Fréttablaðið - 15.12.2005, Page 52
[ ]getur auðveldlega valdið veikindum hjá fólki ef það fer ekki varlega. Það er betra að reyna að taka það sæmilega rólega fyrir jólin svo þau verði ekki haldin í rúminu.Jólastressið
Nokkrir athafnasamir Íslend-
ingar hyggjast reisa heilsuþorp
á Spáni. Þar á ekki að djamma
og djúsa diskótekunum á held-
ur verður heilbrigður lífsstíll í
fyrirrúmi.
Trausti Valdimarsson læknir ætlar
að taka þátt í uppbyggingu heilsu-
þorpsins af einskærum áhuga.
Hann hefur unnið á heilsuhælinu
í Hveragerði og segir meining-
una að byggja upp eitthvað svipað
á Spáni, kannski þó fyrir aðeins
yngra og hressara fólk. „Þetta
verður heilsueflandi og uppbyggj-
andi starfsemi,“ segir hann og
lýsir henni nánar.
„Þarna getur fólk bæði verið
í fríi í fallegu umhverfi og góðu
loftslagi en samtímis verið að gera
eitthvað fyrir heilsuna svo sem
fara í göngutúra, leikfimi, sund og
jóga.“ Trausti segir fyrirhugað að
fólk geti farið í þolpróf og almenna
skoðun á líkamsástandi þegar það
komi og síðan verði reynt að laga
það sem hægt er með góðu móti.
Einnig verði hugsanlega gefinn
kostur á námskeiðum, til dæmis í
spænsku og öðrum tungumálum,
heimspeki, sálfræði eða hverju
sem er. „Annars er þetta allt á
hugmyndastigi ennþá,“ bætir hann
við. „Ég sé fyrir mér bæði and-
lega og líkamlega endurhæfingu,
góðan mat og hóflega skammta af
víni. Þetta verður ljúft líf og holl-
ustan í hávegum höfð.“
Þorpið á að rísa í fjallahéraði
á suðausturhluta Spánar, í um
klukkustundar akstursfjarlægð
frá Miðjarðarhafinu. Byrjað verð-
ur með um 200 íbúðir í heilsuþorp-
inu og þar gefst fleirum kostur á
að dvelja en Íslendingum að sögn
Trausta. Í nágrenni er þorp sem
heitir Moratalla og allt um kring
eru náttúruverndarsvæði með
fjölbreyttum gönguleiðum. „Bæj-
arstjórinn í Moratalla er læknir og
hann er mjög hrifinn af hugmynd-
um okkar um heilsuþorpið,“ segir
Trausti. En hvenær þarf að panta?
„Þetta verður tilbúið í fyrsta lagi
eftir eitt og hálft ár,“ segir hann
að endingu og hlakkar greinilega
til að takast á við verkefnin þar
syðra.
gun@frettabladid.is
Trausti er magalæknir og ætlar að sjá til
þess að maturinn í heilsuþorpinu verði
hollur og góður.
Heilbrigður lífsstíll í
heilsuþorpinu á Spáni
Þorpið verður í um 400 metra hæð yfir sjávarmáli.
Margir hafa það fyrir sið að setja
nokkra dropa af ólífuolíu í baðið til
að mýkja hörundið og létta lund
enda hefur fólk mikla trú á jákvæð-
um áhrifum ólífuolíunnar.
Nú eru Olivia snyrtivörurnar frá
gríska framleiðandanum Papouts-
anis komnar í verslanir Hagkaupa í
Smáralind. Olivia snyrtivörurnar eru
allar unnar úr hreinni ólífuolíu og
eru ætlaðar til næringar, lækninga
og ummönnun líkamans. Vörurnar
hafa reynst vel fyrir exem og pshor-
iasis sjúklinga og henta líka öllum
þeim sem hafa ýmis húðvandamál,
eru með viðkvæma húð og geta
ekki notað hvaða snyrtivörur sem
er. Í Olivia línunni má fá fljótandi
handsápur, baðolíu, húðkrem og
handáburð. Einnig er hægt að fá
tvær gerðir af litlum sápum, báðar
unnar úr ólífuolíu en önnur er einnig
með Aloa Vera. Sápurnar má nota á
allan líkamann og í hárið og virka vel
gegn flösu.
Ólífuolían í snyrtivörunum inniheldur
mikilvægar fitusýrur og vítamín sem
eru nauðsynleg húðinni og vernda
hana enda er ólífuolían fullkomin
afurð fyrir umönnun líkama og hárs.
Olivia vörurnar eru unnar úr hreinni
ólífuolíu og henta vel fyrir þá sem hafa
viðkvæma húð.
Ólífan til bjargar
ÓLÍFUOLÍAN HEFUR VERIÐ NOTUÐ TIL NÆRINGAR OG LÆKNINGAR Í ÞÚSUNDIR
ÁRA. NÚ ERU KOMNAR Á MARKAÐ SNYRTIVÖRUR SEM ERU UNNAR ÚR HREINNI
ÓLÍFUOLÍU OG GERA KRAFTAVERK FYRIR BÆÐI HÚÐ OG HÁR.
1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 9