Fréttablaðið - 15.12.2005, Page 12

Fréttablaðið - 15.12.2005, Page 12
 15. desember 2005 FIMMTUDAGUR Opel. fi‡ski gæ›ingurinn. JÓLIN NÁLGAST! NÁÐU FORSKOTI Á NÝJUM OPEL. *Mi›a› vi› bílasamning Glitnis me› 10% útb. og eftirstö›var í 84 mánu›i. Opel Astra Hatchback er fallegur og frábærlega smíðaður. Hann er líka vel búinn með ABS, skynvirku fjöðrunarkerfi, aksturstölvu og fjölda annarra skemmtilegra kosta. Hann er aflmikill en líka sparneytinn, lipur og rúmgóður. Astra fær fimm stjörnur í árekstrarprófi Euro NCAP. Hverjum Opel fylgir 100.000 kr. gjöf frá Bræðrunum Ormsson handa þeim sem þér þykir vænt um. Við hvetjum alla ökumenn til að aka varlega um hátíðarnar. VER‹ FRÁ A‹EINS: 1.695.000 kr. 10% ÚTBORGUN 169.500 kr. A‹EINS 22.810 kr. Á MÁNU‹I* FRÁ TAVISTOCK SQUARE Alls létust 56 manns í árásunum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRETLAND Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að sérstök opinber rannsókn á hryðjuverkaárásun- um á samgöngukerfi Lundúna 7. júlí síðastliðinn muni ekki fara fram. Í staðinn verður gefin út skýrsla um árásirnar sem byggð verður á þeim gögnum sem þegar eru til. Ættingjar þeirra sem létust svo og talsmenn múslima og þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ákvörðun stjórnar- innar harkalega í gær. „Ef við öflum ekki allra upplýsinga um málið munum við aldrei geta tekið á hinum raunverulega vanda,“ sagði Iqbal Sacraine, forseti Múslimaráðs Bretlands í samtali við BBC. ■ Breska ríkisstjórnin vegna árásanna í Lundúnum: Engin rannsókn gerð BERLÍN, AP Ráðherrar í þýsku rík- isstjórninni sögðust í umræðum á þýska sambandsþinginu í gær ekk- ert rangt hafa aðhafst í máli Khal- ed al-Masri, þýsks ríkisborgara sem var saklaus numinn á brott af bandarísku leyniþjónustunni CIA og fluttur til yfirheyrslna í Afgan- istan í árslok 2003. Frank-Walter Steinmeier, utan- ríkisráðherra sem á þeim tíma var hermálaráðgjafi ríkisstjórnar Gerhards Schröder, ítrekaði að stjórnin hefði ekki haft hugmynd um málið fyrr en eftir að al-Masri hafði verið sleppt. Þá hefðu stjórn- völd farið fram á ítarlegar skýr- ingar frá Bandaríkjamönnum. ■ Þýska ríkisstjórnin ver sig: Stóð rétt að máli al-Masri STEINMEIER Utanríkisráðherrann segir ekkert benda til að upplýsingar þýsku leyniþjónustunnar hafi orðið til þess að al-Masri var rænt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.