Fréttablaðið - 15.12.2005, Side 60
15. desember 2005 FIMMTUDAGUR24
Skip siglir inn Sundin FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
SJÓNARHORN
Hver er uppáhaldsbúðin þín?
Heldur maður upp á búðir? Ég hef
aldrei pælt í því.
Hvað finnst þér skemmtileg-
ast að kaupa? Ég kaupi mest af
bókum, en ekki vegna þess að það
sé skemmtilegt, heldur vegna þess
að það slær á fíknina. Eða kannski
er þetta bara veiðimannaeðlið: að
koma auga á bók, kaupa hana og
koma henni í hús?
Verslar þú í útlöndum? Nei, það
myndi ég aldrei gera! Frekar læt ég
versla fyrir mig í útlöndum.
Einhverjar venjur við innkaup?
Já, ég var vanur að kaupa alltaf
notuð föt í Spútnik, Hjálpræð-
ishernum eða Kolaportinu, en
núna ven ég mig á að kaupa bara
Armani og Hugo Boss (fáir vita
að sá síðarnefndi gerði það gott í
heimsstyrjöld nr. 2).
Tekurðu skyndiákvarðanir í fata-
kaupum? Ég hata allt skyndi. Ég
tek skipulagðar, þaulhugsaðar, vel
ígrundaðar og ábyrgar ákvarðanir
með hægð.
Tekur ábyrg-
ar ákvarðanir
með hægð
Andri Fannar Ottósson, heim-
spekinemi og knattspyrnumaður,
kaupir mikið af bókum til að slá á
fíknina.
Í dag kaupir Andri Fannar einungis föt
frá Armani og Hugo Boss.
KAUPVENJUR
1. Daydream Nation (1988).
Kom út sem tvöföld vínylplata.
Valin besta plata 9. áratugsins af
Pitchfork Media. Koverið á plötunni
er málverk eftir Gerhard Richter.
Lagið Teenage Riot náði inn á
vinsældarlista Billboards.
2. Dirty (1992). Spike Jonze gerði
sitt fyrsta tónlistarmyndband við
lagið 100% sem er á plötunni
og Jason Lee lék í fyrsta skipti í
því sama myndbandi. Lagið JC er
tileinkað rótaranum fræga Joe Cole
sem nýlega hafði verið myrtur er
platan kom út. Var endurútgefin
fyrir ekki svo löngu síðan í veglegri
tveggja diska útgáfu.
3. Sonic Nurse (2004). Nýjasta
plata hljómsveitarinnar. Seinasta
plata Jim O‘Rourke með hljóm-
sveitinni, að sinni allavega. Átti
fyrst að skarta mynd af Mariuh
Carey á koverinu en lag um líf
hennar er á plötunni.
4. Evol (1986). Fyrsta plata tromm-
arans Steve Shelley með hljóm-
sveitinni. Var einnig fyrsta plata
Sonic Youth undir merkjum SST
útgáfufyrirtækisins. Lee Ranaldo
syngur í fyrsta sinn á plötunni lag
eftir sjálfan sig.
5. Goo (1990). Fyrsta plata Sonic
Youth undir merkjum plöturis-
ans Geffens sem gaf þeim þar
með mun breiðari aðdáenda- og
hlustendahóp. Margir grunge-arar
líta mikið upp til þessarar plötu,
meðal annnars hélt Nirvana mikið
upp á hana sem og annað efni
með hljómsveitinni. Chuck D úr
Public Enemy kemur fram í einu
lagi á plötunni, Kool Thing, sem er
jafnframt eitt frægasta lag hljóm-
sveitarinnar fyrr og síðar. Var eins
og Dirty endurútgefinn í sérstakri
viðhafnar útgáfu fyrir stuttu síðan.
TOPP 5:
SONIC YOUTH
1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8
Alla þriðjudaga
til laugardaga