Fréttablaðið - 15.12.2005, Page 22

Fréttablaðið - 15.12.2005, Page 22
Flókin veröld „Þeir hjá Vegagerðinni segja að forsvarsmenn Strætó hafi ekki viljað setja upp stoppi- stöð en þeir hjá Strætó segja að Vegagerðin hafi gleymt að setja upp stöðina.“ EINAR SÍMONARSON BÝR Í GRENND VIÐ GRÓÐRARSTÖÐINA LUND VIÐ VESTURLANDSVEG OG SAKNAR STRÆTÓS. FRÉTTABLAÐIÐ. Það er þá á hreinu „Þegar fullkomnu foreldra- jafnrétti er náð, þá munu konur ná launajafnrétti á vinnumarkaði. Ekki fyrr.“ GÍSLI GÍSLASON, FORMAÐUR FÉLAGS ÁBYRGRA FEÐRA, Í GREIN Í MORGUNBLAÐINU. Endurgerð lagsins Hjálpum þeim, eftir Axel Einarsson og Jóhann G. Jóhannsson, í flutningi landsliðs- ins í poppi árið 2005 kom í verslan- ir í fyrradag. Viðtökur hafa þegar verið mjög góðar, að sögn Einars Ólafs Speight hjá Hagkaupi en diskurinn fæst í Hagkaupsversl- unum, 10-11 og Bónus. „Þetta varð strax söluhæsti diskurinn hjá okkur,“ segir Einar Ólafur sem spáir að Hjálpum þeim verði sölu- hæsta plata ársins. „Hún verður örugglega í einu af toppsætun- um,“ segir hann. Einar Bárðarson sem stóð að undirbúningi útgáfunnar segist hafa fengið mjög góð viðbrögð frá almenningi og sömu sögu hefur Anna Ólafsdóttir hjá Hjálpar- starfi kirkjunnar að segja. Allir sem komu að útgáfunni gáfu vinnu sína og rennur söluandvirðið til bágstaddra í Pakistan og víðar. Þá er laginu ætlað að vekja athygli á jólasöfnun Hjálparstarfsins fyrir vatni. ■ Hjálpum þeim kom í verslanir í fyrradag. Salan fer mjög vel af stað: Líklega metsöluplatan í ár SUNGIÐ AF EINLÆGNI OG INNLIFUN Tugir söngvara tóku þátt í hljóðritun Hjálpum þeim. TVEIR Á TOPPNUM Leikarinn Khairatkhan Sherkhakhan frá Kasakstan sést hér með örninn sinn á rauða dreglinum á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Dúbai. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ég á von á því að verða ákærður LÖGREGLAN SEGIR JÓNAS GARÐARSSON HAFA VERIÐ FULLAN VIÐ STÝRIÐ ÞEGAR PAR LÉST Á VIÐEYJARSUNDI Á YFIR HÖFÐI SÉR ALLT AÐ SEX ÁRA FANGELSI DV2x15 14.12.2005 19:37 Page 1 15. desember 2005 FIMMTUDAGUR22 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Ingunn Huld Sævarsdóttir hefur sent frá sér ljóða- bókina Hungr míns hjarta. Flest eru ljóðin hennar á trúuðum nótum enda ákvað hún ung að fylgja Jesú. „Ég hef ort síðan ég var lítil og man eftir mér tíu til tólf ára gam- alli að gera vísur,“ segir Ingunn Huld sem nú er 22 ára. Hún telur áhugann á kveðskap vera frá pabba hennar og afa sem báðir hafa dundað sér við yrkingar án þess þó að hafa gefið nokkuð út. Ljóðin í bókinni voru flest ort á síðasta ári en þá vann Ing- unn Huld á gistiheimili austur í sveitum. „Ég vann í eldhúsinu og hafði mikinn tíma til að fara í göngutúra. Ég kom yfirleitt til baka með ljóð í vasanum,“ segir hún. Að sumarvinnunni lokinni fór hún í Biblíuskóla í Skotlandi og lagði lokahönd á verkið þegar hún kom aftur heim. Trúin skipar ríkan sess í lífi og hjarta Ingunnar Huldar og flest ljóðin bera þess glögg merki. „Ég hef alltaf trúað á Guð og ákvað þegar ég var fimmtán ára að fylgja Jesú.