Fréttablaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 24
 5. desember 2005 MÁNUDAGUR24 Á meðan Íslendingar velta sér upp úr fullkomlega innihaldslausri umræðu kynjakvóta, tónlistarhúsa, byggða- styrkja, kjördæmapots og mataræðis þykir undirrituðum ljóst að önnur og veigameiri umræðuefni þurfi að taka upp þegar til lengri tíma er litið. Á meðan ríkir Vesturlandabú- ar telja sjálfum sér trú um að eigin gróði þýði annars tap og brennsla jarðefnaeldsneytis eigi að einskorð- ast við þá sem nú þegar hafa efnast þá banka fátæk lönd upp á og krefj- ast viðskiptafrelsis og tækifæris til að keppa óhindrað við franska bænd- ur og íslenska gúrkuframleiðendur. Áherslupunktar hinnar alþjóðlegu stjórnmálaumræðu eru ekki á því sem skiptir máli. Þeir eru á tilbúnum vandamálum verkefnalausra stjórn- málamanna, til dæmis loftslags- breytingum og nauð evrópskra og bandarískra bænda á ríkisstyrkjum. Líkfylgd velferðarkerfisins Eitt af málefnunum sem, að mati undirritaðs, með réttu eiga heima í kjarna umræðunnar er líkfylgd velferðarkerfisins. Hið evrópska velferðarkerfi er nú að hruni komið eftir áratugi af gríðarlegum fjár- þorsta samhliða hrörnandi þjónustu- getu og versnandi gæðum. Velferðar- kerfið hefur sýnt að það ræður ekki við sífellt hækkandi meðalaldur og auknar kröfur skattgreiðenda sem koma í kjölfar örrar tækniþróunar og vaxandi framboðs á hinum frjálsa markaði. Í mörgum löndum á meg- inlandi Evrópu og í Skandínavíu eru einstakir þættir velferðarkerfisins byrjaðir að skila sér aftur á mark- aðinn og sú þróun mun halda áfram. Mikilvægt er að tryggja að velferð- arkerfinu sé fylgt alla leið í gröfina og það takist að flýta þessari líkfylgd hratt og örugglega á áfangastað. Alþjóðavæðing hafta og reglugerða Annað málefni sem er sífellt að vaxa að mikilvægi er vörnin gegn alþjóða- væðingu reglugerða og hafta á frjáls millilandasamskipti og viðskipti. Kyoto-samkomulagið er áþreifan- legasta dæmið um þessa skelfilegu þróun. Hagvexti og lífsgæðum á að fórna á bál vafasamra heimsendas- pádóma og óraunsærra markmiða. Áætlaður kostnaður Kyoto-sam- komulagsins til ársins 2012 liggur á bilinu 500 til 1000 milljarðar evra, og bjartsýnustu áætlanir gera ráð fyrir að afleiðingarnar, ef einhverjar, verði heildarkólnun upp á um 0,02° C árið 2050, eða eitthvað sem mælist ekki einu sinni með nákvæmustu mælitækjum. Í leiðinni hverfa hundr- uð þúsundir starfa, eldsneytisverð rýkur upp þrátt fyrir nægt framboð þess og hagvöxtur á heimsvísu leitar niður á við. Allt þetta á víst að vera þess virði því annars gæti eitthvað gerst sem ekki hefur tekist að sýna fram á að muni gerast. Útbreiðsla kapítalismans Þriðja mikilvæga málefnið sem fær alltof lítið vægi í umræðunni er útbreiðsla kapítalisma til fátæk- ustu svæða heims. Evrópa og Norð- ur-Ameríka urðu rík með því að tileinka sér kapítalisma. Hundruð milljóna manna í Asíu hafa brotist út úr frumstæðum bændabýlum og stuttu lífshlaupi með því að taka upp kapítalisma og frjálsa versl- un. Chile stendur sem kapítalísk vin í annars sósíalískri eyðimörk Suður-Ameríku. Vestur-Þýska- land blómstraði á meðan Austur- Evrópa hrörnaði. Suður-Kórea er