Fréttablaðið - 15.12.2005, Qupperneq 6
Dagskrá fundarins er
· Nýjar samþykktir sjóðsins
· Önnur mál
Sjóðfélagafundur
Allir sjó›félagar, jafnt grei›andi sem lífeyrisflegar,
eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum.
Sjó›félagar eru hvattir til a› mæta á fundinn.
Stjórn Söfnunarsjó›s l ífeyrisréttinda
Sjóðfélagafundur Söfnunarsjó›s lífeyrisréttinda
ver›ur haldinn a› Skúlagötu 17, Reykjavík
á 2. hæ›, 28. desember 2005 og hefst kl. 16.00
h
u
n
an
g
Reykjavík 21. nóvember 2005
��
��
��
���
��
��
��
��
��
�
�����������������������
�������������������
����������� �������������
������� �������������
����������������������
�������������������
�������������������
����������������������
����� �������������
���������������������
�������������������
�������������
������������������������������
�������������������
�������
������������������������������
��������������
�������
����������
����
BAGDAD, AP Talsverð spenna ríkir
nú í Írak enda ganga landsmenn í
dag að kjörborðinu í þriðja sinn á
einu ári. Landamærum landsins
hefur verið lokað og í nótt ríkti
útgöngubann.
Gærdagurinn gekk ekki að öllu
leyti friðsamlega fyrir sig því bál-
reiðir sjíar efndu til mótmæla og
var eldur meðal annars lagður að
kosningaskrifstofu flokks Iyad All-
awi, fyrrverandi forsætisráðherra.
Búist er við að öll þjóðarbrot lands-
ins muni skila sér vel á kjörstaðina
33.000 sem settir hafa verið upp. Í
kosningunum bjóða sig fram 6.655
manns og fylla þeir framboðslista
307 stjórnmálahreyfinga. - shg
Kosið í Írak í dag:
Fjölmenn
mótmæli
6 15. desember 2005 FIMMTUDAGUR
KJÖRKASSINN
Viltu að eftirlitsmyndavélar verði
settar upp á Laugaveginum?
Já 86%
Nei 14%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Skortir samkeppni á
matvörumarkaði?
Segðu þína skoðun á visir.is
WASHINGTON, AP George W. Bush,
forseti Bandaríkjanna, viðurkenndi
í ræðu í gær að ráðist hefði verið inn
í Írak á grundvelli rangra upplýs-
inga og á því bæri hann ábyrgð.
„Það er staðreynd að stór hluti
leyniþjónustuupplýsinga reyndist
rangur og sem forseti er ég ábyrgur
fyrir innrásinni. En ég ber einnig
ábyrgð á að laga það sem miður fór
með því að bæta leyniþjónustuna
og það erum við einmitt að gera,“
sagði Bush í ræðu sinni í Woodrow
Wilson-stofnuninni í Washington en
ræðan þar var sú síðasta í fundalotu
sem hann hefur staðið fyrir að und-
anförnu um stefnu ríkisstjórnarinn-
ar í málefnum Íraks.
Engu að síður sagði forsetinn
að ákvörðunin um innrásina hefði
verið rétt. „Saddam var ógnun og
bandaríska þjóðin og heimsbyggð-
in öll er betur sett þegar hann er
ekki lengur við völd.“ Bush sagði
enn fremur að þingkosningarnar
sem haldnar verða í Írak í dag væru
tímamótaviðburður sem myndu
hafa jákvæð áhrif á lýðræðisþróun-
ina um gervöll Mið-Austurlönd.
Ný skoðanakönnun Pew-rann-
sóknasetursins sýnir að meirihluti
Bandaríkjamanna, eða 56 prósent,
telur að lýðræði sé í sjónmáli í Írak.
Hins vegar sögðu nánast jafnmarg-
ir sem þátt tóku í könnuninni að
þeir teldu að Bandaríkjamönnum
væri að mistakast að koma í veg
fyrir mannfall borgara og að borg-
arastyrjöld brytist út. - shg
Bush Bandaríkjaforseti hélt fjórðu ræðu sína um hernaðinn í Írak í gær:
Viðurkennir að mistök voru gerð
FUNDALOTUNNI LOKIÐ Bush kveðst fullviss
um að rétt hafi verið að ráðast inn í Írak
þótt engin gereyðingarvopn hafi verið þar
að finna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNMÁL Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra segir enn skoðun
sína að ekki beri að afnema pólit-
íska ábyrgð á því hver skipaður sé
hæstaréttardómari og lokaorðið
verði áfram í höndum ráðherra.
Ný skýrsla Evrópuráðsins hvet-
ur stjórnvöld til að færa sig nær
þeirri skipan mála sem viðhöfð er
á hinum Norðurlöndunum.
