Fréttablaðið - 15.12.2005, Page 51
FIMMTUDAGUR 15. desember 2005 15
15%
JÓLAAFSLÁTTUR
Í DESEMBER
Hlýlegar jólagjafir,
úlpur, kápur,
jakkar og peysur.
Nánar á netsíðu
www.svanni.is
Sendum lista út og land.
Sími 567 3718
Þessi mynd er tekin þegar kveikt var á trénu í ár og það er greinilegt hvað birkihríslurnar
hafa vaxið.
Oslóartré hefur prýtt Austurvöll á þessum
árstíma allt frá því 1951.
Starfsmenn bæjarins setja upp jólatré á
Austurvelli í ár en til þess þarf auðvitað þó
nokkrar tilfæringar.
Í rúma hálfa öld hefur Reykjavíkur-
borg fengið að gjöf stórt og veglegt
jólatré frá Osló sem hefur verið sett
upp á Austurvelli og ljósum prýtt
með mikilli viðhöfn. Fyrst í stað var
alltaf kveikt á trénu fjórða sunnu-
dag í aðventu eða síðasta sunnudag
fyrir jól en sú tímasetning hefur
færst framar, samferða jólaundir-
búningnum sem hefst nú mun fyrr
en á árum áður.
Jólatréð á Austurvelli er eitt
helsta táknið um það að jólin séu
í nánd. Margar fjölskyldur hafa
það fyrir sið að bregða undir sig
betri fótunum, fara saman niður
í bæ og fylgjast með þegar ljósin
eru kveikt á trénu og skemmti-
dagskránni sem alltaf fylgir í
kjölfarið. Svo er farið á kaffihús
þar sem rjúkandi heitt kakó og
piparkökukarlar fá viðeigandi
meðferð. Útvarpað hefur verið frá
þessum viðburði til margra ára og
þeir sem komast ekki á Austur-
völl hafa getað hlýtt á hátíðahöld-
in. Jólatréð á Austurvelli setur
jólasvipinn á bæinn. Hin síðari ár
hafa birkitrén vaxið til samkeppni
við Oslóartréð og í ár eru þau
jafnvel enn meira áberandi en það
í mikilli ljósadýrð. Ekkert slær þó
út Oslóartréð á Austurvelli þegar
jólaandinn er annars vegar því
Það gerir jólin í Miðbænum að
jólalegum jólum.
Dansað kringum jólatréð á Austurvelli í
fyrra í ljósaskiptunum.
Eitt lítið jólatré...
Jólatréð á Austurvelli er fyrir mörgum miðpunktur aðventunnar.
Takið eftir því hve birkitrén eru miklu minni
á þessari mynd...
Séð úr lofti er jólatréð á Austurvelli eins og ljósavin í svartasta skammdeginu, skartgripur í barmi borgarinnar.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI