Fréttablaðið - 15.12.2005, Side 10

Fréttablaðið - 15.12.2005, Side 10
Sjálfskiptur, álfelgur, spoiler, nagladekk og 3 drifstillingar. EKKI FESTAST Í FRAMTÍ‹INNI! F í t o n / S Í A Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00 X-TRAIL NISSAN X-Trail Ver› 2.690.000,- Sport X-Trail Ver› 2.890.000,- Elegance SKIPT_um væntingar HJÁLPARSTARF „Maður kemst ekk- ert frekar í hann krappan í Pakist- an heldur en hér,“ segir Þórarinn Ingi Ingason, þyrluflugmaður frá Landhelgisgæslunni, óbanginn. Á morgun mun hann halda til ham- farasvæðanna í Pakistan en þar bíður hans það hlutverk að fljúga með vistir og nauðsynjar upp í fjallaþorpin í kringum bæinn Abbottabad. Einnig mun hann flytja slasaða á sjúkrahús úr fjall- aþorpunum. Þó að aðstæður verði honum ókunnar mun þyrlan vera honum kunnugleg en hún er af gerðinni Super Puma rétt eins og Líf, stærri þyrla Landhelgisgæslunnar. „Ég er að leysa af og verð þarna í tvær vikur,“ segir Þórarinn Ingi sem búa mun við frábrugðið jólahald í ár ef af líkum lætur. Það er norska fyrirtækið Air Lift sem sér um þessa flutninga í Pakistan en Landhelgisgæslan hefur haft nokkurt samstarf við það fyrirtæki á undanförnum árum. „Nú er lagt allt kapp á það að koma fólki í skjól áður en vetur skellur á af fullum þunga. Ástand- ið er mjög viðkvæmt, það eru um þrjár og hálf milljón manna sem eru heimilislausar og þegar snjó- ar verða strax einhver dauðsföll,“ segir þyrluflugmaðurinn. - jse Samstarf Landhelgisgæslunnar og Air Lift: Þyrluflugmaður til Pakistans ÞÓRARINN INGI INGASON ÞYRLUFLUGMAÐUR Þórarinn er hvergi banginn þótt hans bíði harður heimur á hamfarasvæðunum í Pakistan. Þar verður hann meðan aðrir halda gleði- leg jól á Fróni. PAKISTAN Fertug kona fannst á lífi um helgina í rústum húss sem hrundi í jarðskjálftanum mikla í Kasmír í októberbyrjun. Lækn- ar segja að um kraftaverk sé að ræða. Naqasha Bibi var í eldhúsinu í húsi sínu í Kamsar-flóttamanna- búðunum, skammt frá höfuð- staðnum Muzaffarabad, þegar skjálftinn reið yfir. Næstu 63 daga hírðist hún í fósturstellingu og gat sig hvergi hrært. BBC hermir að talið sé að hún hafi getað teygt sig í rotnaða ávexti sem geymdir voru í eldhússkáp og sötrað lækjarvatn sem virðist hafa streymt þar hjá. Þegar Bibi fannst svo á laug- ardaginn var talið að hún væri að deyja og því var henni stungið inn í tjald þar sem hún kúldraðist í tvo daga til viðbótar. Þar fann þýskur læknir hana og kom henni í skyndi á sjúkrahús í Muzaffarabad. Læknar sem hafa meðhöndlað hana segja algert kraftaverk að Bibi sé enn á lífi. Hún var aðeins 35 kíló að þyngd og varð í fyrstu að gefa henni næringu í æð. Enn hefur ekki tekist að rétta úr stirð- um fótleggjum hennar. Engu að síður segja geðlæknar hana við furðu góða andlega heilsu og þótt hún hafi enn ekki getað stunið upp orði brosti hún til læknanna í fyrradag. - shg Fórnarlamb skjálftans í Kasmír lifði á rotnuðum ávöxtum og seytlandi vatni: Fannst á lífi eftir tvo mánuði NAQASHA BIBI Þegar hún fannst eftir 63 daga hafði formlegri leit verið hætt fyrir löngu. NORDICPHOTOS/AFP 15. desember 2005 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.