjóða hafa sent umtalsvert færri hermenn til Íraks, allt niður í 2-3 tylftir, og hefur því nánast verið um táknrænan stuðning að ræða af þeirra hálfu. Útlit er fyrir að veruleg fækkun verði í herliði þessara ríkja í Írak á næstu mán- uðum, jafnvel um 15.000 hermenn, n slíkt tefði um leið brottflutning bandarískra hermanna frá land- inu. Enn er langt í land Þótt kosningarnar í næstu viku marki formlegt lokaskref í stjórn- málauppbyggingu Íraks þá er langt í frá að friði hafi verið komið á í landinu eða að hersveitir þess séu orðnar nægilega sterkar til að geta tekið við vörnum landsins og löggæslu. Í síðasta mánuði fór írakska ríkisstjórnin fram á við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að umboðið sem hernámsliðið hefur frá ráðinu yrði framlengt um eitt ár, til 31. desember 2006, þótt það megi endurskoða hvenær sem er. Friðarráðstefna Araba- bandalagsins sem haldin var í Kaíró á dögunum komst sömuleið- is að þeirri niðurstöðu að Írakar yrðu sjálfir færir um að annast eigin öryggismál í lok næsta árs. Það eru með öðrum orðum ekki íröksk stjórnvöld sem knýja á um að erlendu herirnir yfirgefi landið, þau vilja einfaldlega að herirnir fari þegar það er óhætt - ekki fyrr. Orsökin fyrir áformum staðföstu þjóðanna er sem sagt ekki sú að ekki er lengur þörf fyrir hermenn þeirra í Írak heldur miklu frem- ur sú að þrýstingur heima fyrir fer stöðugt vaxandi um að þátt- tökunni í hernáminu verði hætt. „Óróinn í Bandaríkjunum vegna hersetunnar hefur greinilega haft áhrif á almenningsálitið annars staðar,“ segir Terence Taylor, framkvæmdastjóri rannsóknaset- ursins International Intstitute for Strategic Studies í Washington. Heimferð á næsta leiti Þessa stundina eru 876 úkraínskir hermenn í Írak og í samræmi við kosningaloforð Viktors Jústsjenkó frá því í fyrra verða þeir allir farn- ir um áramótin. Átján úkraínskir hermenn hafa fallið í landinu og 32 hafa slasast alvarlega og því hefur andstaða úkraínsku þjóðar- innar við þátttöku í hernaðinum farið stöðugt vaxandi. „Hernað- inum er lokið,“ sagði Anatoliy Grytsenko varnarmálaráðherra eftir heimsókn til Íraks í síðasta mánuði. „Nú er runninn upp tími stjórnmálamanna, verktaka og kaupsýslumanna.“ Enn skemmri tími er þangað til 380 manna herlið Búlgara snýr heim en sá brottflutningur hefst strax að loknum íröksku kosningunum 15. desember að því er AP-fréttastofan hefur eftir varnarmálaráðherran- um Veselin Bliznakov. Stærri ríkin skoða málið Teikn eru á lofti um að þau ríki sem hafa stærri herafla í Írak séu einnig að hugleiða að rifa seglin. Tony Blair forsætisráðherra hefur raunar ávallt haldið því fram að vera breskra hermanna í landinu sé ekki háð skilgreindum tímamörkum heldur fari þeir heim þegar Írakar séu reiðubúnir að taka við. Hins vegar gaf John Reid varnarmála- ráðherra í skyn í síðasta mánuði að brottflutningurinn gæti hafist snemma á næsta ári. Suður-Kóreumenn hyggjast flytja að minnsta kosti þriðjung her- manna sinna við Persaflóa heim á fyrri helmingi ársins 2006 og Ítalir, sem halda úti 2.800 manna herliði á þessum slóðum, munu ákveða sig á næstu vikum. Ríkisstjórn Silvios Berlusconi liggur undir miklum þrýstingi frá almenningi um að kalla hermennina heim og hann hefur sagt að þeir verði fluttir í 300 manna kippum í samræmi við óskir Írakanna sjálfra. 