Fréttablaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 84
40 5. desember 2005 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Edgar Davids og Robbie Keane, leikmenn enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, lenti saman á æfingu sl. föstudag og skiptust á nokkrum höggum áður en að liðsfélagar þeirra skildu þá að. Þessu heldur enska götublaðið News of the World fram í gær og segja nokkur vitni frá því sem þau sáu. „Þetta var mjög alvarlegt. Þetta voru engar stimpingar heldur raunverulega slagsmál þar sem hnefarnir sáu um að tala. Það var ekki fyrr en liðsfélagar þeirra stukku á milli sem þeir hættu að berja hvorn annan,“ sagði eitt vitnið en ólætin byrjuðu eftir að þeim lenti saman í tæklingu. Keane og Davids hafa orð á sér fyrir að vera skapstyggir með eindæmum en báðir léku þeir þó með Tottenaham í sigurleik gegn Sunderland á laugardaginn og svo virðist sem að Martin Jol, stjóri Tottenham, hafi verið fljótur að ná sáttum á milli þeirra félaga. Talsmaður Tottenham, Donna Cullen, staðfesti að upp hefði komið mál á æfingasvæði félagsins sem hún vildi ekki fara nánar út í. „Það kom upp mál sem nú er gleymt og grafið. Við lítum á það sem merki þess að það er mikill metnaður til staðar hjá leikmönnum félagsins,“ sagði Cullen. - vig Vond uppákoma átti sér stað á æfingu hjá Tottenham á föstudag: Davids og Keane slógust heiftarlega EDGAR DAVDIS Hefur lent upp á kant við liðsfélaga sína og stjóra í ófá skipti á ferlinum. FÓTBOLTI Chelsea er sagt ætla að bjóða í argentínska táninginn Sergio Aguero þegar leikmannaglugginn í Evrópu opnast á ný í janúar. Aguero þessi er 17 ára gamall framherji sem þegar hefur verið nefndur hinn nýji Gabriel Batistuta, eftir einum magnaðasta framherja sem Argentína hefur alið af sér. Aguero leikur með Independ- iente í heimalandi sínu en hefur vakið áhuga margra stórliða í Evrópu, Inter, Juventus, Real Madrid og að sjálfsögðu Chelsea. Hann þykir svipa mjög til Batistuta sem leikmaður vegna hraða, styrks og frábærrar skallatækni, en hann var, ásamt Lionel Messi hjá Barcelona, lykilmaður í liði Argentínu sem varð heimsmeistari unglinga í sumar. Spænska dagblaðið Marca greindi frá því fyrir helgi að Villareal á Spáni hefði þegar boðið Independiente rúmar 900 milljónir króna fyrir Aguero en því boði hefði verið hafnað. Talið er að forráðamenn argentínska félagsins vilji fá 1,3 milljarða fyrir stjörnuleikmanninn sinn og ætti Roman Abramovich ekki að eiga í miklum erfiðleikum með að reiða fram slíkum peningum. - vig Chelsea vill alla bestu ungu leikmennina: Chelsea er á höttunum á eftir hinum nýja Batistuta SERGIO AGUERO Lykilmaður hjá Argentínu sem varð heimsmeistari unglinga síðasta sumar. FÓTBOLTI Sam Allardyce vonast til þess að Roy Keane hafi verið að fylgjast með Bolton upp á síðkastið og tekið eftir mögnuðum 2-0 sigri liðsins á Arsenal um helgina. Bolton hefur verið á hörku- siglingu og aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum. Liðið er að gera góða hluti í úrvals- deildinni, Evrópukeppni félagsliða og enska deildarbikarnum en Allardyce á sér þá ósk að fá Keane í búning Bolton. „Vonandi finnst honum Bolton vera áhugavert félag. Hann veit af okkar áhuga og við bíðum bara eftir viðbrögðum frá honum en það eru náttúrulega fjölmörg lið á eftir honum. Við gætum haft smá forskot þar sem við erum í nágrenni við heimili hans, nema hann vilji flytja burt með alla fjölskyldu sína,“ sagði Allardyce en Keane stendur meðal annars til boða að fara til Real Madrid á Spáni og Celtic í Skotlandi þar sem honum verða væntanlega boðin svimandi há laun sem Bolton getur engan veginn keppt við. -egm Bolton hefur mikinn áhuga á að fá Roy Keane: Allardyce þráir Keane ROY KEANE Er hann tilbúinn til að flytja