Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2005, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 15.12.2005, Qupperneq 37
[ ] FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Heimild: Almanak Háskólans �������������� ������� ������������������ ������������� �������� ������ ����������������� ��� ���� ������������������� ������� ������� ������������� �������������� �������������� ��������������� �������������� � �������� Góðan dag! Í dag er fimmtudagurinn 15. desember, 349. dagur ársins 2005. Reykjavík 11.16 13.23 15.30 Akureyri 11.31 13.08 14.44 Bíddu, hvort borðar Grýla óþekk börn eða skítug börn? KRÍLIN Jólaþorpið í miðbæ Hafnarfjarðar er opið allar helgar fram að jólum. Sérstök söluhús mynda umgjörð þorpsins. Í þorp- inu má kaupa alls kyns jólavörur, handverk og góðgæti. Á hverjum degi klukkan þrjú eru skemmtiatriði á sviði. Blóðbankinn kallar á blóðgjaf- ana sína. Birgðirnar eru ekki nægjanlegar, þó að ekki ríki neyðarástand er Blóðbankinn ekki langt frá því. Blóðgjafar eru hvattir til að gefa blóð á aðventunni. Áhyggj- ur Blóðbankans beinast aðallega að O-flokknum, sem er notaður sem neyðarflokkur, og eru O-birgð- irnar orðnar heldur litlar. Neytendastofa hvetur jólahaldara til að fara varlega með rafmagn á heimilinu. Á hverju ári verða eldsvoð- ar sem eiga upptök sín í rafbúnaði. Stundum kviknar í vegna bilunar en oftast veldur gáleysi í umgengni við rafmagn slysum eða íkveikju. Jólin eru hátíð ljóssins og er þá kveikt á fleiri ljósum og þau oft látin loga lengur en aðra daga ársins. Hluti af undirbúningi jólanna á að vera að ganga úr skugga um að þau ljós sem nota á séu í góðu lagi. Óvandaður, skemmdur og rangt notaður ljósabúnaður getur valdið bruna og slysum. Skóbúðin Aldo hefur verið opnuð í Kringlunni á fyrstu hæð á móti Konfektbúðinni. Aldo-skómerkið er vel þekkt í Kanada, Bandaríkjunum og á Bretlandi. Hönnun- in er klassísk og glæsileg, allt frá sandölum upp í ve t ra rs t íg vé l . Skóáhugamenn og -konur ættu því að kíkja við og skoða framlag Aldo í s k ó f l ó r u Íslands. LIGGUR Í LOFTINU [HEIMLI TÍSKA HEILSA JÓL] Svava Hrafnkelsdóttir myndlistarmaður var í eftirlætisflíkinni sinni þegar blaða- maður hringdi til hennar. ,,Ég held mikið upp á Levi‘s gallabuxurnar mínar sem eru með snúnum skálmum. Þær eru stórar, víðar, þægilegar og passa við allt. Maður getur verið feitur í þeim eða mjór, þær henta dagsdaglega jafnt sem við hátíðleg tilefni og svo er hægt að bretta upp á þær ef það er sumar en hafa skálmarnar niður á veturna,“ segir Svava og klæðir sig úr þeim til að sjá númerið en finnur það ekki. ,,Þú getur séð þetta á netinu − þær eru með klofbót. Þetta eru bestu buxur sem ég hef nokkurn tím- ann átt. Ég sá konu úti í bæ í þeim síðasta sumar og keypti þær samdægurs.“ Fyrir utan snúnu buxurnar er Svava ekki oft í gallabuxum. ,,Ég er 50 prósent í buxum og 50 prósent í pilsi. Pils eru svo skemmtileg og gaman að vera í. Konur eru alltof sjaldan í þeim nú til dags enda er svo kalt að vera í nælonsokkabuxum. Ég skil ekki hvernig hægt er að vera í næloni á Íslandi.“ Blaðamaður spyr hvort Svava sé vana- föst. ,,Já, mjög! Ef ég sé eina flík sem mér finnst flott, kaupi ég mér kannski tvær hvora í sínum litnum.“ Svava kveðst kaupa oft í Zöru því þar sé svo ódýrt. ,,Síðan kaupi ég basic föt í gæða- búðum eins og Polarn og Pyret. Annaðhvort kaupir maður ódýr föt og kannski svolítið „spicy“ eða rosa dýra flík sem maður á lengi en hún verður þá að vera „basic“.“ mariathora@frettabladid.is Mjög snúnar buxur Svava Hrafnkelsdóttir á snúnar gallabuxur sem henta við allt og alltaf. Hún er vanaföst og kaupir sér stundum tvær eins flíkur ef henni finnst þær flottar. Svava Hrafnkelsdóttir í uppáhaldsbuxunum sem ganga við allt. KJÓLAR Svartur vinsæll BLS. 2 HEIMILISTÆKI Skemmtileg og skrítin BLS. 8 AUSTURVÖLLUR Breytir um jólasvip BLS. 15 HEILSUÞORP Framkvæmdir á Spáni BLS. 16 VERSLUNIN ILSE JACOBSEN Á GARÐA- TORGI HEFUR SLEGIÐ Í GEGN. EIGANDINN HEFUR VART UNDAN AÐ PANTA FLÍKUR OG SKÓ FYRIR ÍSLENSKAR TÍSKUDRÓSIR. „Margir voru efins þegar ég valdi versluninni stað hér á Garðatorgi og ég bjóst ekki við svona góðum viðtökum,“ segir Ragnheiður Óskarsdóttir eigandi. Íslenskar konur hafa ekki látið staðsetningu verslunarinnar stoppa sig heldur flykkjast í Garðbæinn með þeim afleiðingum að flíkurnar rjúka út. „Ég hef ekki undan að panta. Búðin virðist spyrjast mjög vel út því að ég hef lítið auglýst.“ Í verslun Ragnheiðar eru auk fatnaðar frá Ilse Jacobsen meðal ann- ars til sölu föt frá danska merkinu Baum und Pferdgarten og danska merkinu Nanja. „Þetta eru allt hönnuðir á uppleið,“ segir Ragnheiður ánægð með að hafa látið drauminn rætast í haust. Og íslenskar konur eru greinilega líka ánægðar með viðbótina í fataflóruna. Dönsk hönnun slær í gegn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.