„Hvort skýrslan verði tilefni
til þess, að menn flytji að nýju
tillögur um þetta efni á Alþingi
er að sjálfsögðu ekki útilokað,“
segir Björn, en hann fundaði
með mannréttindafulltrúanum í
sumar. „Viðræður mínar við full-
trúann og fylgdarlið hans voru
gagnlegar og ánægjulegar,“ segir
dómsmálaráðherra og bendir á að
hér hafi oft staðið umræður um
aðferðir við skipan Hæstaréttar-
dómara. „Mannréttindafulltrúinn
vekur nú máls á þessu álitaefni og
hvetur til þess að málið sé enn rætt
með hliðsjón af þróun á Norður-
löndunum og ábendingumEvrópu-
ráðsins. Í athugasemdum dóms- og
kirkjumálaráðuneytisins kemur
fram, að í raun sé aðferð okkar
hér í góðu samræmi við það, sem
tíðkast annars staðar á Norður-
löndunum.“ Dómsmálaráðherra
segir hins vegar allar ábendingar
af því tagi sem fram komi í nýju
skýrslunni „að sjálfsögðu ígrund-
aðar af stjórnvöldum og lagt mat
á þær,“ segir Björn og telur ekki
felast í skýrslunni nokkurn áfell-
isdóm yfir stöðu mannréttinda
hér. „Enda ætti slík niðurstaða
ekki við nein rök að styðjast.“ - óká
Dómsmálaráðherra er ósammála ábendingum mannréttindastjóra Evrópuráðsins:
Lokaorðið verði hjá ráðherra
BJÖRN BJARNASON Dómsmálaráðherra
segir oft og mikið hafa verið rætt um
hvernig standa beri að skipan hæstarétt-
ardómara.
STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin er hvött
til að endurskoða reglur um hvern-
ig hæstaréttardómarar eru hér
skipaðir og lagðar til umbætur í
fjölda annarra mannréttindamála
í nýrri skýrslu embættis mann-
réttindafulltrúa Evrópuráðsins
sem birt var í gær.
Í skýrslunni leggur Alvaro Gil-
Robles mannréttindafulltrúi til að
stofnað verði embætti óháð rík-
isstjórn og stjórnsýslu sem velji
hóp dómara sem til greina komi í
embætti og geri það á grundvelli
menntunar, starfsreynslu, hæfi-
leika og hæfni.
Alls kemur mannréttindafull-
trúinn með 23 ábendingar og
athugasemdir í ellefu mála-
flokkum. Ábendingarnar eru
um skipan dóms-, fangelsis- og
gæsluvarðhaldsmála, skipulag
mannréttindamála, meðferð hælis-
leitenda, aðbúnað innflytjenda,
jafnrétti kynjanna, viðbrögð við
kynbundnu ofbeldi, misrétti, man-
sali og gagnaöryggi. Til dæmis er
nefndur sá möguleiki í skýrslunni
að umboðsmaður Alþingis fái
auknar fjárveitingar og vald til að
vísa málum til dómstóla og hvort
efla ætti embætti umboðsmanns
barna.
Brynhildur G. Flóvenz, stjórn-
arformaður Mannréttindaskrif-
stofu Íslands, segist fagna því
sérstaklega að mannréttindafull-
trúinn styðji sjónarmið Mannrétt-
indaskrifstofunnar varðandi mál-
efni hennar. „Hún leggur áherslu
á að stjórnvöld eigi að styrkja
starfsemi hennar og ég vona að
stjórnvöld taki þessar athuga-
semdir til greina,“ segir hún og
bætir við að aðrar athugasemdir
sem gerðar eru í nýju skýrslunni
séu í takt við athugasemdir sem
Mannréttindaskrifstofan hafi
gert, svo sem varðandi málefni
útlendinga, reglur um gæsluvarð-
hald og annað slíkt. Brynhildur
segir skýrsluna staðfesta að ann-
ars staðar þyki sjálfsagt að styðja
við bakið á óháðum mannréttinda-
stofnunum. „Eins og í skýrslunni
segir þá verðskuldar Ísland eins
og allar aðrar þjóðir Evrópur
að hafa sjálfstæða og hlutlausa
mannréttindastofnun sem sinnir
bæði fræðsluhlutverki og gegnir
eftirlitshlutverki.“
Brynhildur vill þó ekki taka svo
djúpt í árinni að skýrslan sé áfell-
isdómur yfir mannréttindamál-
um hér. „Auðvitað er það þannig
að alltaf má finna eitthvað að hjá
öllum og alltaf hægt að gera betur
í mannréttindamálum. Því kemur
ekki á óvart að gerðar séu ein-
hverjar athugasemdir, en þær eru
kannski fullmiklar engu að síður
og nauðsynlegt að fara í gegn um
þær, að á þær verði hlustað og
eftir þeim farið.“ ■
Sjálfstæði Hæsta-
réttar verði aukið
Mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins vill aukið sjálfstæði Hæstaréttar, veg
umboðsmanns Alþingis meiri og betur hlúð að Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Í nýrri skýrslu bendir hann á fjölda hluta sem betur mættu fara.
ALVARO GIL-ROBLES MANNRÉTTINDASTJÓRI EVRÓPURÁÐSINS Í nýrri skýrslu Evrópuráðsins
sem birt var í gær er fjallað um stöðu hælisleitenda, málefni fanga og fjölda annarra hluta
og lagðar til leiðir til úrbóta. Skýrslan kemur í kjölfar heimsóknar mannréttindastjórans
hingað til lands í sumar.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/ A
FP / FR
ED
ER
IC
K FLO
R
IN
BRYNHILDUR G. FLÓVENZ Brynhildur, sem
er stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu
Íslands, fagnar ábendingum mannréttinda-
fulltrúa Evrópuráðsins.