Fréttablaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 70
5. desember 2005 MÁNUDAGUR44
SELDAR EIGNIR Á
AKUREYRI
*þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins.
30
25
20
15
10
5
0
FJÖLDI
11/11-
17/11
22
21/10-
27/10
14
28/10-
3/11
16
4/11-
10/11
20
SPURNING
VIKUNNAR
á fasteignavef Visis
33,3%
SPURNING SÍÐUSTU VIKU:
Þarf að taka til í geymslunni
þinni?
Ætlarðu í stór-
framkvæmdir fyrir
jólin?
66,7%Já
?
Nei
„Ég held að draumahúsið mitt sé
bara húsið sem ég bý í,“ segir Kol-
brún Anna Björnsdóttir leikkona.
„Það er í Kópavogi og við erum
í miðju kafi að gera það upp og
smátt og smátt að gera það eins
og við viljum hafa það. Mér finnst
alveg frábært að stússa í því að
gera upp hús og sjá svo draum-
inn verða að veruleika.“ Kolbrún
segir að þau hjónin hafi fallið fyrir
húsinu vegna þess hversu bjart
var þar inni. „Við höfum verið að
breyta því smátt og smátt eftir
okkar höfði, gera hluti eins og
að skipta út teppi fyrir parket og
gera upp litla garðstofu sem var
alveg að hrynja. Næst á dagskrá
er að skipta um eldhús.“ Húsið
hennar Kolbrúnar á sér sína sögu.
„Árið 1942 var það sumarbú-
staður og svo hefur verið byggt
við það síðan þar til 1989 þegar
síðasta viðbygggingin var gerð.
Húsið hefur því farið stækkandi
eftir þörfum fjölskyldanna sem
hafa búið í því og nú hentar það
okkur ákaflega vel.“ En þetta er
ekki eina draumahúsið hennar
Kolbrúnar. „Mig dreymir líka um
annað hús þar sem mig langar
til að stofna skóla sem væri
grunnskóli með áherslu á allar
listgreinar. Mig dreymir um að
finna húsnæði fyrir þann skóla og
drífa í að stofna hann.“
DRAUMAHÚSIÐ MITT KOLBRÚN ANNA BJÖRNSDÓTTIR
Í miðju kafi að búa það til
Öskjuhlíðarskóli var stofnaður 1961 og hét þá Höfðaskóli. Hann hlaut núver-
andi nafn sitt 1975 er starfsemin var flutt í Suðurhlíð í fyrsta hluta nýrrar
skólabyggingar. 1987 var annar hluti skólans opnaður en í bígerð er þriðji
og síðasti hlutinn og á hann meðal annars að hýsa íþróttasal, aðstöðu til
sjúkraþjálfunar og læknaaðstöðu. Ormar Þór Guðmundsson og Örnólfur Hall
eiga heiðurinn að teikningu Öskjuhlíðarskóla.
ÖSKJUHLÍÐARSKÓLI
Hólmavík, Hellissandur, Þórs-
höfn og Djúpivogur eru þorp
með nánast sama fólksfjölda.
Milli 380 og 390 íbúar voru skráð-
ir á Hólmavík, Hellissandi, Þórs-
höfn og á Djúpavogi þegar síðasta
manntal var gert. Þetta bendir
hinn ágæti netmiðill www.strandir.
is á. Hann vekur líka athygli á því
að veruleg líkindi séu með þremur
þessara þorpa, það er Hólmavík,
Djúpavogi og Þórshöfn. Þar hafi
fólki fækkað talsvert á síðustu
átta árum, sveitarfélögin saman-
standi af þorpi og dreifbýli í kring
og allnokkur spotti sé í næsta þétt-
býlisstað. Reyndar gengur hann
svo langt að stinga upp á að þessir
þrír staðir taki upp stjórnmála-
samband og reyni að læra hver af
öðrum, bæði því sem vel gengur
og miður hefur farið.
Þorp og
dreifbýli
18/11 -
24/11
18
Frá Djúpavogi.