Fréttablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 4
4 15. desember 2005 FIMMTUDAGUR Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18 Opið virka daga: 10-18 laugardaga: 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 JARÐSKJÁLFTAR Jarðskjálfti, upp á þrjá á Richter, mældist aðfara- nótt miðvikudags um 12 kílómetra norður af Grímsey. Frá því á þriðjudag hafa um 20 litlir skjálft- ar mælst á þessu svæði. Veðurstofan hafði í dag spurn- ir af því að skjálftans hafi orðið vart á Blönduósi, í um 150 km fjarlægð frá upptökunum. Að sögn Gunnars B. Gunnarssonar, jarðeðlisfræðings hjá Veðurstof- unni, getur þetta staðist. „Tíma- setningar passa og ef það er nægi- lega stillt geta skjálftar af þessari stærð fundist ótrúlega langt frá upptökunum.“ Gunnar segir jarðskjálftahrin- ur algengar á þessu svæði og enga ástæðu til að óttast skjálfta af verulegri stærð, hvað þá eldgos. -sh Jarðskjálftahrina við Grímsey: Skjálftans vart á Blönduósi BRETLAND Bilstjóri olíuflutningabíls hefur viðurkennt að hafa að líkindum orðið þess valdandi að eldur kvikn- aði í Buncefield-olíubirgðastöðinni nærri Lundúnum á sunnudag. Í viðtali við dagblaðið Daily Mirror í gær kvaðst maðurinn hafa skilið bíl sinn eftir í gangi á svæðinu og skyndilega hafi hann greint elds- neytisgufur sem síðan myndaðist sprenging í. Hann náði að komast undan án teljandi meiðsla. Lands- samband slökkviliðsmanna í Bret- landi gagnrýndi slökkviliðið í Hert- ford-skíri fyrir að hafa verið illa búið undir slíkan eld. Slökkviliðs- stjórinn vísar þeirri gagnrýni hins vegar á bug. ■ Buncefield-bruninn: Vörubílstjóri olli brunanum ENN RÝKUR Smáeldar hafa annað slagið komið upp í Buncefield síðustu daga en allt er þó undir stjórn slökkviliðs.AP GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 14.12.2005 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 62,88 63,18 Sterlingspund 111,16 111,7 Evra 74,94 75,36 Dönsk króna 10,057 10,115 Norsk króna 9,401 9,457 Sænsk króna 7,936 7,982 Japanskt jen 90,08 90,62 SDR 88,46 89,06 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 105,4811 LÖGREGLUMÁL Fíkniefnabrotum fer stöðugt fjölgandi samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkis- lögreglustjóra. Þann 13. desember síðastliðinn voru þau orðin rúm- lega 130 fleiri heldur en allt árið 2004. Mestu munar þar um brot vegna vörslu og meðferðar fíkni- efna. Þeim fjölgar um 166 frá ári til árs, miðað við fyrirliggjandi tölur. „Þróunin undanfarin ár hefur verið sú, að málum vegna vörslu og neyslu fíkniefna hefur farið fjölgandi,“ segir Rannveig Þóris- dóttir, félagsfræðingur hjá emb- ætti ríkislögreglustjóra. „Þessa breytingu má einkum greina frá og með árinu 2002 þegar ríkis- lögreglustjóri hvatti til að lögð yrði áhersla á þennan málaflokk, meðal annars með auknu götu- eftirliti. Þessi fjölgun mála virð- ist vera hjá öllum sýslumanns- embættum á landinu þannig að þau virðast sinna málaflokknum nokkuð vel.“ Brotum vegna innflutnings á fíkniefnum virðist fækka á þessu ári miðað við árið á undan og segir Rannveig að þetta sé nokkuð mis- munandi eftir árum. „Mér sýnist að í heildina verði minna tekið af efnum á þessu ári, heldur en í fyrra,“ segir hún. „Þá var lagt hald á meira magn amfet- amíns en nokkru sinni fyrr. Alls voru gerð upptæk rúmlega sextán kíló af því efni. Yfirstandandi ár stefnir einnig í að verða metár á þessu sviði, með svipað magn. Aftur á móti virðist hafa verið tekið minna af kannabisefnum í ár heldur en á síðasta ári. Þess ber þó að geta að magntölurnar fyrir árið í ár eru frá því í september, þannig að þær gefa ekki nema vís- bendingar um heildarmyndina.