Fréttablaðið - 15.12.2005, Page 37

Fréttablaðið - 15.12.2005, Page 37
[ ] FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Heimild: Almanak Háskólans �������������� ������� ������������������ ������������� �������� ������ ����������������� ��� ���� ������������������� ������� ������� ������������� �������������� �������������� ��������������� �������������� � �������� Góðan dag! Í dag er fimmtudagurinn 15. desember, 349. dagur ársins 2005. Reykjavík 11.16 13.23 15.30 Akureyri 11.31 13.08 14.44 Bíddu, hvort borðar Grýla óþekk börn eða skítug börn? KRÍLIN Jólaþorpið í miðbæ Hafnarfjarðar er opið allar helgar fram að jólum. Sérstök söluhús mynda umgjörð þorpsins. Í þorp- inu má kaupa alls kyns jólavörur, handverk og góðgæti. Á hverjum degi klukkan þrjú eru skemmtiatriði á sviði. Blóðbankinn kallar á blóðgjaf- ana sína. Birgðirnar eru ekki nægjanlegar, þó að ekki ríki neyðarástand er Blóðbankinn ekki langt frá því. Blóðgjafar eru hvattir til að gefa blóð á aðventunni. Áhyggj- ur Blóðbankans beinast aðallega að O-flokknum, sem er notaður sem neyðarflokkur, og eru O-birgð- irnar orðnar heldur litlar. Neytendastofa hvetur jólahaldara til að fara varlega með rafmagn á heimilinu. Á hverju ári verða eldsvoð- ar sem eiga upptök sín í rafbúnaði. Stundum kviknar í vegna bilunar en oftast veldur gáleysi í umgengni við rafmagn slysum eða íkveikju. Jólin eru hátíð ljóssins og er þá kveikt á fleiri ljósum og þau oft látin loga lengur en aðra daga ársins. Hluti af undirbúningi jólanna á að vera að ganga úr skugga um að þau ljós sem nota á séu í góðu lagi. Óvandaður, skemmdur og rangt notaður ljósabúnaður getur valdið bruna og slysum. Skóbúðin Aldo hefur verið opnuð í Kringlunni á fyrstu hæð á móti Konfektbúðinni. Aldo-skómerkið er vel þekkt í Kanada, Bandaríkjunum og á Bretlandi. Hönnun- in er klassísk og glæsileg, allt frá sandölum upp í ve t ra rs t íg vé l . Skóáhugamenn og -konur ættu því að kíkja við og skoða framlag Aldo í s k ó f l ó r u Íslands. LIGGUR Í LOFTINU [HEIMLI TÍSKA HEILSA JÓL] Svava Hrafnkelsdóttir myndlistarmaður var í eftirlætisflíkinni sinni þegar blaða- maður hringdi til hennar. ,,Ég held mikið upp á Levi‘s gallabuxurnar mínar sem eru með snúnum skálmum. Þær eru stórar, víðar, þægilegar og passa við allt. Maður getur verið feitur í þeim eða mjór, þær henta dagsdaglega jafnt sem við hátíðleg tilefni og svo er hægt að bretta upp á þær ef það er sumar en hafa skálmarnar niður á veturna,“ segir Svava og klæðir sig úr þeim til að sjá númerið en finnur það ekki. ,,Þú getur séð þetta á netinu − þær eru með klofbót. Þetta eru bestu buxur sem ég hef nokkurn tím- ann átt. Ég sá konu úti í bæ í þeim síðasta sumar og keypti þær samdægurs.“ Fyrir utan snúnu buxurnar er Svava ekki oft í gallabuxum. ,,Ég er 50 prósent í buxum og 50 prósent í pilsi. Pils eru svo skemmtileg og gaman að vera í. Konur eru alltof sjaldan í þeim nú til dags enda er svo kalt að vera í nælonsokkabuxum. Ég skil ekki hvernig hægt er að vera í næloni á Íslandi.“ Blaðamaður spyr hvort Svava sé vana- föst. ,,Já, mjög! Ef ég sé eina flík sem mér finnst flott, kaupi ég mér kannski tvær hvora í sínum litnum.“ Svava kveðst kaupa oft í Zöru því þar sé svo ódýrt. ,,Síðan kaupi ég basic föt í gæða- búðum eins og Polarn og Pyret. Annaðhvort kaupir maður ódýr föt og kannski svolítið „spicy“ eða rosa dýra flík sem maður á lengi en hún verður þá að vera „basic“.“ mariathora@frettabladid.is Mjög snúnar buxur Svava Hrafnkelsdóttir á snúnar gallabuxur sem henta við allt og alltaf. Hún er vanaföst og kaupir sér stundum tvær eins flíkur ef henni finnst þær flottar. Svava Hrafnkelsdóttir í uppáhaldsbuxunum sem ganga við allt. KJÓLAR Svartur vinsæll BLS. 2 HEIMILISTÆKI Skemmtileg og skrítin BLS. 8 AUSTURVÖLLUR Breytir um jólasvip BLS. 15 HEILSUÞORP Framkvæmdir á Spáni BLS. 16 VERSLUNIN ILSE JACOBSEN Á GARÐA- TORGI HEFUR SLEGIÐ Í GEGN. EIGANDINN HEFUR VART UNDAN AÐ PANTA FLÍKUR OG SKÓ FYRIR ÍSLENSKAR TÍSKUDRÓSIR. „Margir voru efins þegar ég valdi versluninni stað hér á Garðatorgi og ég bjóst ekki við svona góðum viðtökum,“ segir Ragnheiður Óskarsdóttir eigandi. Íslenskar konur hafa ekki látið staðsetningu verslunarinnar stoppa sig heldur flykkjast í Garðbæinn með þeim afleiðingum að flíkurnar rjúka út. „Ég hef ekki undan að panta. Búðin virðist spyrjast mjög vel út því að ég hef lítið auglýst.“ Í verslun Ragnheiðar eru auk fatnaðar frá Ilse Jacobsen meðal ann- ars til sölu föt frá danska merkinu Baum und Pferdgarten og danska merkinu Nanja. „Þetta eru allt hönnuðir á uppleið,“ segir Ragnheiður ánægð með að hafa látið drauminn rætast í haust. Og íslenskar konur eru greinilega líka ánægðar með viðbótina í fataflóruna. Dönsk hönnun slær í gegn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.