Fréttablaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 16
5. desember 2005 MÁNUDAGUR16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Félagarnir Haraldur og Ólafur
Ólafssynir sem róa á Þyt EA 96
frá Árskógssandi fengu sannkall-
aða risalúðu í þorsknetið á dögun-
um. Vó hún heil 217 kíló og er með
stærstu lúðum sem dregnar hafa
verið á land.
„Hún var næstum dauð þegar
hún kom upp og spriklaði því ekk-
ert sem betur fer. Annars hefðum
við sennilega ekki náð henni,“
segir Haraldur Ólafsson skip-
stjóri. Lúðan kom í eitt fimmtíu
þorskneta Þyts og var það lagt
undan Hvanndalabjörgum vestan
Ólafsfjarðar. „Við vorum að draga
á spilinu þegar hún kom upp og
settum í hana haka og svo spotta
svo hún slyppi nú örugglega ekki.
Það voru engin vandræði að ná
henni um borð.“
Þótt Haraldur sé aðeins 25 ára
hefur hann stundað sjóinn í rúm
tíu ár, byrjaði fjórtán ára á hálf-
um hlut á rækjubát með pabba
sínum. Aldrei fyrr hefur hann
veitt jafn stóran fisk en einstaka
smáhveli hefur slæðst í netin hjá
honum í gegnum árin. „Þetta ger-
ist einu sinni á ævinni, menn eru
virkilega heppnir ef þeir fá svona
feng,“ segir Haraldur ánægður
með lúðuna stóru.
Hann segir annars að rólegt
hafi verið á miðunum að undan-
förnu, þeir félagar hafi fengið um
tonn á dag í netin fimmtíu sem sé
ágætt þegar tveir eru á.
- bþs
HARALDUR ÓLAFSSON OG RISALÚÐAN Hún var seld á Fiskmarkaði Dalvíkur á tæpar 86
þúsund krónur eða 395 krónur kílóið.
Skipverjarnir á Þyt EA 96 frá Árskógssandi fengu risalúðu í þorsknetið:
Gerist einu sinni á ævinni
Íslenska er lifandi tungumál og
sífellt bætist í hóp orða hennar,
rétt eins og íslensku þjóðinni
bætast þegnar hvaðanæva að,
en breytingar á málinu eru alltaf
umdeildar. Sem dæmi má nefna
orð eins og graffiti, sem oft
hefur verið kallað veggjakrot
á íslensku. Síðarnefnda orðið
hefur ekki yfir sér nákvæmlega
sama blæ eða endilega sömu
merkingu í öllum tilfellum, en
leysir þann vanda að graffiti
fellur engan veginn að íslensku
máli. Vegglistamennirnir,
krotararnir, tala gjarnan um að
spreyja, sem fellur ágætlega
að málinu þó að sumum
finnist kauðslegt að nota ekki
frekar orðið úði yfir spray.
Þannig er hin eilífa togstreita
breytinganna, sumum finnst
máltilfinningu sífellt fara
hrakandi en aðrir kvarta sáran
yfir umvöndunum sem þeim
finnst forneskjulegar. Það
er sjálfsagt að leyfa málinu
að þróast, enda verður hver
kynslóð að fá að móta það
eftir sínum eigin þörfum.
Þannig helst íslenskan lifandi
og við getum verið stolt af
tungumálinu okkar.
magnus@frettabladid.is
Ástkæra ylhýra
Hvenær verða
orðin íslensk?
„Það skiptast á skin og skúrir, bæði
gleði og sorg. Maður reynir að horfa
á aðventuljósin á þessum tíma þar
sem við fáum að minnast þess að
ljós er borið í heiminn til að lýsa
okkur leiðina heim,“ segir Sigurbjörn
Þorkelsson, rithöfundur, bænaskáld
og framkvæmdastjóri Laugarneskirkju.
Sigurbjörn reynir að sinna ritstörfum
daglega og þykir honum gott að
sameina þau starfi sínu í kirkjunni.