burtu með fjölskylduna? FÓTBOLTI Íslendingafélagið Stoke City gæti átt yfir höfði sér þunga refsingu eftir að tveir stuðningsmenn liðsins hlupu inn á völlinn í heimaleik liðsins gegn QPR á laugardag og réðust á markvörð gestanna, Simon Royce. Atvikið átti sér stað undir lok leiksins en fljótlega komu leikmenn beggja liða og rifu stuðningsmennina frá Royce. Það fór þó ekki betur en svo að leikmenn liðanna fóru í kjölfarið að kljást innbyrðis og varð allt vitlaust á vellinum um tíma. Stuðningsmennirnir sem áttu í hlut voru að sjálfsögðu handteknir en ljóst er að enska knattspyrnusambandið lítur málið mjög alvarlegum augum. „Royce er stór og sterkur strákur og getur séð um sig sjálfur. Það er ekki skráma á honum og við munum ekki láta þetta á okkur fá. Það er ekki hægt að kenna Stoke City um þetta, það eru stuðningsmennirnir sem þarf að refsa. Stoke gat ekkert gert,“ sagði Ian Holloway, stjóri QPR, eftir leikinn. Johan Boskamp, stjóri Stoke, gat lítið annað gert en að biðjast afsökunar. „Fyrir hönd félagsins biðst ég afsökunar á framferði stuðningsmannanna. Þetta var hryllilegt og á ekki að sjást í fótboltaleik,“ sagði Boskamp. - vig Stuðningsmenn Stoke City: Réðust að markverði QPR Íslandsmótið í innanhússfótbolta fór fram um helgina og voru það Keflavík og Breiðablik sem eru meistarar þetta árið. Árlega kemur upp umræða um það hvort rétt sé að leggja þetta mót niður í núver- andi mynd en flestir eru á þeirri skoðun enda má segja að fótbolti innanhúss og utanhúss séu gjörólíkar íþróttagreinar. „Það eru miklar líkur á því að við breytum yfir í öðruvísi gerð af innanhússfótbolta, Futsal, sem tíðkast víða og er haldið Evr- ópu- og heimsmeistaramót í þeirri grein. Það er ekki mikið mál að koma upp þeirri aðstöðu í íþróttahúsum hér á landi en þá er spilað á handboltamörk,“ sagði Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ. Áhuginn fyrir þessu innanhússmóti fer dalandi og ljóst að breytinga er þörf. Lið leggja mismikla áherslu á þetta mót en Keflavík vann KR í úrslitaleik í karla- flokki 1-0 með marki frá Herði Sveins- syni. Keflavík tefldi fram sterku liði en lið KR var mestmegnis skipað strákum sem voru að koma upp úr 2. flokki félagsins. „Ég mætti bara með þann hóp sem ég hef núna, það eru ekki mikið fleiri að æfa. Fyrst við komumst í úrslitakeppnina þá var stefnan að sjálfsögðu sett á sigur en til að byrja með mættum við til að vera með. Ég er ánægður með að hugmyndir séu uppi um að breyta fyrirkomu- laginu á þessu móti.,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigur sinna manna á mótinu. Markvörðurinn Þóra B. Helgadóttir var hetja Breiðabliks sem vann KR eftir víta- spyrnukeppni í úrslitaleik í kvennaflokki. „Við fáum lítið út úr þessu og við æfðum bara einu sinni innanhúss fyrir mótið. Markmiðið var að hafa bara gaman og þetta var nokkurs konar hópefli eiginlega. En það er náttúrulega alltaf gaman að vinna bikar,“ sagði Þóra. ÍSLANDSMÓTIÐ Í KNATTSPYRNU INNANHÚSS: KEFLAVÍK OG BREIÐABLIK BÁRU SIGUR ÚR BÝTUM Líklegt að mótið muni breytast FÓTBOLTI Hermann Hreiðarsson og félagar hans í vörn Charlton vilja örugglega gleyma viðureign liðsins gegn Manchester City í gær sem allra fyrst. Leikurinn fór fram á heimavelli Charlton en liðið sýndi fullmikla gestrisni og náði City að sigra 5-2, þetta var fimmti leikur Charlton í röð í ensku úrvalsdeildinni sem liðið tapar. Staðan í leiknum var jöfn, 2- 2, þegar rétt rúmlega tuttugu mínútur voru eftir en varnarleikur heimamanna var gjörsamlega afleitur undir það síðasta og er ljóst að Alan Curbishley bíður ærið verkefni við að koma sjálfstrausti í sína leikmenn á ný. - egm Góður sigur Man. City í gær: Vörn Charlton í rugli FÓTBOLTI Juventus hefur átta stiga forskot á Ítalíu eftir leiki