Fréttablaðið - 15.12.2005, Síða 8

Fréttablaðið - 15.12.2005, Síða 8
8 15. desember 2005 FIMMTUDAGUR VEISTU SVARIÐ 1 Hvar er ráðherrafundur Alþjóðavið-skiptastofnunarinnar haldinn? 2 Hvað heitir maðurinn sem var tek-inn af lífi í Kaliforníu í fyrradag? 3 Hvaða 16 ára leikmann í Sout-hampton vilja mörg stórlið kaupa? Á eigin vegum um jólin ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 05 89 12 /2 00 5 Ekkert jafnast á við að aka um frjáls í bíl frá Hertz. Ef þú átt ekki bílinn sem hentar hverju sinni þá getum við hjá Hertz bætt úr því fyrir lægra verð en þig grunar. Það er óþarfi að eiga jeppa til að komast allt sem þú vilt fara. Engar áhyggjur, bara gleðileg jól. 50 50 600 • www.hertz.is Sölustaðir: Keflavíkurflugvöllur, Reykjavík, Ísafjörður, Akureyri, Höfn, Egilsstaðir Jólatilboð Toyota Corolla frá 3.571 kr. á dag Toyota Rav4 frá 4.471 kr. á dag Toyota Land Cruiser frá 5.071 kr. á dag Innifalið: 100 km á dag og CDW (kaskótrygging). Verð miðast við 7 daga leigu. Tilboð gildir til 15.01.2006 Sjá nánar á hertz.is North Face í jólapakkann TEHERAN, AP Mahoumd Ahmadinej- ad, forseti Írans, er enn við sama heygarðshornið í árásum sínum á Ísraela og Vesturlönd en í gær afneitaði hann helförinni í fyrsta sinn opinberlega. Utanríkisráð- herra Þýskalands segir ummælin tvímælalaust hafa áhrif á viðræð- ur um kjarnorkuáætlun Írana sem fram fara síðar í þessum mánuði. „Þeir hafa samið þjóðsögu í nafni helfararinnar og álíta hana hafna yfir Guð, trúarbrögð og spámennina,“ sagði Ahmadinejad á fjöldafundi í borginni Zahedan í suðaustanverðu Íran í gær. Hann sagði ennfremur að fyrst Evrópu- búar héldu því statt og stöðugt fram að helförin hefði átt sér stað þá væru þeir ábyrgir fyrir henni, ekki Palestínumenn. „Þetta er okkar tilboð: Ef þið drýgðuð þennan glæp, þá skuluð þið gefa hluta af ykkar landi í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada til gyðinga svo þeir geti stofnað ríki sitt þar.“ Ummælunum svipar til þeirra sem Ahmadinejad lét falla á leið- togafundi íslamskra ríkja í Sádi- Arabíu í síðustu viku en þá gekk hann ekki svo langt að afneita helförinni berum orðum. Í okt- óber sagði hann þess skammt að bíða að Ísrael „yrði þurrkað út af kortinu“. Mark Regev, formælandi ísra- elska utanríkisráðuneytisins, sagði ummæli forsetans bera öfga- sinnuðu hugarfari íranskra ráða- manna skýrt vitni. „Þessa blöndu af öfgakenndri hugmyndafræði, veruleikafirringu og kjarnorku- vopnum getur alþjóðasamfélagið ekki samþykkt.“ Frank-Walter Steinmeier, utan- ríkisráðherra Þýskalands, sagði að ríkisstjórn sín myndi kalla sendiherra Írans á sinn fund og gera honum óánægju sína ræki- lega ljósa. „Mér er engin launung á því að þetta mun hafa áhrif á samskipti ríkjanna og viðræður um kjarnorkumál,“ bætti Stein- meier við, þungur á brún. Tals- maður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tók í svipað- an streng. Framganga hins herskáa Ahmadinejad er mjög á skjön við stefnu forvera hans, Mohammeds Khatami, sem hvatti til vingjarn- legra samskipta við Vesturlönd. Fjölmargir íranskir stjórnmála- menn eru forsetanum gramir fyrir ummælin en Ali Khameini, erkiklerkur og valdamesti maður landsins, er sagður láta þau sér vel líka. sveinng@frettabladid.is Segir helför- ina þjóðsögu Íransforseti bar í gær brigður á að helförin gegn gyðingum hefði átt sér stað og sagði hana þjóðsögu. Málið er talið skaða Írana umtalsvert. TEKUR STÓRT UPP Í SIG Mahmoud Ahmadinejad hefur aldrei áður gengið svo langt að afneita helförinni eins og hann gerði í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BEIRÚT, AP Tugþúsundir Líbana fóru út á götur borga landsins með þjóð- fánann í hönd til að minnast þing- mannsins og ritstjórans Gibrans Tueni í gær en hann var ráðinn af dögum í vikubyrjun. Skýrsla rann- sóknarnefndar Sameinuðu þjóð- anna um morðið á Rafik Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanons, var kynnt í öryggisráðinu í gær. Höfuðborg Líbanons lagðist í dvala þegar jarðarför Tuenis fór fram og var bönkum, skólum og stofnunum meðal annars lokað. Bifreið Tuenis var sprengd í loft upp í Beirút á mánudaginn með hann og tvo aðra innanborðs. Tueni er fjórði andstæðingur Sýrlands- stjórnar sem myrtur hefur verið í röð tilræða síðan Hariri var ráðinn af dögum í febrúar. Rannsóknarnefnd SÞ kynnti öryggisráðinu skýrslu sína um morðið á Hariri í fyrrakvöld og þar var því haldið fram að sterkar vísbendingar væru um aðild sýr- lenskra stjórnvalda að tilræðinu. Detlev Mehlis, formaður nefndar- innar, átaldi þau mjög fyrir skort á samvinnu en tókst þó ekki að sann- færa ráðið um að refsa Sýrlandi fyrir vikið. Í staðinn var rætt um að framlengja umboð nefndarinnar og láta hana rannsaka fleiri skyld tilræði. Einnig kom til tals að setja á fót sérstakan dómstól í málinu. Sýrlendingar svöruðu Mehlis að bragði og sögðust þvert á móti hafa sýnt fulla samvinnu við rannsókn málsins. - shg Beirút lagðist í dvala þegar Gibran Tueni, andstæðingur Sýrlandsstjórnar, var borinn til grafar: Sýrlendingar segjast hafa sýnt samvinnu FAÐIRINN SYRGÐUR Nayla Tueni, dóttir Gibrans Tueni, var með böggum hildar þegar faðir hennar var borinn til grafar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.