Fréttablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 FIMMTUDAGUR 15. desember 2005 — 339. tölublað — 5. árgangur ������� ������ ������������������������������������������ �� ����������������������������������� ���������� ����������� ����������������������� JólaKubbur2FrBl 11/30/05, 5:37 PM1 9 DAGAR TIL JÓLA 24 síðna jólagjafahan dbók frá BT SVARTIR KJÓLAR Bráðnauðsynlegir fyrir jólaboðin tíska • heimili • heilsa • jól Í MIÐJU BLAÐSINS VEÐRIÐ Í DAG HÆGT KÓLNANDI Á LANDINU. Skýjað og yfirleitt úrkomulítið, síst þó allra syðst. Hætt við stöku éljum úti við norðurströndina. Hiti 0-5 stig í dag en frystir víða með kvöldinu. VEÐUR 4 Kristín Rós og Jón Oddur best Kristín Rós Hákonardóttir og Jón Oddur Halldórsson voru í gær útnefnd íþróttamenn ársins í röðum fatlaðra en bæði eru þau í heims- klassa í sinni íþróttagrein. ÍÞRÓTTIR 62 STJÓRNMÁL Siv Friðleifsdóttir, formaður félagsmálanefndar Alþingis, segir að félags- og fjár- málaráðherra hafi í gær óskað sameiginlega eftir úttekt Ríkis- endurskoðunar á fjárhagsstöðu Íbúðalánasjóðs. Erindi ráðherranna barst inn á fund nefndarinnar í gær. Þar er farið fram á svör Ríkisendurskoð- unar við því hvort eigið fé Íbúða- lánasjóðs stefni niður fyrir áskilið hlutfall í náinni framtíð. Sé þeirri spurningu svarað játandi er spurt hvort um varanlegt eða tímabund- ið ástand sé að ræða. Í þriðja lagi er spurt hvort reyna muni á rík- isábyrð á skuldbindingum Íbúða- lánasjóðs. Lúðvík Bergvinsson, þing- maður Samfylkingarinnar, situr í félagsmálanefnd. Hann segir að breytingar á áhættustýringu hafi sett Íbúðalánasjóð í uppnám og auki líkur á að ábyrgð falli á ríkis- sjóð. „Við sem viljum veg sjóðsins sem mestan höfum af þessu mikl- ar áhyggjur. Sjálfstæðismenn vilja sjóðinn feigan og reyna að notfæra sér ástandið til að ná því pólitíska markmiði sínu að leggja hann niður,“ segir Lúðvík. Í sama streng tekur Jóhanna Sigurðar- dóttir sem einnig situr í nefndinni, en hún kallar málið tímasprengju í samstarfi stjórnarflokkanna. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í félagsmálanefnd, segir sjóðinn tímaskekkju og lánastarfsemin sé best komin hjá bönkunum. Þess í stað gæti ríkið stundað minnihátt- ar íbúðalánastarfsemi á félags- legum grundvelli. - jh Ráðherrar biðja sameiginlega um úttekt á fjárhagsstöðu Íbúðalánasjóðs: Spurt hvort reyni á ríkisábyrgð SVEINKI SKEMMTIR KRÖKKUNUM Í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu í Reykjavík er mikið fjör klukkan ellefu á hverjum morgni dagana fyrir jól. Þá mæta þeir einn af öðrum íslensku jólasveinarnir og uppfræða gestina sem safnið sækja heim um sögu sína og siði. Eins og sjá má hér að ofan gengur það ekki alltaf átakalaust fyrir sig, en þarna geiflar sig Giljagaur og gleður með því börnin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STEFÁN MÁNI ER ÓSÁTTUR Sakar Eddu um að vilja ekki auglýsa Túrista Forlagið segir málið eiga sér sínar eðlilegu skýringar FÓLK 70 Elskar einfaldan mat Hlynur Sigurðsson er mikið fyrir að grilla, einkum ef hann hefur kaldan bjór við höndina. Hann gefur uppskrift að girnilegum kjúklinga- rétti. MATUR 54 Er fátækt ólæknandi? Þorvaldur Gylfason segir fátækustu lönd heims standa við stiga sem hangir yfir höfðum þeirra en þau ná ekki upp í og sökkva dýpra. Í DAG 34 LÖGREGLA Rökstuddur grunur leik- ur á að þjófur eða þjófar í heima- bankamálinu svokallaða hafi nýtt sér tölvubúnað hjá saklausu fólki til að færa þýfið inn á tvo bankareikn- inga sem það fannst á. Lögreglan í Reykjavík hefur rakið nokkrar færslur í þjófnaðarmálunum til innlendra