“ jss@frettabladid.is Um 30 kg af amfetam- íni á tveimur árum Fíkniefnabrotum fjölgar stöðugt frá ári til árs. Í fyrra gerði lögregla meira magns amfetamíns upptækt en dæmi eru um eða 16 kíló. Útlit er fyrir að ann- að eins af amfetamíni verði gert upptækt á þessu ári. AMFETAMÍN Magn amfetamíns sem lögreglan hefur lagt hald á hefur farið vaxandi á tveimur síðustu árum. Myndin er tekin af amfetamíni sem var í vörslu lögreglu. FJÖLDI FÍKNIEFNAMÁLA Á LANDINU ÖLLU Sala og Varsla og Ýmis Ár Innflutningur Framleiðsla dreifing Meðferð fíkniefnabrot 2001 117 14 63 593 124 2002 121 26 70 632 145 2003 149 31 117 947 141 2004 164 30 112 1.143 172 2005* 87 19 43 1.309 296 *Bráðabirgðatölur sem ná yfir styttra tímabil, það er frá 1. Janúar til 13. desember 2005. Önnur ártöl ná yfir allt árið. TÍÐNI FÍKNIEFNABROTA 2001 2002 2003 2004 2005 991 994 1.385 1.621 1.754 LÖGREGLUMÁL Maðurinn sem hand- tekinn var þriðjudaginn var eftir að mikið magn af marijúana og fjöldi kannabisplantna fannst á heimili hans hefur kært gæsluvarðhaldsúr- skurð lögreglu og er von á ákvörð- un í dag. Var hann úrskurðaður í viku gæsluvarðhald en alls fundust 165 stórar kannabisplöntur við húsleit hjá manninum auk fimm kílóa af marijúana. Fundust að auki tæp 200 grömm af handþurrkuðu mar- ijúana við aðra leit lögreglu í gær. Er þetta langstærsta fíkniefna- mál sem upp hefur komið á Selfossi í þyngd talið að sögn lögreglu. Voru allar plönturnar stórar og miklar og greinilegt að ekki er um neinn byrjanda að ræða. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglunnar en aldrei þó vegna fíkniefnabrota. Líklegt er talið að kröfu hans um að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn verði felldur niður verði hafnað. -aöe Stærsti fíkniefnafundur lögreglunnar á Selfossi: Fundu meira við aðra leit HLUTI PLANTNANNA SEM HALD VAR LAGT Á Lögreglan á Selfossi hefur ekki áður lagt hald á svo mikið magn fíkniefna í kílóum talið. Heimili mannsins er það stórt að lögregla gerði aðra húsleit í gær og fann nokkur hundruð grömm til viðbótar því efni sem fannst á þriðjudaginn var. MYND/SUNNLENSKA DÓMSMÁL Mæðgur, 28 og 60 ára, voru dæmdar í mánaðarfangelsi fyrir skjalafals í Héraðsdómi Reyk ja víkur á þriðjudaginn. Refsing beggja var skilorðsbund- in í tvö ár, en hvorug hefur áður hlotið dóm. Önnur dóttir konunnar kærði móður sína og systur fyrir að hafa í tví gang falsað nafn henn- ar á skulda bréf. Í fyrra skiptið var nafn hennar sem ábyrgðar- manns rit að á 550 þúsund króna skulda bréf útgefið í mars 1999 og seinna skipt ið sem ábyrgð- ar manns á skulda bréfi í apríl 2002. Systirin og móðirin báru fyrir dómi að nafnritunin hafi verið gerð í samráði við systurina sem kærði. Dómkvaddur rit hand- ar sér fræðing ur sagði ólíklegt að systir in sem kærði hefði ritað nafn sitt á bréfin. - óká Fölsuðu undirskrift á bréf: Mæðgur fengu fangelsisdóm KÍNA Nýjustu stöðutákn ríkra Kín- verja eru hvorki glæsivillur né lúx- usbílar, heldur mikill barnafjöldi. Kínverjar mega ekki eign- ast fleiri en eitt barn samkvæmt ákvörðun stjórnvalda vegna fólks- fjölgunarvandans og vegna þess hversu mikill kostnaður því fylgir fyrir þjóðfélagið. Þeir sem af ein- hverjum ástæðum gera það samt þurfa að greiða allt að 1,2 milljónir króna í sekt. Nýjustu fregnir herma að hinir efnameiri í Kína geri sér það nú að leik að hlaða niður börnum, ein- göngu til að stæra sig af því að þeir hafi efni á því. ■ Sókn í stöðutákn: Ríkidæmi sýnt með börnum HLUTABRÉF Úrvalsvísitalan, sem er aðalmælikvarðinn á þróun hluta- bréfa á Íslandi, hefur hækkað um 59,3 prósent á árinu. Metárið 1996 var hækkunin 59 prósent þannig að haldist vísitalan óbreytt til áramóta verður nýtt ársmet slegið. Hækkunin í ár er orðin meiri en árin 2003 og 2004 sem þóttu mjög góð. Sá sem í ársbyrjun 2003 lagði eina milljón króna í hlutabréf, sem hreyfast í takt við úrvalsvísitöluna, á nú rúmlega 2,5 milljónir. Greiningardeild Íslandsbanka spáði því snemma árs að úrvalsvísi- talan myndi hækka um 15 prósent en 35-42 prósent í síðustu afkomu- spá sinni í október. - eþa Úrvalsvísitalan hækkar: Meiri hækkun en síðustu ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.