velmegandi samfélag kapítalisma á meðan Norður-Kórea er kúgað land fátæktar og hjarðhyggju. Tollamúrar og styrkir til iðngreina á Vesturlöndum þurfa að hverfa og franskir bændur þurfa að fara á hausinn og skipta um störf ef ætlunin er að útrýma fátækt og sultardauða þeirra fátækustu í heiminum. Árið 1985 tilnefndu Sameinuðu þjóðirnar 5. desember alþjóðleg- an dag sjálfboðaliða. Tilgangurinn var sá að vekja athygli á framlagi sjálfboðaliða í samfélaginu. Það er mismunandi eftir lönd- um og tíma hvernig sjálfboðin störf eru skilgreind. Nokkuð víð- tæk sátt er þó um þá skilgrein- ingu að sjálfboðin störf séu „störf í þágu annarra en sjálfra sín og nánustu ættingja“. Samkvæmt þeirri skilgreiningu flokkast t.a.m. blóðgjöf, starf með íþrótta- félögum, foreldrafélögum og starf með stjórnmálasamtökum undir sjálfboðin störf. Rauði krossinn er stærsta sjálfboðahreyfing í heimi. Rauði krossinn starfar í 183 löndum og starfa um það bil 100 milljón sjálfboðaliðar í hans nafni, enda er sjálfboðastarf eitt af grund- vallarmarkmiðum Rauða kross hreyfingarinnar. Án sjálfboðaliða væri enginn Rauði kross. Rauði kross Íslands var stofn- aður árið 1924 og hefur á þeim tíma sem liðinn er sífellt vaxið fiskur um hrygg og starfa nú margar deildir Rauða krossins vítt og breitt um landið. Af þeim er Reykjavíkurdeild eðlilega lang- samlega stærst og starfa um þess- ar mundir um 600 sjálfboðaliðar fyrir deildina. Hver þeirra vinnur að jafnaði 4 til 12 klukkustundir á mánuði. Ef við gefum okkur að hver og einn vinni 4 klukkustundir - sem er lægsti samnefnarinn - þá skila sjálfboðaliðar deildarinnar um 30 þúsund vinnustundum á ári. Meðal ársverk er talið vera um 1800 vinnustundir og því má segja að sjálfboðaliðar Reykja- víkurdeildar skili á bilinu 17 til 50 ársverkum í sjálfboðnu starfi. Skipulagning svo viðamikils starfs kallar á töluvert skrifstofu- og námskeiðahald og slíkt kostar eðlilega nokkra fjármuni. Í nið- urstöðum vandaðrar rannsóknar sem Steinunn Hrafnsdóttir, lektor í HÍ, vann árið 2002 fyrir Rauða kross Íslands, um mikilvægi sjálf- boðins starfs fyrir íslenskt sam- félag, kom meðal annars fram, að hver króna sem Rauði krossinn ver í sjálfboðið starf þrefald- ar gildi sitt, - og eru þá einungis efnahagsleg áhrif tekin með í reikninginn. Hjá Reykjavíkurdeild Rauða Krossins eru fjölmörg verkefni sem sjálfboðaliðar sinna. Má þar nefna: Símsvörun í Hjálparsíma Rauða Krossins 1717, heimsókna- þjónustu, starf með geðfötluðum, heimilislausum og í sölubúðum Rauða krossins. Sjálfboðaliðar deildarinnar starfa einnig að neyðarvörnum, sinna félags- starfi með ungum hreyfihömluð- um, fara í heimsóknir til fanga, starfa með flóttafólki og þannig mætti lengi telja. Stundum heyrast þær raddir að uppgangur sjálfboðahreyf- inga geti á vissan hátt verið ógn við velferðarkerfið. Sjálfboðin störf séu ekki eins markviss og skipuleg og opinber þjónusta og uppgangur sjálfboðahreyfinga geti orðið til þess að hið opinbera ætli sjálfboðasamtökum um of að sjá um faglega þjónustu og dragi sjálft úr þjónustunni. Því er til að svara að sjálfboð- in störf eru liðsauki en koma ekki í staðinn fyrir opinbera