Fréttablaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 5. desember 2005
RÁÐ frá Rakel
RAKEL ÁRNADÓTTIR FÓÐRAR VEGGI
Það er hægt að fóðra hjá sér veggina
á ýmsan hátt og margar veggfóðurs-
gerðir í boði. Flestir halda eflaust að
nóg sé að ákveða liti og munstur
þegar velja á veggfóður. Málið er ekki
svona einfalt því fjölmargar gerðir eru
á markaðnum, en hér verða nefndar
þær helstu.
Umhverfisvænt veggfóður er unnið
úr óbleiktum pappa og ofnæmispróf-
uðum litum og lími, sem hentar fólki
með ofnæmi eða astma. Gallarnir
eru að veggfóðrið er dýrt og ekki er
alltaf yfirborð til hlífðar, þannig að það
drekkur í sig óhreinindi og slitnar.
Sumt veggfóður er úr trefjum. Í stað
þess að vera ofið eru þræðirnir press-
aðir saman undir miklum þrýstingi. Úr
verður efni með tauáferð sem líkist
flaueli. Auðvelt er að setja það upp og
það hrindir frá sér óhreinindum.
Venjulegt pappírsveggfóður er vin-
sælast og ræður mikið úrval lita og
munstra líklega mestu. Verðið er breyti-
legt og er auðvelt að láta freistast af
því ódýrasta, en gætið að ykkur. Gæði
geta borgað sig. Pappírinn er misjafn-
lega slitsterkur og göt myndast á
sumar tegundir við minnsta hnjask.
Pappírinn þolir ekki alltaf að þurrk-
að sé af með rökum klúti og getur
því verið erfitt að halda veggfóðrinu
hreinu.
Ofið veggfóður er helst úr líni eða
viskós. Það hefur fallega og sterka
sjónræna áferð með flóknum og
fáguðum ofnum munstrum, sem geta
gert kröfur til þess að húsgögn séu í
stíl. Það er dýrt, safnar auðveldlega í
sig ryki og þarf að ryksuga.
Ofangreint veggfóður, þ.e. trefja-,
pappírs- og tauveggfóður, er stund-
um húðað með þunnri vínylfilmu
eða unnið með fljótandi akrýlefnum
sem gerir það sterkara þannig að það
hrindir frá sér raka og fitu jafnframt því
að „anda“.
Ekki má gleyma vínylveggfóðri.
Það er slétt, þétt og slitsterkt. Það
er því fínt í ganga og eldhús, en þó
einkum fyrir barnafjölskyldur. Úrval
munsturs og lita er mikið. Auðvelt er
að leggja það á óslétta veggi vegna
þess hve þykkt það er, sem getur líka
verið galli vegna þess að þá ná vegg-
irnir ekki að „anda“. Auðvelt er þrífa
það og það hentar vel í baðherbergi
þar sem raki er mikill.
Veggfóður og veggfóður
1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8
Alla þriðjudaga
til fimmtudaga
PGV ehf. ı Bæjarhrauni 6 ı 220 Hafnafjörður ı Sími: 564 6080 ı Fax: 564 6081 ı www.pgv.is