Fréttablaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 94
 5. desember 2005 MÁNUDAGUR50 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Ofurtala 12 19 30 32 38 12 16 19 22 25 36 11 32 1 6 5 6 6 3 9 3 6 5 9 3. 12. 2005 30. 11. 2005 Einfaldur 1. vinningur næsta laugardag Einfaldur 1. vinningur næsta miðvikudag Fyrsti vinningur gekk ekki út. Fyrsti vinningur gekk ekki út. 24 LÁRÉTT 2 sjúkleg fýsn 6 samanburð- artenging 8 rá 9 bók 11 verkfæri 12 rót 14 blossaljós 16 í röð 17 nár 18 angan 20 íþróttafélag 21 krafs. LÓÐRÉTT 1 klöpp 3 klaki 4 sígild list 5 til sauma 7 nískupúki 10 mál 13 mas 15 listi 16 töf 19 eldsneyti. Þorgbjörg Erna Mímisdóttir er nafn sem fæstir kannast við. Þrátt fyrir það kannast flestir ef ekki allir landsmenn við hana í sjón, þar sem hún er litla stelpan sem lék svo eftirminnilega í auglýsing- unum margfrægu um Egils malt og appelsín fyrir nokkrum árum. Það má eiginlega segja að manni finnist jólin ekki vera byrjuð fyrr en Þorbjörg er byrjuð að syngja í sjónvarpinu. Spurð um það hvort hún sé mikið jólabarn svarar Þorbjörg því ját- andi. ,,Mér finnst mjög gaman þegar jólin koma. Skemmtileg- ast finnst mér að fara til frænku minnar og opna pakkana“ segir hún og hlær. Þegar hún er spurð hvort hún trúi á jólasveininn stendur ekki á svari. ,,Já, auðvitað trúi ég á jólasveininn. En ég trúi ekki á rauðu jólasveinana, ég trúi bara á gömlu íslensku jólasvein- ana í sauðskinnsskónum. Ég hef meira að segja reynt að nota víd- eóupptökuvél til þess að komast að því hver þeirra gefi mér í skóinn. Það sást nú samt ekki mikið á þeim myndum, það var bara einhver grá klessa að gefa mér í skóinn.“ Þorbjörg er harðákveðin þegar kemur að því að velja framtíðar- starfið. ,,Ég ætla að verða bæði leikkona og söngkona, mig hefur alltaf langað til þess. Ég hef alltaf haft mjög gaman af leiklist og líka sönglist.“ Þorbjörg segist syngja mjög mikið hvert sem hún fer. ,,Ég er eiginlega alltaf syngjandi. Ég syng í skólanum og líka heima hjá mér. Ég er núna í námskeiði sem nefnist leik- og sönglist. Þá fer maður fyrst og æfir sig að syngja lög og svo fer maður í leiklist og býr til stutt leikrit. Svo sýnir maður það að lokum. Ég hef líka leikið í fleiri auglýsingum heldur en bara appelsínauglýsingunni“ segir hún ákveðin. ,,Ég hef leikið í skóauglýsingu og umferðarauglýs- ingu. Svo lék ég í einu leikriti, það hét Híbýli vindanna. Svo hef ég líka leikið í tveimur stuttmyndum. Önnur þeirra heitir Gamla konan og hin heitir Munaðarleysinginn og þar lék ég munaðarleysingj- ann“ segir Þorgbjörg stolt. Þegar hún er spurð að því hvort henni finnist Egils malt og appelsín raunverulega gott svarar hún því játandi. ,,Mér finnst það rosalega gott. Ég er alltaf að drekka það“ segir hún að lokum og hlær. Gaman verður að fylgjast með þessari ungu og efnilegu leik-og söngkonu í fram- tíðinni. tomas@frettabladid.is ÞORBJÖRG ERNA MÍMISDÓTTIR: MALT- OG APPELSÍNSTÚLKAN: ÞORBJÖRG MÍMISDÓTTIR er bráðefnileg leik og söngkona. HRÓSIÐ ...Fær Jón Gnarr fyrir að vera loksins búin að finna sína réttu leið. Eigendur tískubúðanna Dead og Nakta apans tóku saman höndum fyrir gott málefni fyrir stuttu og hönnuðu boli og hettupeysur til styrktar öryrkjum í Palestínu. „Ég stakk upp á því við Eldar Ástþórs- son sem skipulagði Palestínutón- leikana sem haldnir voru nýver- ið á Grand Rokki að taka að mér þetta verkefni, „ segir Sara María Eyþórsdóttir í Nakta apanum. „Ég hafði svo samband við vin minn Jón Sæmund hjá Dead sem hefur mikið unnið með hefðbundin Pal- estínumynstur í flíkum sínum og hann sló til, enda gott málefni sem við styðjum bæði heilshugar.