þjónustu. Reykjavíkurdeild aðstoðar t.d. útlensk börn við heimanám. Þessi börn hafa ekki sömu forsendur til þess að fá þessa aðstoð heima hjá sér og íslensk börn. Þarna er því er verið að veita þjónustu sem er utan við skyldur skólanna Sjálfboðahreyfingar geta einnig verið þrýstihópar á stjórn- völd. Það voru t.d. sjálfboðafélög sem stóðu að uppbyggingu fyrstu barnaheimila og elliheimila hér á landi. Verkefni sem opinber- ir aðilar tóku seinna við. Sjálf- boðahreyfingar eru kvikari og bregðast oft hraðar við en hið opinbera. Eitt af hlutverkum Rauða krossins er að sýna fram á þjón- ustuþörf og draga sig svo til baka og eftirláta hinu opinbera verk- efnið. Konukot, sem er athvarf fyrir heimilislausar konur, er nýjasta dæmið um það. Reykja- víkurdeild Rauða krossins kom því verkefni á laggirnar. Engin áform voru á þeim tíma innan Velferðarsviðs Reykjavíkur- borgar um að koma á fót slíku verkefni enda ekki talin þörf fyrir það. Þörfin reyndist þó svo sannarlega vera til staðar eins og gestakomur í húsið hafa sýnt fram á. Það hefur orðið til þess að Velferðarsvið Reykjavíkur- borgar hefur nú nýverið tekið þá ákvörðun að koma til móts við Reykjavíkurdeild um að auka þjónustu við þennan hóp. Undanfarin ár hefur Reykja- víkurdeild Rauða Krossins staðið fyrir uppákomum þann 5. desem- ber til að minna á alþjóðlegan dag sjálfboðaliða. Laugarásbíó býður öllum börnum í bíó sem staðið hafa fyrir tombólu á árinu til styrktar Rauða krossinum. Opið hús er í húsnæði Reykjavík- urdeildar kl. 17 til 19. Þar gefst sjálfboðaliðum tækifæri til hitta sjálfboðaliða úr öðrum verkefn- um og eiga saman góða stund. Er það von okkar að sem flest- ir sjálfboðaliðar Reykjavíkur- deildar sjái sér fært að koma og minnast þess að án þeirra væri ekki hægt að halda svo mörgum verkefnum gangandi og raun ber vitni. Höfundar eru forstöðumaður Ungmennadeildar Reykjavík- urdeildar Rauða kross Íslands og verkefnastjóri sjálfboðaliða HRAFNKELL TUMI KOLBEINSSON UMRÆÐAN ALÞJÓÐA- STJÓRNMÁL GEIR ÁGÚSTSSON VERKFRÆÐINGUR Síðumúla 13 • Sími 568-2870 Dæmi um verð. Áður. Núna. ÚTSALA ÚTSALA 40 – 60 % AFSLÁTTUR Opið í dag 10:00 – 16:00 Opið laugardag 10:00 – 16:00. Rúllukragapeysa 6.000.- 2.900.- Loðin jakkapeysa 6.900.- 4.200.- Marglit peysa 7.200.- 2.900.- Peysa m/tölum 6.200.- 3.800.- Jakkapeysa flís 5.300.- 2.900.- Bolur m/pallíettum 4.300.- 2.600.- Bolur m/nælu 4.000.- 2.400.- Blúndutoppur m/rós 4.000.- 2.400.- Dömuskyrta 4.900.- 2.600.- Úpa m/hettuog skinni 5.800.- 3.500.- Mokkajakki 10.800.- 5.900.- Pelsjakki 7.900.- 4.800.- Kápa m/pels 7.800.- 4.700.- Kjóll m/perlum 7.300.- 3.900.- Sítt pils hneppt 5.000.- 2.900.- Svartar buxur 4.400.- 2.700.- Kvartbuxur 5.400.- 2.900.- Gallabuxur 6.400.- 3.900.- Leðurstígvél 15.200.- 5.900.- Svartir dömuskór 4.500.- 2.700.- Silfur skór 5.400.- 2.900.- Líkfylgd sósíalismans Dagur sjálfboðaliðans ELFA DÖGG S. LEIFSDÓTTIR Sjálfboðahreyfingar geta einnig verið þrýstihópar á stjórnvöld. Það voru t.d. sjálfboðafélög sem stóðu að uppbyggingu fyrstu barnaheimila og elliheimila hér á landi. Verkefni sem opinberir aðilar tóku seinna við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.