Fréttablaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 6
6 5. desember 2005 MÁNUDAGUR ENGINN DAGUR EINS ENGIR TVEIR ÍSLENDINGAR EINS BÓK EFTIR ÍSLENDINGA Skálholtsútgáfan SVÍÞJÓÐ Sænskur prófessor seldi einkaleyfi á estrógenviðtaka til líf- tæknifyrirtækisins Karo Bio fyrir einn dollara. Prófessorinn er stofn- andi, stjórnarmaður og hluthafi í fyrirtækinu. Vísindamaðurinn sem fann estrógenviðtakann í líkam- anum hefur ekki fengið neitt fyrir sinn snúð. Á vefsíðu Dagens Nyheter kemur fram að fundurinn auðveldi þróun á lyfjum sem gætu læknað sjúkdóma og vandamál í sambandi við estró- genviðtakann í líkamanum. ■ Prófessor í lífvísindum: Einkaleyfi selt fyrir einn dal LIBREVILLE, AP Landskjörstjórn Gabon skýrði frá því í vikunni að Omar Bongo hefði enn einu sinni verið endurkjörinn forseti landsins en kosningar fóru þar fram á dögun- um. Hann fékk 79 prósent atkvæða. Bongo hefur verið forseti Gabon síðan land- ið fékk sjálfstæði frá Frökkum árið 1967. Fidel Castro, starfsbróðir hans á Kúbu, er sá eini sem hefur verið við völd lengur í heiminum. Samanborið við önnur Vestur- Afríkuríki ríkir friður og velsæld í Gabon, en landið er ríkt af olíu. Þjóðartekjur á mann eru sexfalt hærri í Gabon en í öðrum ríkjum álfunnar. ■ Forsetakosningar í Gabon: Omar Bongo endurkjörinn BONGO Á GÓÐRI STUND Margir þakka Omari Bongo þá hagsæld sem ríkir í Gabon. SJÁVARÚTVEGUR Norðmenn hafa komist að samkomulagi við Evrópusambandið um fiskveiði í Norðursjó árið 2006. Veiðin verður sú minnsta nokkru sinni. Norska ríkisútvarpið segir að þorskkvótinn í Norðursjó minnki úr 27.300 tonnum í 23.205 tonn á næsta ári og það sé minnsti kvóti sem nokkru sinni hafi verið veiddur. Kvótinn á norðursjávarsíld hefur einnig verið minnkaður. Á næsta ári verður heimilt að veiða tæp 450 þúsund tonn sem er 15 prósentum minna en í ár.  Noregur og ESB: Fiskveiðikvótar aldrei minni DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur staðfest dóma Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í sumar um að ríkið borgi lista- fólkinu Rúrí (Þuríði Fannberg) og Bjarna Sigurbjörnssyni skemmdir sem urðu á verkum þeirra á sýningu á vegum Kristnihátíðarnefndar á Þingvöllum sumarið 2000. Rúrí fær greiddar rúmlega 1,3 milljónir króna og Bjarni tæplega 1,3 milljónir. Dómkvaddir voru matsmenn til að meta verkin, en þau skemmdust í hvassviðri. Sýningin var sett upp í Stekkjargjá á Þingvöllum og átti að standa frá 1. júlí til 1. september árið 2000, en Kristnihátíðarnefnd fram- lengdi sýningartímann án samþykk- is listafólksins um hálfan mánuð. Á þeim tíma skemmdust verkin. Málskostnaður ríkisins nemur 700 þúsund krónum. Hrafn Bragason hæstaréttardóm- ari greiddi sératkvæði, en var þó sammála því að ríkið væri bótaskylt. Hann taldi þó að atriði hefðu átt að leiða til bótalækkunar og vildi vísa málunum aftur heim í hérað. Auk Hrafns dæmdu hæstaréttar- dómararnir Guðrún Erlendsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson í málunum tveimur. - óká Listaverk sem skemmdust á kristnihátíð á Þingvöllum: Ríkinu gert að greiða skemmdirnar RÚRÍ AÐ STÖRFUM Hæstiréttur hefur staðfest fyrri dóma Héraðsdóms Reykjavíkur um að bæta beri listaverk sem skemmdust í roki á Þingvöllum í sumarlok 2000. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA STJÓRNMÁL Hlutfallslega helmingi færri íbúar á landsbyggðinni eru með háskólamenntun en á höfuð- borgarsvæðinu. Í svari forsætis- ráðherra á Alþingi við fyrirspurn Önnu Kristínar Gunnarsdóttur, þingmanns Samfylkingar, kemur fram að á höfuðborgarsvæðinu eru tæplega 23 prósent á aldrinum 16 til 74 ára með háskólamenntun en einungis um 12 prósent í sama ald- urshópi á landsbyggðinni. Anna Kristín segir menntakerfið hafa brugðist. Súlur í súluriti sem birtist með frétt um málið í gær víxluðust og leiðréttist það hér með. ■ Þingmaður Samfylkingarinnar: Menntakerfið hefur brugðist HÖFUÐ- BORGAR- SVÆÐIÐ LANDS- BYGGÐIN 45% 40% 28% 26% 46% 14% Háskólamenntun Starfs- og fram- haldsmenntun Grunnmenntun SKIPTING EFTIR MENNTUNARSTIGI 20 - 40 ÁRA KASAKSTAN, AP Nursultan Nazar- bayev, forseti Kasakstan, fékk í það minnsta 75 prósent atkvæða í forsetakosningum í landinu í gær. Kjörfundurinn virðist hafa gengið að mestu hnökralaust fyrir sig en Öryggissamvinnustofnun Evrópu ÖSE mun kveða upp sinn dóm í dag. Fimmtán milljónir manna búa í Kasakstan og er talið að 75 prósent atkvæðisbærra manna hafi nýtt sér kosningarétt sinn. Almennt var búist við að Nazarbayev yrði end- urkjörinn til næstu sjö ára en hann hefur verið forseti landsins síðan árið 1989, á meðan Kasakstan var ennþá hluti Sovétríkjanna. Fjórar útgönguspár sem birt- ar voru á miðnætti að staðartíma sýndu að Nazarbayev fékk allt frá 75 prósentum atkvæða upp í ríflega áttatíu prósent. Helsti andstæðing- ur hans, Zharmakhan Tuyakbai, virðist hins vegar aðeins hafa feng- ið tíu prósent. Í aðdraganda kosninganna kvörtuðu mótframbjóðendur for- setans yfir því að bæklingum og auglýsingum þeirra hefði verið stolið og dagblöðum þeim hliðholl hefði verið lokað. Onalsyn Zhuma- bekov, formaður landskjörstjórnar, lýsti því hins vegar yfir strax að loknum kjörfundi í gær að öll skil- yrði hefðu verið uppfyllt við fram- kvæmd kosninganna. Kosningaeft- irlitsmenn Samveldis sjálfstæðra ríkja, sem í eru flest lýðveldi fyrr- um Sovétríkjanna, tóku í svipaðan streng og sögðu að svo virtist sem kosningarnar hefðu farið heiðar- lega fram. Skýrsla kosningaeftir- litsmanna ÖSE um kjörfundinn og aðdraganda hans verður birt í dag. Kasakstan er talið hafa vegnað best af þeim fyrrverandi lýðveld- um Sovétríkjanna sem eru í Mið- Asíu en landið er auðugt af olíu. Nazarbayev hefur í valdatíð sinni haldið uppi vingjarnlegum sam- skiptum við stjórnvöld í Moskvu, Washington og Peking og starfar til dæmis lítil kasöksk herdeild með fjölþjóðlega herliðinu í Írak. sveinng@frettabladid.is Nazarbayev gersigraði í forsetakosningunum Útgönguspár benda til að Nursultan Nazarbayev hafi verið endurkjörinn með 75 prósent atkvæða í forsetakosningunum í Kasakstan sem fram fóru í gær. Þær virðast að mestu hafa farið fram á sanngjarnan og heiðarlegan