“ Bol- irnir og peysurnar, sem voru gerð- ar sérstaklega fyrir tónleikana og bera bæði merki Dead og Naked Ape í hálsmálinu, innihalda meðal annars teikningar af aðskilnað- armúrnum illræmda sem verið er að reisa þvert á alþjóðalög á herteknu landi Palestínumanna, slagorðið „Frjáls Palestína!“ yfir hefðbundin keffiyeh-klúts munst- ur og sérstök útfærsla á ljósmynd Örnu Aspar Magnúsardóttur sem var sem sjálboðaliði á vesturbakk- anum um þriggja mánaða skeið síðasta sumar, af palestínskri stúlku. Húsfyllir var einmitt á vel heppnuðum tónleikum og bolirnir ruku út eins og heitar lummur, en allur ágóði af þeim rennur óskert- ur til Öryrkjabandalags Palestínu. Enn er hægt að fá þessar sérstöku flíkur í Nakta Apanum í Banka- stræti, en hettupeysurnar kosta átta þúsund krónur og bolirnir fjögur þúsund. -amb Tískubolir til styrktar Palestínu SÉRHANNAÐIR BOLIR dead/nakta apans til styrktar öryrkjabandalaginu í palestínu vekja athygli. OPIÐ ALLA LAUGARDAGA 10-14 STÓR HUMAR RISARÆKJUR HÖRPUSKEL TUNFISKUR SALTSÍLD KRYDDSÍLD LÁRÉTT: 2 fíkn, 6 en, 8 slá, 9 rit, 11 al, 12 grams, 14 flass, 16 hi, 17 lík, 18 ilm, 20 kr, 21 klór. LÓÐRÉTT: 1 berg, 3 ís, 4 klassík, 5 nál, 7 nirfill, 10 tal, 13 mal, 15 skrá, 16 hik, 19 mó. LAUSN Ómissandi hluti af jólaskapi æ fleiri Íslendinga er að fara í rómantískan desemberbíltúr með bitgóða sög og dýrindis nesti í þeim tilgangi að velja og höggva sín eigin jólatré. Að sögn Brynjólfs Jónssonar, skógfræðings og fram- kvæmdastjóra Skógræktarfélags Íslands, hafa mörg aðildarfélög Skógræktarfélagsins boðið upp á þennan möguleika um árabil, en um land allt eru sérstakir jóla- skógar ræktaðir með forkunnar fögrum grenitrjám og stafafuru sem prýða mega stofur landsmanna. „Með hverju árinu sem líður verður ferð í jólaskógana veigameiri og útbreiddari þáttur í jólahaldi þjóðarinnar. Barnafjölskyldur eru mest áberandi í hópi skógarhögg- smanna og fara þá mikið í skógana í kringum Reykjavík og nágrannasveitarfélögin, en einnig er tekið sérstaklega á móti stærri hópum í Brynjudalsskógi í Hvalfirði. Þá myndast oft mikil jólastemming meðal manna, kveiktur er varðeldur, góðgæti lagt á borð og oftar en ekki teknir með jólasveinar til að gera sem mest úr deginum fyrir börnin, sem skemmta sér vitanlega best við leitina að rétta jólatrénu,“ segir Brynjólfur, en starfsmenn skógrækt- arfélaganna taka á móti gestum jólaskóganna á ákveðn- um tímum allar helgar í desember. „Það er allur gangur á því hvaða stærð jólatrés verð- ur fyrir valinu og fer eftir smekk hvers og eins; en getur verið frá einum metra og upp í þrjá, fjóra. Jólatrén eru nú geysilega falleg og barrmikil eftir liðið sumar og öruggt að enginn verður svikinn af skógarhöggsferð í jólaskóginn til að finna hið fullkomna jólatré fjölskyldunnar. Á staðnum pakka starfsmenn skógræktarfélaganna inn trjánum í net og ganga frá til flutnings, en fyrir hvert tré borga gestir viðráðanlegt verð sem fer eftir stærð trjánna,“ segir Brynj- ólfur og bætir við að óhætt sé að höggva sér tré strax í byrjun desember. „Jólatréð er lifandi og fara þarf vel með það svo það standi sem lengst. Mikilvægast er að geyma það utan- dyra, standandi í vatni. Þá gildir einu hvort frjósi eða ekki, en trén halda barri sínu og fegurð áfram þótt enn séu nokkuð margir dagar til jóla.“ Um opnunartíma og staðsetningu jólaskóganna má lesa á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands: skog.is. SÉRFRÆÐINGURINN BRYNJÓLFUR JÓNSSON BÝÐUR LANDSMÖNNUM Í JÓLASKÓGARHÖGG: Barrmikil og fögur jólatré í skógum lands Ætlar að verða leik- og söngkona BRYNJÓLFUR JÓNSSONFRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. AUGL†SINGASÍMI 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.