Fréttablaðið - 15.12.2005, Qupperneq 30
15. desember 2005 FIMMTUDAGUR30
hagur heimilanna
Matvöruverslanir bjóða margar
ágætt úrval af bókum fyrir jólin
og þeir eru ófáir sem kjósa að gefa
góða skruddu í jólagjöf. Matvöru-
verslanirnar Bónus, Hagkaup,
Krónan og Nettó selja allar bækur
og í þessum verslunum er einnig
hefð fyrir því að hægt sé að skila
bókum eftir jólin.
Bónus býður viðskiptavinum
að skila bókum, Til þeirra er hægt
að skila jólabókunum til 10. jan-
úar að því gefnu að bókin sé plöst-
uð og merkt versluninni með þar
til gerðum límmiða.
Skilafresturinn í Hagkaupum
er einnig til 10. janúar. Hagkaup
tekur við öllum bókum sem eru í
sölu fyrir jólin og þær þurfa ekki
að vera merktar sérstaklega.
Í Nettó er hægt að skila bók-
unum á milli jóla og nýárs. Bæk-
urnar sem þar eru í sölu eru ekki
merktar sérstaklega og því tekur
Nettó við öllum þeim bókum sem
búðin hefur til sölu.
Krónan selur einungis bækur
utan höfuðborgarsvæðisins en
skilareglur verslunarinnar lágu
ekki fyrir í gær. - æþe
■ Úlfar Eysteinsson, eigandi veitinga-
staðarins Þriggja frakka, lumar á
allnokkrum húsráðum þegar kemur
að matargerð.
„Mér dettur í hug af því margir eru með
hangikjöt og uppstúf um jólin
að gott ráð er að setja mjólk
í pott og þegar hún hættir að
hreyfast að strá þá sykri yfir.
Hann fellur þá á botninn og
einangrar mjólkina og kemur
í veg fyrir að hún brenni.
Annað sem mér dettur í hug
varðar hvalkjötið okkar. Áður var vinsælt að
geyma kjötið í mjólk til verndar tímabundið.
Það virkar en gallinn er sá að mjólkin dreifist
þá um kjötið og hefur áhrif á bragðið. Betra
er að sleppa því og skera í staðinn af ysta
lagið af kjötinu. Þannig haldast bragðgæðin
og kjötið verður ekki gegnsýrt af mjólk.
GÓÐ HÚSRÁÐ:
SYKUR Á BOTNINN MEÐ
HANGIKJÖTINU
„Bestu og ánægjulegustu kaupin sem ég man eftir eru kaup á ljóðabók,“ segir Marín Guðrún Hrafnsdóttir
menningarfulltrúi. „Það var frábær tilfinning að finna loks, í fornbókaverslun á Laugaveginum, frumútgáfu af
ljóðabók Snorra Hjartarsonar Hauströkkrið yfir mér frá 1979. Eintakið var reyndar ekki til sölu og fornbóka-
salinn sagði mér að hann vildi halda bókinni fyrir sig. Ánægjan var því enn meiri þegar hann ákvað að selja
mér bókina, en ég held að hann hafi skynjað hversu mikilvægt þetta var fyrir mig. Ég fékk bókina fyrir 1000
krónur og þetta er og verður uppáhaldsbókin mín. Ég tengi bókina minningu afa míns,
Þóris Sigurðssonar, sem kenndi mér að meta snilligáfu Snorra og fleiri ljóðskálda.
Besta fjárfestingin er líklega fyrsta íbúð okkar hjóna sem við búum enn í. Við keyptum
hana fyrir sex árum, rétt fyrir sprenginguna á fasteignamarkaðinum. Þessi kaup tengj-
ast líka verstu kaupunum sem ég man eftir. Þá var ég í flísahugleiðingum og ætlaði
að gera góð kaup á útsölum. Ég keypti fallegar baðflísar og taldi mig vera að gera hin
bestu kaup.
Þegar við fórum í að flísaleggja baðherbergið kom í ljós að í einum kassanum
voru sams konar flísar og í hinum kössunum en þó nokkru stærri. Það var ekki
hægt að að skipta þeim og eftir nokkuð svekkelsi og pirring út í verslunina
var ákveðið að skera hverja einustu flís sem átti eftir að fara upp á vegg í
sömu stærð og þær sem komnar voru upp. Þessi flísakaup mín reyndust
mjög kostnaðarsöm og breytingarnar á baðherberginu tóku allt of langan
tíma.“
NEYTANDINN: MARÍN GUÐRÚN HRAFNSDÓTTIR MENNINGAR- OG FERÐAMÁLAFULLTRÚI
Ljóðabókin og fyrsta íbúðin
SKJÓTIÐ SAMAN Í GJÖF
Fyrir ungu stúlkuna
Fyrir mömmuna
Fyrir ömmuna
Fyrir langömmuna
Pelskápur
Pelsúlpur
Dúnúlpur
Leðurjakkar
Kasmír ullarkápur
Hattar, húfur
og kanínuskinn
Komdu í spennandi heim
afþreyingar og upplýsinga
Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone
eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
G
V
3
06
37
12
/2
00
5
16.900 kr.
MOTOROLA V360v
SÍMI
KOMDU Í SPENNANDI HEIM
AFÞREYINGAR OG UPPLÝSINGA
> Kílóverð á úrbeinuðum svínahamborgarhrygg
í maí miðað við verðlag á öllu landinu
Útgjöldin
Eflaust hyggur margur á fasteignakaup nú í desembermánuði. Einn óhjákvæmilegur
fylgifiskur slíkrar fjárfestingar er þinglýsing sýslumanns. Kostnaðurinn sem því fylgir
er í tvennu lagi. Í fyrsta lagi greiðir kaupandi fast þinglýsingargjald, sem er óháð verði
eignarinnar, upp á 1.350 krónur. Í öðru lagi þarf svo kaupandi að greiða 0,4% af
fasteignamatsverði eignarinnar.