helgarinnar en liðið var stálheppið að ná að sigra Fiorentina á útivelli í gær. Mauro Camoranesi skoraði sigurmarkið er tvær mínútur voru til leiksloka en áður höfðu heimamenn þrívegis átt skot í tréverkið. AC Milan er í öðru sætinu en liðið tapaði á laugardag fyrir Chievo 2-1 þar sem staðan var jöfn þar til á 81. mínútu þegar Simone Tiribocchi varð hetja Chievo og skoraði sigurmarkið í óvæntum sigri liðsins. - egm Einvígi Juventus og AC Milan: Átta stiga munur Ágúst rekinn út Ágúst Björgvinsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, var rekinn út úr húsi vegna harðra mótmæla í leik liðsins gegn Grindavík í gær. Brotthvarf Ágústs átti eftir að reynast hið besta mál fyrir Hauka því eftir að hann var farinn fór allt að ganga upp hjá Haukum og svo fór að liðið vann öruggan sigur eftir mjög jafnan leik framan af. > Karakter hjá Einari Handboltamaðurinn Einar Hólmgeirsson spilaði stórkostlega þegar lið hans Grosswallstadt lagði Wetzlar af velli í þýsku úrvalsdeildinni á laugardag og skoraði 10 mörk, langflest með sannkölluðum sleggjum utan af velli. Þjálfari Wetzlar hrósaði Einar í hástert eftir leikinn og sagði hann muninn á liðunum. Einar hafði verið frystur af þjálfara sínum í síðustu leikjum en sýndi og sannaði á laugardag að það var röng ákvörðun hjá honum. Alexander Petterson skoraði tvö mörk fyrir Grosswallstadt í leiknum og þá skoraði Snorri Steinn Guðjónsson 9 mörk þegar Minden tapaði fyrir Wilhelmshaven. Gylfi Gylfason skoraði 5 mörk fyrir sigurliðið. HANDBOLTI „Það voru vissir aðilar að bregðast í þessum leik og voru of eigingjarnir. Í staðinn fyrir að spila félagana uppi voru menn að reyna of mikið sjálfir og það varð okkur að falli í síðari hálfleik,“ sagði Sigfús Sigurðsson hjá Magdeburg í samtali við Fréttablaðið skömmu eftir leik liðsins gegn Barcelona í meistaradeildinni í gær, en Magdeburg mátti þola 26-24 tap eftir að hafa leitt í hálfleik, 15-11. Alfreð Gíslason og lærisveinar hans komu vel stemmdir til leiks í gær og höfðu frumkvæðið stærstan hluta fyrri hálfleiks, komust í 7-5 og síðan 11-9. Gregory Tkaczyk var í miklum ham á lokamínútum fyrri hálfleiks, skoraði þrjú síðustu mörk hans og kom Magdeburg í 15-11. Liðið hélt áfram í upphafi þess síðari og komst í 17-12 áður en allt hrökk allt í baklás hjá liðinu. Barcelona minnkaði muninn í 17-16 og í stöðunni 23-22 fyrir Magdeburg fór David Barrufet í marki gestanna í gang og skoruðu leikmenn Magdeburg ekki í tæpar 10 mínútur. Svo fór að Barcelona sigraði að lokum með tveimur mörkum og mega þeir helst þakka markmanninum sínum Barrufet sigurinn en hann varði 21 skot. Það er því ljóst að Magdeburg bíður gríðarlega erfitt verkefni við að vinna upp tveggja marka tap á útivelli, enda Barcelona ríkjandi Evrópumeistari og með einn sterkasta heimavöll í Evrópu. En Sigfús heldur þó enn í vonina. „Í seinni hálfleik vorum við einfaldlega lélegir en það sást í fyrri hálfleik að við eigum fullt erindi í þetta Barcelona-lið og getum vel unnið það. Ef við spilum með höfðinu og fyrir hvorn annan í síðari hálfleik getum við alveg komist áfram. Það þurfa bara litlir hlutir að lagast til að við höfum þá,“ segir Sigfús en hann skoraði þrjú mörk eins og Arnór Atlason, en sá síðarnefndi spilaði nánast allan leikinn eftir að Stefan Kretchmar hafði orðið fyrir meiðslum strax á 5. mínútu leiksins. vignir@frettabladid.is Það er ennþá möguleiki Sigfús Sigurðsson segir að það sé ennþá möguleiki fyrir Magdeburg að komast áfram í meistaradeildinni í handbolta þrátt fyrir tap á heimavelli gegn Barcelona. ALFREÐ GÍSLASON Hefur ábyggilega liðið betur en honum leið í síðari hálfleiknum í gær þegar hann horfði upp á leikmenn Barcelona valta yfir sína menn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.