Fréttablaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 4
4 5. desember 2005 MÁNUDAGUR Frakki myrtur Franskur ferðamaður var skotinn til bana í Afríkuríkinu Níger á föstudag. Frönsk yfirvöld staðfestu þetta á laugardag. Ekki er vitað hvort ræningjahópar sem sitja um ferða- langa til sveita víða í Níger beri ábyrgð á ódæðinu, og frönsk stjórnvöld gáfu engar frekari skýringar. NÍGER GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 2.12.2005 Gengisvísitala krónunnar 63,51 63,81 109,76 110,3 74,33 74,75 9,973 10,031 9,38 9,436 7,883 7,929 0,5258 0,5288 90,12 90,66 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 105,105 IÐNAÐUR Borverk Kárahnjúk- avirkjunar er nú rúmum tveim- ur mánuðum á eftir áætlun, að mati Sigurðar Arnalds, upplýs- ingafulltrúa virkjunarinnar hjá Landsvirkjun. Hann segir tvær leiðir helstar í stöðunni til að vinna upp glataðan tíma. „Staðan er þannig að bor eitt hægði á sér tímabundið, hann er að fara í gegnum misgengi sem er nú ekkert mjög alvarlegt, en ligg- ur skáhallt á göngin,“ segir hann en bætir við að framundan sé hagstæðara berg. „Í sjálfu sér er ekkert erfitt að bora, en það þarf að styrkja jafnóðum fyrir aftan borinn og það tefur. En þetta er nú bara eðlileg töf.“ Sigurður segir mjög erfitt að kortleggja misgengi sem þessi. „Borarnir eru þarna á 150 til 250 metra dýpi.“ Sigurður bendir á að bor númer tvö sé kominn í ágætis- berg og herði skriðið, en á þriðju- dag fór hann 40 metra á einum degi. „Sem er mikið meira en meðalaf- köst sem eru 25 metrar og er í ágætis- bergi. Bor þrjú er svo í samsetningu inni í fjall- inu, búið að snúa honum við og reiknað með að hann fari í gang eftir svona tvær vikur.“ Sigurður segir ýmsar leiðir færar til að vinna upp töfina, en helst sé horft til tveggja. „Einfald- ast er bara að bora hraðar, en hin er að vinna að fráganginum sam- hliða borun. Það er verið að skoða leiðir til þess og er í rauninni að einhverju leyti byrjað.“ Hann segir að Landsvirkjun hafi ekki viljað spá nákæmlega fyrir um lok verksins, fyrr en málin skýr- ist að áliðnum vetri. „En þetta snýst fyrst og fremst um gang- setningu á virkjuninni, fyrstu vél, í apríl 2007, en svo er náttúrlega hin merkilega dagsetningin þegar öll virkjunin er komin í gagnið, en þar er stefnt á október 2007.“ Sigurður segir viðræður Lands- virkjunar við Impregilo vegna mögulegra viðbótargreiðslna til verktakans enn á byrjunar- stigi, en fyrirtækið kann að eiga á þeim rétt vegna tafa sem orðið hafa af vatnsaga í göngum og mis- gengjanna. Viðbótargreiðsla gæti numið milljörðum. Þá óskaði Landsvirkjun nú um mánaðamótin eftir tilboðum í fjóra verkþætti Hraunaveitu og Ufsarstíflu Kárahnjúkavirkjunar, sem öllum á að ljúka á árinu 2008. Þar er um að ræða lokubúnað og stálfóðringu fyrir Hraunaveitu og Ufsarstíflu og svo vegna gerð- ar Ufsarstíflu og stíflu, ganga og skurða vegna Hraunaveitu. olikr@frettabladid.is Tveir af þremur borum óstarfhæfir Misgengi í jarðlögum hefur tafið borun jarðganga Kárahnjúkavirkjunar. Verkið er rúmum tveimur mánuðum á eftir áætlun. Landsvirkjun segir hægt að vinna upp tafirnar, en gangsetja á fyrstu vél virkjunarinnar í apríl 2007. EKIÐ INN Í GÖNG Í FLJÓTSDAL Borverk Kárahnjúkavirkjunar hefur tafist nokkuð vegna mis- gengja í jarðlögum, en ofanjarðar ræður árstími og tíðarfar för. Á vef virkjunarinnar kemur fram að í síðustu viku hafi náðst að bæta ögn við fyllingarefni í Kárahnjúkastíflu og steypa auk þess tæplega 1.500 fermetra af vatnskápu stíflunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SIGURÐUR ARNALDS Upplýsingafulltrúi Kárahnjúkavirkjunar hjá Landsvirkjun. Ölvunarakstur á Akureyri Tveir voru teknir í miðbæ Akureyrar grun- aðir um ölvunarakstur á aðfaranótt laugardags. Reyndust báðir lítillega yfir áfengismörkunum. Aðrir tveir voru teknir réttindalausir á bíl. Annar hafði gleymt að endurnýja skírteinið en hinn hafði hvorki réttindi né aldur til þess að aka bíl. EINGREIÐSLA „Þetta er skattlagt eftir þeim reglum sem gilda um alla,“ segir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra um frétt