Mikið líf er í kirkjum landsins á
þessum árstíma. „Það er afskaplega
góð mæting en þetta er þó ekki bara
dans á rósum þegar koma jól og
margir eiga um sárt að binda,“ segir
Sigurbjörn sem glímir þessa dagana
við ljóðatexta en síðast gaf hann út
bænabókina, Í skugga vængja þinna,
sem kom út í lok janúar á þessu ári.
Bænir eru Sigurbirni mjög hugleiknar
og biður hann á hverjum degi. „Þessar
bænir mínar eru samtal við guð
en ljóðin mín eru frekar samtal við
fólk,“ útskýrir Sigurbjörn sem hefur
hafið jólaundirbúning eins og margir
aðrir. „Það lendir nú reyndar frekar á
konunni minni Laufeyju en ég fæ að
fylgjast með,“ segir Sigurbjörn kíminn
en honum finnst eiginkonu sinni farast
skreytingarnar betur úr hendi þó hann
hafi töluverðan áhuga á þeim sjálfur.
„Við erum búin að kveikja bæði á
spádómskertinu og Betlehemskertinu
á aðventukransinum og syngjum
með,“ segir Sigurbjörn að lokum.
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SIGURBJÖRN ÞORKELSSON RITHÖFUNDUR
Ljóðin eru samtal við fólk
Jólasýning Árbæjarsafns
hefur notið mikilla
vinsælda undanfarin ár.
Þar geta ungir og aldnir
rölt milli húsa og fylgst með
undirbúningi jólanna eins
og hann var í gamla daga.
Í Árbænum sitja fullorðnir og
börn með vasahnífa og skera út
laufabrauð en uppi á baðstofuloftinu
er spunnið, prjónað og saumaðir
roðskór. Við hlið kvennanna
stendur jólatré vafið lyngi.
Það var sannkölluð jólastemning í
Árbæjarsafni í gær þegar gestum
og gangandi gafst kostur á að
líta gamaldags jólaundirbúning
í Árbæjarsafni. Þetta var fyrri
af tveimur sunnudögum þar
sem boðið er upp á sérstaka
jólasýningu í safninu en það
verður einnig opið næstkomandi
sunnudag milli klukkan 13.00 og
17.00. Þá geta börn og fullorðnir
föndrað í Kornhúsinu auk þess
sem sýnt verður hvernig fólk
bjó til tólgarkerti og kóngakerti
í gamla daga. Gestir geta einnig
fengið keim af sönnu bragði
jólanna með því að gæða sér á
nýsoðnu hangiketi.
Jólin koma í Árbæjarsafn
FALLEGT SKÓTAU Saumaðir voru roðskór á
Baðstofuloftinu.
SKORIÐ Í LAUFABRAUÐ Í Árbænum var
skorið í laufabrauð með vasahnífum.
LAGIN Í HÖNDUNUM Eldri kona saumar
fallega roðskó fyrir jólin
SPUNNIÐ ÚR ULL Eitt af því sem þarf að gera fyrir jólin er að spinna ull til að unnt verði að
prjóna sokkaplögg sem hægt verður að klæðast í kuldanum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
JÓLATRÉ Á baðstofuloftinu mátti líta
gamaldags jólatré vafið lyngi.
Kæruleysi
„Það hafa allir svo mikið
að gera og unga fólkið er
kærulaust. Fólk hafði meiri
tíma áður og það voru meiri
samskipti milli fólks.“
RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR
Á 100 ÁRA AFMÆLI SÍNU,
MORGUNBLAÐINU.
Skólaband
„Hljómsveitin var í byrjun
hugsuð sem hálfgildings
skólaband og okkar helstu
áhangendur voru þeir sem
voru samskóla okkur.“
EGILL ÓLAFSSON UM UPPHAF
STUÐMANNA, MORGUNBLAÐINU.
Skólastjórar
skutu á fundi
Helmingur
barna í
Fellunum
nýbúi
Fjölmenningarsamfélagið staðreynd í Breiðholti
DV2x15 4.12.2005 19:48 Page 1