“ Hún er í Íslensku Kristskirkj- unni sem er lúthersk fríkirkja og auk þess að rækta þar trúna hjálpar hún til í unglingastarf- inu. Titill bókarinnar er sóttur í eitt ljóðanna en það fjallar um stöðuga leit fólks að lífsfyllingu. Ingunn Huld veit hvar þá fyll- ingu er að finna. „Guð er sá eini sem getur satt hungur hjartans,“ segir hún ákveðin. Ingunn Huld gefur bókina sína sjálf út og segir hún einmanalegt en skemmtilegt að standa í stúss- inu sem slíku fylgir. Hún reynir þó að hitta vini sína á milli vinnu- tarna enda hefur hún sérlega gaman af að vera með fólki. „Ég hef ríka þörf fyrir að vera með fólki,“ segir hún. Engin lognmolla ríkir á vinnustað hennar því hún afgreiðir á kaffistofu Háskólans í Reykjavík þar sem oft er þröng á þingi á mestu annatímum. Þegar um hægist gefur hún sér svo tíma til að setjast niður og pára pæl- ingar sínar og ljóð á bréfpoka. Ingunn Huld kemur fram á svonefndu kakókvöldi á Ömmu- kaffi í Austurstræti í kvöld og les þar upp úr bókinni sinni auk þess að flytja nokkur frumsamin lög við undirleik góðvina sinna. ■ INGUNN HULD SÆVARSDÓTTIR Ætlar að lesa úr nýútkomnu ljóðabókinni sinni á Ömmu- kaffi í Austurstræti í kvöld. Þar ætlar hún einnig að flytja nokkur frumsamin lög. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Guð er sá eini sem satt getur hungur hjartans „Það er allt gott að frétta úr Neskirkju. Það er góð tíð, mikið um að vera í kirkjunni og góður gangur í öllu starfi,“ segir séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju. Hann segir starfsálagið ekki aukast að ráði í kringum jólin. „Það eru auðvitað einhverjar sveiflur í þessu eftir mánuðum en dauðinn fer til dæmis ekk- ert í frí um jólin þannig að við prestar erum að sinna prestsverkum allt árið um kring.“ En gefur fólk sér tíma til að sækja kirkju í miðri jólaösinni? „Já, það hefur verið mikil og góð kirkjusókn í Neskirkju í desember og mikið fjölmenni í messum auk þess sem tónleikahald skipar aukin sess í kirkjulífinu í jólamánuðinum. Við erum glöð og hrærð yfir því hve margir leggja leið sína í kirkjuna. Ný aðstaða sem við höfum byggt inni í safnaðarheimili hefur líka aukið starfið og styrkt á margan hátt. Svo hefur líka fagnaðarerindið - orð Guðs - áhrif. Eins og Guð hefur lofað þá skilar það árangri og við verðum áþreifanlega vör við það í Neskirkju.“ Hvernig skyldi svo Guðs maður eins og Örn haga sínum jólaundirbúningi? „Ég hef nú staðið í flutning- um núna á aðventunni þannig að það hefur helst skapað hjá mér auknar annir en við höldum jól á ákaflega hógværum nótum. Við förum pent í sak- irnar og njótum jólanna ekki hvað síst hið innra. Við gefum auðvitað gjafir eins og gengur en við erum ekki átta vikur að undirbúa jólin. Þetta er ein helgi með góðum mat þar sem við gleðjumst,“ segir Örn og gefur lítið fyrir neysluæðið sem gríp- ur menn á hátíðarstundum. „Aðventan á að vera kyrrðartími og tími rólegheita og íhugunar. Á jól- unum sjálfum á maður svo að fagna virkilega og gleðjast af hinu rétta tilefni. Ef maður veit ekki hver tilgangurinn er eða hlustar á og leggur sig eftir boðskap jólanna með einhverjum hætti þá er þessi jólahátíð nú frem- ur tilgangslítil.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SÉRA ÖRN BÁRÐUR JÓNSSON Förum pent í sakirnar HUNGR MÍNS HJARTA Hungur míns hjarta eftir ósvikinni ást eðal andans meðal ást sem uppfyllir mig en skilur ekki eftir sig endalaust tóm heldur mér fastri í klóm og gerir mig háða því sem dugar ei til að færa mér það sem ég vil og mig vantar og þrái Þorsti hjarta mitt brostið hungrað og hætt að reyna að taka til greina að elta eitthvað sem er óekta og gerir mig svanga og svekkta. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.