hátt. SIGURVISS Nursultan Nazarbayev var sagður svo öruggur um sigur að fyrir helgi boðaði hann til sigurhátíðar með stuðningsmönnum sínum sem haldin verður í dag, rétt eftir að opinber úrslit verða kunngjörð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN Á að veita ungmennum undir tvítugu lán? Já 23,8% Nei 76,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Eiga stjórnvöld að taka skatt af desemberuppbót aldraðra? Segðu skoðun þína á Vísi.is IÐNAÐUR „Hvorki dómsmálaráð- herra né fjármálaráðherra höfðu vilja, kjark né skilning á því að láta vinna verkið hér innanlands og því fór sem fór,“ segir Hákon Hákon- arson, formaður Félags málmiðn- aðarmanna á Akureyri og ritari Samiðnar. Fram kom í svari Björns Bjarna- sonar dómsmálaráðherra í síðustu viku að kostnaður við endurbætur á varðskipinu Ægi hefði verið 11 milljónum minni hjá pólsku slipp- stöðinni Morska en tilboð Slipp- stöðvar Akureyrar hljóðaði upp á. Þá vantar í útreikning dómsmála- ráðherra kostnað vegna aukaverka og eftirlits. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sem lagði fyrirspurnina fram, segir að séu þeir þættir teknir með í reikninginn og þar að auki hagræðingin af því að halda verk- kunáttunni innanlands hefði verið mun hagkvæmara að láta gera endurbæturnar hér á landi. „Þar að auki hefði skattpeningur vegna þessa þá komið aftur í ríkiskass- an,” segir Sigurjón. Hann segir einnig að ekki hefði þurft að bjóða verkið út erlendis þar sem það var undir 500 milljónum króna. Hákon segir að tilboðin hafi verið sambærileg, að minnsta kosti hafi tilboðið frá Slippstöðinni ekki verið dýrara. - jse Endurbætur á varðskipinu Ægi í Póllandi: Ráðherra skorti kjark og vilja VARÐSKIPIÐ ÆGIR Þótt gróin séu tímans sár á varðskipinu er enn ekki gróið um heilt vegna þess hvernig að endurbótunum var staðið. SKÝRSLA Stjórn Byggðastofnun- ar segir skýrslu, sem unnin var um stofnunina í maí að beiðni iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytisins, meingallaða. Í úttekt stofnunarinnar á skýrslu ráðuneytisins eru gerðar alvarleg- ar athugasemdir við hana og ýmis atriði um útlán og afskriftarreikn- inga útlána tilgreind sem ekki fái staðist. Til dæmis hafi þar verið haldið fram að stofnunin hafi tapað að meðaltali um 23 prósentum af útlánum á tímabilinu 1995 til 2004 en samkvæmt upplýsingum frá stjórninni var tapið 3,6 prósent. Herdís Sæmundardóttir, stjórn- arformaður Byggðastofnunar, segir að stjórnin hafi gert margar athuga- semdir við skýrsluna á vinnslustigi hennar sem ekki hafi verið tekið tillit til. Herdís segir einnig að það hafi verið skilningur stjórnarinnar að skýrslan væri fyrst og fremst vinnuplagg og ekki ætluð til birt- ingar. „Það er af þeirri ástæðu sem stjórnin bregst ekki harkalega við fyrr en skýrslan er komin í þessa umræðu,“ segir Herdís og bætir við að afar slæmt sé fyrir stofnunina að umræða um hana sé á villigötum. - sgi Stjórn Byggðastofnunar: Skýrslan er meingölluð ÓSÁTT VIÐ SKÝRSLU UM BYGGÐASTOFNUN Herdís Sæmundardóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.