1.400 pólskir hermenn eru í Írak við löggæslu- og þjálfunarstörf. Í janúar á þessu ári ákvað þáverandi ríkisstjórn landsins að þeir yrðu kallaðir heim og núverandi ríkis- stjórn hægriflokka tekur ákvörðun um hvort því verði fylgt eftir um miðjan þennan mánuð. Bush á í vök að verjast Ræða Bush Bandaríkjaforsteta í flotaskólanum í Annapolis er athyglisverð í þessu ljósi. Fátt nýtt kom fram í henni heldur tíndi hann þar fram helstu rökin fyrir áframhaldandi hersetu til að sann- færa þjóð sína um að skýr stefna lægi henni að baki. Könnun CNN sýnir að sex af hverjum tíu Bandaríkjamönn- um eru ennþá þeirrar skoðunar að bandaríski herinn eigi ekki að snúa heim fyrr en hann hefur lokið verkefnum sínum. Hins vegar telur meirihluti þjóðarinn- ar að forsetinn hafi ekki haldið vel á spöðunum í Írak og að hann hafi enga lausn á hvernig ná beri fram sigri. Yfir tvö þúsund banda- rískir hermenn hafa fallið í átök- um í landinu og eftir því sem þeim fjölgar dvínar stuðningur þjóðar- innar við hersetuna. Á HEIMLEIÐ Úkraínumenn eru í hópi þeirra þjóða sem huga að brottflutningi herliðs síns frá Írak en útlit er fyrir að allir 876 úkraínsku hermennirnir í landinu verði komnir heim á gamlársdag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fjarar undan bandalagi viljugra Tollgæslan gerði nýlega upptækt um hálft tonn af hráu kjöti sem reynt var að smygla til landsins. Samkvæmt lögum um matvæli verður að gæta að ýmsu varðandi meðhöndlun þeirra. Hvaða leyfi þarf til kjötinnflutnings? Þeir sem ætla að flytja inn matvæli þurfa að tilkynna það til fyrirtækjaskrár og hafa starfsleyfi frá viðkomandi eftirlitsaðila. Einnig þarf að hafa tilskilda þekkingu á meðferð matvælanna. Hvað þarf sérstaklega að hafa í huga varðandi innflutning matvæla? Að nákvæm vörulýsing liggi fyrir, en þannig má tryggja rekjanleika mat- vælanna og að þau uppfylli íslenskar reglugerðir svo sem hvað varðar merk- ingar, aukefni og annað. Einnig þarf upp- lýsingar um að birgir og/eða framleið- andi matvælanna uppfylli að minnsta kosti sömu kröfur og gerðar eru til sam- svarandi fyrirtækja á Íslandi. Má taka með sér ósoðna kjötvöru til landsins? Innflutningur á ósoðnum kjötvörum, svo sem reyktu svínslæri, svínahrygg og beik- oni er bannaður. Hver eru viðurlög við brotum á regl- um um innflutning á matvælum? Ef brotið er gegn þeim lögum sem varða innflutning á matvælum skal sá seki greiða allan kostnað sem af brotinu hlýst. Einnig má búast við sektum. FBL GREINING: FROSIN MATVÆLI Þekking á meðferð matvæla verður að vera til staðar Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, kom með þá hugmynd á karlaráðstefnu um jafnréttismál sem haldin var á vegum félagsmálaráðuneytisins að Kennaraháskóli Íslands myndi taka upp kynjakvóta í þeirri viðleitni að fjölga karlkynsnemendum. Hvað áttu við? Þorri leik- og grunnskólakennara eru konur. Um 96 prósent leikskólakennara og yfir 80 prósent grunnskólakennara eru konur. Einungis 18 prósent nemenda við Kennaraháskólann eru karlar og rúmlega hundrað körlum var vísað frá grunnnámi í ár. Í mínum huga er lykilatriði að fjölga körlum í kennarastétt þar sem helmingur nemenda í leik og grunnskólum eru drengir. Er einhver fyrirmynd fyrir þessu? Þetta er mjög þekkt umræða í Bandaríkjunum þar sem svokallaðri jákvæðri mismunun er beitt til að auka fjölbreytni innan skólanna. Er þetta raunhæft? KHÍ býr við þá góðu stöðu að fá fjöldann allan af hæfum umsækjendum sem þeir þurfa að vísa frá. Í slíkum tilvikum er ekki óeðlilegt að skóli hafi jafnréttissinnaða inntökustefnu. SPURT & SVARAÐ KYNJAKVÓTI Í KENNARANÁMI Fjöldi keisaraskurða á landinu 1970 127 1980 335 1990 563 2000 763 2004 694 Heimild: Landlæknisembættið 20 04 19 80 19 90 20 00 19 70 127 763 563 335 694 > Fjöldi keisaraskurða á landinu Heimild: Landlæknisembættið Svona erum við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.