Fréttablaðsins í gær þar sem fram kemur að fjöldi aldraðra og öryrkja fái lítið sem ekkert til ráð- stöfunar af þeim 26 þúsund krón- um sem stjórnvöld höfðu heitið í samræmi við samninga á almenna vinnumarkaðnum. Ástæðan er sú að greiðslan er bæði skattlögð og skert vegna tekna og annarra skerðingarákvæða. Jón segir sömu reglur gilda um alla sem fái þessa eingreiðslu og breyta hefði þurft skattalögum ef útkoman ætti að vera önnur. Hann vildi ekki tjá sig um þann útreikn- ing Péturs Guðmundssonar, verk- fræðings og fulltrúa í starfshópi sem fjallað hefur um kjör aldr- aðra, að ríkið fái 650 milljónir í skatta af eingreiðslunni. „Ég hef ekki fengið þess- ar tölur upp á borðið og þarf að láta athuga það betur,“ segir Jón. Hann segir að það heyri ekki undir hans ráðuneyti að breyta lögum um skatta. Hann segir samt sem áður nauðsynlegt að skoða málið betur enda sé fram- undan fundur samráðsnefndar ríkisstjórnarinnar og aldraðra þar sem þessi mál verði meðal annars rædd. - sgi Heilbrigðisráðherra um 26 þúsund eingreiðslu til aldrara og öryrkja: Sama reglan gildir um alla EITT GENGUR YFIR ALLA Heilbrigðisráðherra segir að breyta hefði þurft skattalögum til að uppbót til aldraðra og öryrkja skilaði sér betur. Hins vegar heyri það ekki undir hans ráðuneyti að breyta lögum. LÖGREGLUFRÉTTIR LEITAÐ AÐ LÆGSTA FARGJALDINU Vef Dohop er að finna á slóðinni www.dohop.is. UPPLÝSINGATÆKNI Á fréttavef CNN er að finna umfjöllun um íslenska fyrirtækið Dohop, sem rekur leit- arvél yfir lággjaldaflugfélög á netinu. Á vef Dohop er hægt að leita að ferðum hjá fjölda flugfélaga í einu, en stofnandi fyrirtækisins, Frosti Sigurjónsson, hóf að þróa leitarvélina þegar hann komst að því að fara þyrfti inn á vef hvers flugfélags í leit að fargjöldum. „Og áður en maður veit af eru liðnir klukkutímar við skjáinn og kannski engin lausn fundin,“ segir Frosti á vef Dohop. Í umfjöllun CNN kemur fram að lággjaldaflugfélög starfi síður með stærri endurseljendum flugferða og því séu áætlanir þeirra síður að finna í stærri farmiðavefjum. Á vef Dohop eru nú upplýsing- ar frá 80 lággjaldaflugfélögum í Evrópu, auk upplýsinga um hótel og bílaleigubíla. Notkun er ókeyp- is en fyrirtækið hefur tekjur af auglýsingasölu. - óká CNN fjallar um Dohop: Íslenskur vefur vekur athygli SVÍÞJÓÐ Embættismaðurinn, sem var á vakt í sænska utanríkisráðu- neytinu þegar fréttirnar um flóð- bylgjuna í Indlandshafi bárust á annan dag jóla í fyrra, hefur fengið uppreisn æru. Á fréttavef Expressen kom fram í gær að Kerstin Melén var sú fyrsta til að fá fréttirnar. Hún lét yfirmann sinn strax vita og fékk þau svör að hún ætti ekki að vera svona móðursjúk. Í úttekt sem gerð var á slælegum viðbrögðum sænsku ríkisstjórnar- innar og stjórnsýslunnar fær Ker- stin mikið hrós en ríkisstjórnin er gagnrýnd harðlega fyrir sofanda- hátt og sein viðbrögð. - ghs Hetja í sænsku ráðuneyti: Vænd um móðursýki BAGDAD, AP Pat Kember, eiginkona Normans Kember, 74 ára, sem haldið er í gíslingu í Írak ásamt þremur félögum sínum, biðlaði til mannræningjanna á arabísku sjónvarpsstöðinni al-Jazeera í gær. Hún sagði að maður sinn hefði einungis verið í Írak til að aðstoða bágstadda og því yrðu þeir að þyrma lífi hans. Fjórmenningunum var rænt í síðustu viku í Bagdad þar sem þeir voru við störf á vegum kristinna hjálparsamtaka. Mann- ræningjarnir segjast taka gíslana af lífi verði íraskir fangar ekki látnir lausir úr haldi fyrir 8. desember. Eiginkona bresks gísls: Bað eigimanni sínum griða BIÐLAÐ TIL MANNRÆNINGJANNA Kember talaði á ensku en lesið var yfir mál hennar á arabísku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Þrír í gæsluvarðhaldi Tvö nokkuð stór en aðskilin fíknefnamál komu upp á Akureyri fyrir helgi. Í öðru málinu náði lögreglan einu kílói af marjúana. Tveir voru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram á miðvikudag. Öðrum var þó sleppt um miðjan dag í gær. Þriðji maðurinn var síðan úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag. Rannsókn málsins er á frumstigi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.