Fréttablaðið - 15.12.2005, Síða 18

Fréttablaðið - 15.12.2005, Síða 18
Da gat al S par isjóð sins 2006 er komið! ... og bjóðum upp á ilmandi kaffi og piparkökur. Verið velkomin í jólastemninguna. www.spar.is Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. 24.900 kr. MOTOROLA V3 RAZR SÍMI ATVINNUMÁL Sex íslensk iðnfélög hafa sent Alþingi áskorun þess efnis að hætt verði að innheimta svokallað iðnaðarmálagjald enda séu rökin fyrir þessu þrjátíu ára gamla gjaldi úrelt og gert sé upp á milli iðnfélaga. Gjaldið var sett á árið 1975 í þeim tilgangi að vinna að eflingu iðnaðar og iðnþróunar í landinu en gjaldið, alls um 214 milljónir króna, rennur óskipt til Samtaka iðnaðarins. Eru gerðar athuga- semdir við að ríkið innheimti slíkt gjald fyrir ein hagsmuna- samtök sem hafa þó ekki öll fyr- irtæki í iðngeiranum innan sinna vébanda. Er þannig gert upp á milli samtaka sem mörg hver reiða sig eingöngu á félagsgjöld til rekstursins. Í tilkynningu sem félögin sex, Félag pípulagningarmanna, Meistarafélag húsasmiða, Félag dúklagninga- og veggfóðrara- meistara, Bílgreinasambandið og Félag íslenskra stórkaupmanna, hafa sent frá sér er þess krafist að gjaldið verði fellt niður hið fyrsta. Um óréttlátan nauðungarskatt sé að ræða auk þess sem bent er á að hæpið sé að lögin um gjaldið standist ákvæði stjórnarskrár um félagafrelsi. Að öðrum kosti verði leitað til Mannréttindadómstóls Evrópu. - aöe Áskorun fjölmargra iðnfélaga til Alþingis: Iðnaðarmálagjaldið burt IÐNAÐARMÁLAGJALDIÐ BURT Gjald það er ríkið innheimtir af iðnfyrirtækjum til að efla iðnað og iðnþróun í landinu fer að öllu leyti til Samtaka iðnaðarins á kostnað annarra samtaka. SVÍÞJÓÐ Sænskur karlmaður hefur verið dæmdur í fjórtán ára fang- elsi fyrir að hafa niðurlægt sam- býliskonu sína og selt hundruðum manna. Maðurinn neyddi konuna til að ganga með talstöð og beitti hana ítrekuðu ofbeldi, bæði einn og með mörgum öðrum körlum. Þannig var hún látin drekka þvag úr einum mannanna og þvinguð til að hafa hópsamfarir með allt að sextán mönnum í einu. Á vefútgáfu Expressen kom fram í gær að konan hefði nokkrum sinnum reynt að fremja sjálfsmorð en ákveðið að lokum að kæra hór- mangarann til lögreglunnar. Eftir að hún þorði að bera vitni höfðu fleiri konur samband við lögregl- una og fyrrverandi sambýliskona ákærði hann. Hann hafði líka neytt hana til vændis. ■ SVÍÞJÓÐ Miklar líkur eru sagðar á því að ráðuneytisstjórinn í sænska forsætisráðuneytinu fái að fjúka vegna mistakanna sem áttu sér stað í sænska stjórnkerfinu eftir flóðbylgjuna á Indlandshafi um jólin í fyrra. Ráðuneytisstjórinn er talinn hafa gefið Göran Persson forsæt- isráðherra rangar upplýsingar um atburðarásina en sjálfur hefur hann mótmælt því. Svo virðist sem þrýstingurinn á að Laila Freivalds utanríkisráð- herra segi af sér hafi minnkað en um tíma leit út fyrir að dagar hennar í embætti væru taldir. ■ Sænska stjórnkerfið: Ráðuneytis- stjóri á útleið STJÓRNMÁL Í kjölfar ummæla Skarp- héðins Þórissonar ríkislögmanns um að Hjálmar Árnason, hafi farið rangt með tímasetningu á ráðgjöf embættis- ins vegna starfs- loka Valgerðar H. Bjarnadóttur, sendi þingflokks- formaðurinn frá sér tilkynningu. Þar segir Hjálmar að hann hafi talið að ríkislögmaður hafi veitt umrædda ráðgjöf fyrr en raun bar vitni. Hjálmar telur aðallatriði málsins engu að síður vera þau að embætti ríkislögmanns hafi veitt ráðgjöf þess að lútandi að á Val- gerði H. Bjarnadóttur hafi ekki verið brotið. ■ Hjálmari Árnason: Vill leiðrétta misskilning HJÁLMAR ÁRNASON Sænskur hórmangari: Dæmdur í 14 ára fangelsi 18 15. desember 2005 FIMMTUDAGUR SMÁR EN KNÁR Fullvaxnir andeskondórar