IP-talna, samkvæmt upp- lýsingum sem Fréttablaðið hefur aflað sér. Millifærslurnar af reikningun- um voru framkvæmdar með þess- um IP-tölum, sem skráðar voru á nokkra einstaklinga á höfuðborg- arsvæðinu. Lögreglan telur ekki minnstu ástæðu til að gruna þá um aðild að þjófnaðinum eftir rannsókn málsins. Hún leiddi það hins vegar í ljós að allir þessir einstaklingar áttu eitt sameiginlegt. Þeir notuðu allir tölvur tengdar við þráðlausan „rout- er“ eða beini inn á netið. Beinir er tæki sem tölvur tengjast þráðlausri tengingu. Maður á þrítugsaldri, sem sat í gæsluvarðhaldi um skeið vegna gruns um aðild að þjófnaðarmálun- um fjórum, þar sem ríflega tveim- ur milljónum króna var stolið úr heimabönkum einstaklinga, játaði að hafa tekið við peningunum, tekið þá út í reiðufé og ráðstafað þeim til annarra. Hann hefur ekki viljað gefa upp hverjir það voru. Rannsókn lögreglunnar hefur því meðal annars beinst að því að finna þann eða þá sem létu hann hafa peningana og þá sem við þeim tóku. Reikningarnir sem fjárhæð- irnar fóru inn á voru í eigu manns- ins. Ekki hefur reynst unnt, enn sem komið er, að rekja hver eða hverjir stóðu að færslum úr heimabönkun- um til hans. Lögreglan hefur áður fengist við mál þar sem eigandi þráðlauss netaðgangs taldi að einhver óvið- komandi hefði nýtt sér aðgang hans í heimildarleysi, farið inn á netið og hlaðið niður miklu magni af efni erlendis frá. Eigandinn fékk svo himinháan reikning, sem engan veginn fékk staðist miðað við afnot hans af netinu. Misnotkun af þessu tagi á sér stað með þeim hætti að forrit í stýribúnaði fartölva er útbúið á þann hátt að það leitar uppi þráðlaust netsamband tölva í nágrenninu. Þess vegna geta tölvu- þrjótar lagt fyrir utan heimili fólks og látið tölvur sínar leita uppi tölvur með þráðlausum beinum og hlaðið niður efni í gríð og erg inn á eigin tölvur. Efnið fer í gegnum tölvur fórnarlambanna og heimsóknirnar eru raktar til þeirra. Tölvuþrjót- arnir geta þannig athafnað sig með ýmsum hætti í gegnum tölvur með þráðlausri nettengingu, líkt og með færslum sem tengjast fjársvika- málum eins og heimabankamálinu. Þegar farið er að rekja færslurnar fellur grunur á saklausa einstakl- inga, af því að þrjótarnir hafa mis- notað tölvurnar þeirra. Lögreglan telur ástæðu til að vekja athygli tölvueigenda sem nota þráðlausar gáttir á því að þeir gangi úr skugga um að þær séu læstar. Þar með er útilokað að óviðkomandi geti misnotað þær með ofangreind- um hætti. - jss Heimabankaþjófar nýttu sér þráðlaus netsambönd Lögreglan í Reykjavík hefur rakið nokkrar færslur í heimabankaráninu til tölva í eigu einstaklinga sem talið er að séu saklausir. Rennir þetta stoðum undir grun um að tölvuþrjótar hafi brotist inn í viðkomandi tölvur, sem voru með þráðlausar nettengingar, og notað þær með þessum hætti. DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavík- ur hafnaði í gær lögbanni sem Sýslu- maðurinn í Reykjavík setti í haust á birtingu og umfjöllun um tiltekin mál í Fréttablaðinu. Bannið var sett á að beiðni Jónínu Benediktsdóttur. Dómurinn telur Fréttablaðið hafa haldið sig innan þess ramma sem tjáningarfrelsinu er settur með lögum. Lögbannið heldur þó gildi sínu áfram þar sem eftir uppkvaðningu tekur við þriggja vikna áfrýjunar- frestur. Áfrýjun til Hæstaréttar frestar svo réttaráhrifum dómsins fram yfir dóm æðra dómstigsins. Lögmaður Jónínu hefur þegar lýst því yfir að málinu verði áfrýjað og gildir því lögbannið fram á vor. Sjá síðu 18 / -óká Málarekstur á hendur 365: Banni hafnað í héraðsdómi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.