Fréttablaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 90
 5. desember 2005 MÁNUDAGUR46 FÓTBOLTI CSKA Moskva náði frábærum árangri á síðustu leiktíð eftir að hafa gengið í gegnum mikla uppstokkun á leikmannahópnum árið áður. Liðið fékk meðal annars til sín þrjá brasilíska leikmenn - Dudu, Vagner Love og síðast en ekki síst Daniel Carvalho. Sá síðastnefndi átti að öðrum ólöstuðum stærstan þátt í að liðið vann þrefaldan sigur á síðasta tímabili, rússnesku deildar- og bikarkeppnina og Evrópukeppni félagsliða. „Carvalho átti stórkostlegt tímabil og ég tel það hneyksli að hann skuli ekki hafa verið á listanum yfir þá fimmtíu sem komu til greina sem knattspyrnumaður Evrópu. Hann var besti leikmaður Evrópukeppni félagsliða og spilaði vel í öllum leikjunum í Rússlandi,“ segir Valeri Gazzaev, þjálfari CSKA. Hinn 22 ára gamli Carvalho kom til CSKA í febrúar árið 2004 en var meira og minna meiddur fyrstu tíu mánuðina sem hann var hjá félaginu. Rússnesk knattspyrna hefur verið á mikilli uppleið síðustu ár og hefur fjárstreymið aukist til muna eftir að þarlendir auðkýfingar fengu skyndilega mikinn áhuga á því að setja peninga í félögin. Carvalho var einn af fyrstu erlendu leikmönnunum sem komu til Rússlands, enda var honum tjáð að CSKA ætlaði sér að ná langt í Evrópu á næstu árum. Það gekk eftir um leið og hann náði sér af meiðslunum og héldu honum engin bönd á síðasta ári. „Hann er einn af fáum leikmönnum í heiminum sem geta búið til hluti úr engu. Einstaklega skynsamur leikmaður,“ segir Vladimir Fedorov, fyrrverandi leikmaður CSKA og núverandi goðsögn hjá félaginu. Carvalho er hinn týpíski brasilíski leikstjórnandi, með stórkostlegt vald á boltanum, mikla yfirsýn og magnaða skot- og sendingatækni. Frammistaða hans með CSKA í fyrra vakti að sjálfsögðu áhuga „stærri“ liða í Evrópu en Gassaev segir ekki koma til greina að selja hann, sama hvaða upphæð sé í boði. „Okkar markmið er að njóta velgengni í meistaradeildinni um ókomin ár svo að það væri fráleitt af okkur að selja bestu leikmenn liðsins,“ segir hann. - vig Sá langbesti í Rússlandi Daniel Carvalho er brasilískur leikmaður sem er allt í öllu í liði CSKA Moskvu, yfirburðaliði rússnesku knattspyrnunnar. Þrátt fyrir að stærri lið í Evrópu hafi sýnt Carvalho mikinn áhuga ætla forráðamenn CSKA ekki að sleppa honum. DANIEL CARVALHO Hefur spilað nokkra landsleiki fyrir Brasilíu en er sem stendur á eftir ofurstjörnum liðsins í goggunarröðinni. KÖRFUBOLTI Það var sigurviljinn sem skilaði Keflvíkingum góðum 93-97 útisigri á Fjölni í Grafarvoginum í Iceland Express-deild karla í gær. Sá sigurvilji gerði fyrst vart við sig í síðasta leikhluta leiksins en fram að þeim tíma höfðu gestirnir átt á brattann að sækja lengst af. Sigurinn hefði getað fallið hvorum megin sem var á lokamínútunum en á endanum var það munurinn á reynslu liðanna sem vó þyngst og svo fór að gestirnir höfðu að lokum nauman sigur. Það var mikið jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik en Keflavík var ávallt skrefinu á undan í 1. leikhluta. Heimamenn í Fjölni náðu þó að saxa á forystu gestanna í lok fyrsta leikhluta og í 2. leikhluta náðu þeir undirtökunum þar sem Magnús Pálsson fór hamförum og skoraði alls 12 stig eftir að hafa verið stigalaus í 1. leikhluta. Svo fór að Fjölnir hafði fimm stiga forystu, 46-41, þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik. Svo virtist sem að Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, hefði lesið rækilega yfir hausamottunum á lærisveinum sínum í hálfleik því gestirnir komu mjög grimmir til leiks í 3. leikhluta, skoruðu fyrstu sjö stigin og náðu forystu, 46-48. En sá sprettur fjaraði fljótt út og sveiflurnar héldu áfram. Hörður A. Vilhjálmsson fann leiðina að körfunni fyrir Fjölni og skoraði þrjár þriggja-stiga körfur í fjórðungnum. Fjölnir náði mest 10 stiga forystu en góður leikkafli Keflavíkur undir lok fjórðungsins hélt þeim áfram inni í leiknum og staðan fyrir síðasta fjórðunginn var 69-64, Fjölni í vil. En Keflvíkingar voru ekki á þeim buxunum að leggja árar í bát því þeir komu mjög grimmir til leiks í 4. leikhluta og náðu fljótlega fimm stiga forskoti. Heimamenn náðu reyndar að vinna það upp og komast yfir, 90-89, þegar skammt var eftir. En taugar Keflavíkinga reyndust sterkari á endanum, þeir náðu forystu á ný og 93-97 því staðreynd. Fred Hooks var stigahæstur hjá Fjölni með 26 stig en næstur kom Nemjana Sovic með 23. Þá var Hörður A. Vilhjálmsson mjög öflugur og skoraði 17 stig. Hjá Keflavík dreifðist stigaskorunin mun meira en stigahæstir voru þeir AJ Moey með 18 stig og Gunnar Einarsson með 16. - egm, - vig Heil umferð fór fram í Iceland Express-deild karla í gærkvöldi: Meiri sigurvilji hjá Keflavík HEITUR Hörður A. Vilhjálmsson hjá Fjölni átti fínan leik í gær en hann dugði þó ekki til sigurs á Keflavík. Iceland Express-deild kvk: GRINDAVÍK-HAUKAR 72-83 Iceland Express-deild kk: FJÖLNIR-KEFLAVÍK 93-97 HAUKAR-ÍR 75-77 ÞÓR AK.-HAMAR/SELFOSS 88-89 KR-SNÆFELL 74-70 NJARÐVÍK-GRINDAVÍK 105-106 SKALLAGRÍMUR-HÖTTUR 110-77 Evrópukeppnin í handbolta: Meistaradeildin, 16-liða úrslit - fyrri leikir: KOLDING-CELJE LASKO. 33-34 MAGDEBURG-BARCELONA 24-26 RK ZAGREB-FLENSBURG 25-23 PARIS-KIEL. 21-28 Ev. bikarhafa, 16-liða úrslit - fyrri leikir: WISLA PLOCK-SKJERN 30-32 Vignir Svavarsson skoraði 6 mörk fyrir Skjern en þeir Vilhjálmur Halldórsson og Jón Þorbjörn Jóhannsson komust ekki á blað. ÚRSLIT GÆRDAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.