eru þyngstu ránfuglar jarðar, 9-12 kíló, en Acatematzi litli á nokkuð í land með að ná slíkri þyngd. Hann fæddist 6. desember í dýragarðinum í Búenos Aíres og er strax farinn að leika sér með líkön að sér stærri fuglum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Lögbannskröfu Jón- ínu Benediktsdóttur á hendur Fréttablaðinu og 365 prentmiðlum var hafnað í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Þá var refsikröfum á hendur Kára Jónassyni, ritstjóra Fréttablaðsins, hafnað og bæði útgáfufélag og ritstjóri sýknað af miskabótakröfu Jónínu. Hróbjartur Jónatansson, lög- maður Jónínu, segir málinu verða áfrýjað til Hæstaréttar og því gildi lögbannið áfram. „Áfrýjun frestar réttaráhrifum dómsins,“ segir hann. Kári Jónasson, ritstjóri Frétta- blaðsins, segir blaðið hins vegar fagna dómnum og kveðst búast við sömu niðurstöðu í Hæstarétti. „Auðvitað er fáránlegt að hægt sé að múlbinda f j ö l m i ð l a með þess- um hætti,“ segir hann og telur með málat i lbún- aðinum vegið að grundvall- a r a t r i ð u m f r j á l s r a r fjölmiðlunar. „Enda mjög alvarlegt að sýslumaður geti komið inn á ritstjórn- arskrifstofur og tekið vinnugögn fréttamanna.“ Þá bendir Kári á að vegna lögbannsins standi fjölmiðl- ar 365 samsteypunnar nú frammi fyrir því að geta ekki fjallað um „Jónínumálið“ í áramótayfirliti. Lögbannið setti Sýslumaður- inn í Reykjavík á 30. september, en það bannar Fréttablaðinu og öðrum fjölmiðlum útgáfufélags- ins að fjalla um aðdraganda svo- kallaðs Baugsmáls, með vísan til gagna sem um leið voru gerð upp- tæk, eða að vitna í fyrri skrif um málið. Samkomulag varð milli lög- manna Jónínu og 365 prentmiðla um að gögnin yrðu ekki lögð fyrir dóminn sem dómsskjöl, en þau hafa ekki verið gerð opinber í heild sinni. Sigurður H. Stefánsson, dómari í málinu, skoðaði hins vegar gögn- in og gerir um þau bókun í dóm- inn. „Þau reynast hafa að geyma tjáskipti stefnanda og nokkurra nafngreindra einstaklinga og virðast á einhverjum tíma hafa verið prentuð út af tölvupósthólfi stefnanda,“ segir hann og kemst að þeirri niðurstöðu að með skrif- um sínum hafi Fréttablaðið ekki farið út fyrir mörk sem tjáningar- frelsi eru sett, samkvæmt ákvæð- um stjórnarskrár og laga um mannréttindasáttmála Evrópu. Hróbjartur segir rangt lagt upp með grundvallaratriði í dómnum og telur hann alrangan. „En héraðsdómur er náttúrulega bara undirréttur, yfirleitt bara skipaður einum dómara og mál sem varða mikla hagsmuni fara venjulega til Hæstaréttar. Því er hvorki ástæða til að ærast af kæti, né brotna niður við niðurstöðu hér- aðsdóms,“ segir hann, en áréttar þó um leið að héraðsdómstigið sé gott og gilt og þar séu mörg mál útkljáð að fullu. „Án þess væru menn líka bara með eitt dómstig og fengist ekki sú endurskoðun dóma sem er í samræmi við til- gang áfrýjunarstigsins.“ olikr@frettabladid.is JÓNÍNA BENEDIKTSDÓTTIR OG HRÓBJARTUR JÓNATANSSON Myndin er tekin í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar fram fór aðalmeðferð í lögbannsmáli Jónínu vegna birtingar frétta sem byggðu að hluta á tölvupóstsamskiptum hennar við aðra. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Lögbannið stendur enn þrátt fyrir dóm Héraðsdómur segir Fréttablaðið ekki hafa farið út fyrir þau mörk sem tjáning- arfrelsinu eru sett. Blaðið birti upplýsingar úr tölvupósti Jónínu Benediktsdótt- ur. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður hennar, segir lögbannið gilda áfram. KÁRI JÓNASSON Ritstjóri Fréttablaðsins fagnar niðurstöðu Hér- aðsdóms Reykjavíkur þar sem lögbannskröfu Jónínu Benediktsdóttur var hafnað.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.