Svo dæmi sé tekið, ef fest hefur verið kaup á eign að
verðmæti fimmtán milljóna króna, þarf kaupandi að
reiða fram 60.000 krónur sem hlutfall af fasteigna-
matsverði og 1.350 krónur fyrir fasta þinglýsinga-
gjaldið. Þessi kaupandi þarf því að reiða fram samtals
61.350 krónur við þinglýsingu eignarinnar.
■ Hvað kostar... þinglýsing eignar
Tvískiptur kostnaður
Verðkönnun ASÍ á þeim
bókum sem eru til sölu í 14
verslunum á höfuðborgar-
svæðinu og Akureyri fyrir
komandi jól leiðir í ljós
að mikill verðmunur er á
bókunum eftir verslunum.
Í könnuninni var Bónus
oftast með lægsta verðið en
Griffill það hæsta.
Verðkönnunin fór fram 13. desem-
ber. Af þeim bókum sem verð-
könnunin náði til var mesti verð-
munurinn á bók Einars Kárasonar,
Jónsbók, um athafnamanninn Jón
Ólafsson. Bókin kostaði 5.990
krónur í Pennanum-Eymundssyni
en Nettó og Bónus voru með bók-
ina til sölu fyrir 2.995 krónur.
Í könnuninni var bókin Hinir
sterku eftir Kristján Þórð Hrafns-
son sú bók sem minnstur verð-
munur var á hjá verslununum, eða
rúm 22 prósent.
Af þeim 36 bókum sem verð
var kannað á, kom í ljós að 20
þeirra voru dýrastar í versluninni
Griffli.
Margrét Grétarsdóttir, versl-
unarstjóri í Griffli, segir að verð-
könnunin segi ekki alla söguna.
„Í könnuninni er ekki tekið tillit
til tilboðsins sem við bjóðum upp
á, sem er að viðskiptavinurinn
verslar þrjár bækur en greiðir
bara fyrir tvær, ódýrasta bókin
er þá ókeypis,“ segir Margrét.
Hún segir að með því að gera við-
skiptavinum þetta tilboð sé ekki
verið að stjórna því með verð-
lagningu hvaða bækur fólk kaupi.
„Tilboðið gildir fyrir allar bækur
en ekki bara þessar vinsælu, fólk
getur því ráðið því sjálft hvort
það kaupir metsölubækur eða ein-
hverjar aðrar þegar það nýtir sér
tilboðið. Við erum frekar að stíla
inn á að fólk nýti sér tilboðið og
kaupi fleiri en eina bók.“
Bónus bauð oftast lægsta
verðið í verðkönnuninni. Óðinn
Geirsson, verslunarstjóri Bónus
í Kringlunni, segir að verslun-
in hafi það að leiðarljósi að vera
ávallt með lægsta verðið á bókum.
„Um leið og við komumst að því að
aðrir hafa lækkað verðið á bókum
niður fyrir það sem við bjóðum,
þá breytum við verðinu. Hver ein-
asta bók á að vera ódýrari hér en
annar staðar,“ segir hann.
Bónus er ekki með svipað tilboð
og Griffill býður upp á en Óðinn
segir að það eigi ekki að koma að
sök. „Ef einhverjar verslanir eru
með tilboð þá förum við niður
fyrir það. Þetta er náttúrlega
bara leikur að tölum hjá verslun-
unum og viðskiptavinurinn metur
það hvað hann telur hagstæðast,“
segir Óðinn. steinar@frettabladid.is
Oftast ódýrast í Bónus
en dýrast í Griffli
VERÐ Á VINSÆLUSTU BÓKUNUM
Dýrast Ódýrast
Vetrarborgin eftir Arnald Indriðason Griffill 4.590 kr Bónus 3.040 kr
Þriðja táknið eftir Yrsu Sigurðardóttur Griffill 4.590 kr Bónus 3.040 kr
Rokland eftir Hallgrím Helgason Griffill 4.590 kr Bónus 2.812 kr
Sólskinshestur eftir Steinunni Sigurðardóttur Griffill 4.190 kr Bónus 2.780 kr
Ég elska þig stormur eftir Guðjón Friðriksson Penninn Eymundsson 5.990 kr Bónus 3.893 kr
Harry Potter og blendingsprinsinn eftir J.K. Rowling Griffill 3.880 kr Bónus 2.582 kr
Fíasól í Hósiól eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur Bókabúð Jónasar 2.490 kr Bónus 1.615 kr
Kapteinn Ofurbrók og líftæknilega... Eftir David Pilky Griffill 2.680 kr Bónus 1.789 kr
Jólasveinasaga eftir Bergljótu Arnalds Mál og menning 2.480 kr Bónus 1.487 kr
Minn tími er nóttin eftir Mary Higgings Clark Mál og menning, 3.980 kr Bónus 2.529 kr
Penninn Eymundsson,
Pennin-Bókval á Akureyri
Bækur sem eru á metsölulista Pennans-Eymundsson og einnig í verðkönnun ASÍ
Matvöruverslanir selja nýútkomnar bækur fyrir jólin:
Skilareglur mismunandi
1.
89
8
1.
61
8
1.
25
8
1.
79
8
1.
43
8
2001 2003 20042002 2005
Heimild: Hagstofa Íslands