Fréttablaðið - 15.12.2005, Qupperneq 64
15. desember 2005 FIMMTUDAGUR40
Baugur og Oddaflug
sneiða hjá yfirtöku með
því að selja tíu prósent til
Landsbankans. Málinu
lokið af hálfu yfirtöku-
nefndar með sölu bréf-
anna.
Tveir stærstu eigendurnir í FL
Group, Oddaflug og Baugur
Group, hafa selt samanlagt um tíu
prósent hlutafjár í félaginu eftir
að Yfirtökunefnd komst að þeirri
niðurstöðu að Baugi Group væri
skylt að gera yfirtökutilboð til
annarra hluthafa í FL Group. Litið
var svo á að Oddaflug og Baug
hefðu gert með sér hluthafasam-
komulag um stjórnun FL Group
sem leiddi til yfirtökuskyldu.
Yfirtökunefnd lítur svo á að
með sölu bréfanna sé yfirtöku-
skylda ekki lengur fyrir hendi.
Í kjölfar breytinga sem urðu
á eignarhaldi og stjórn félagsins
eftir hlutafjárútboð, sem fram
fór um miðjan nóvember, fór
samanlagður eignarhlutur Odda-
flugs, eignarhaldsfélags í eigu
Hannesar Smárasonar, forstjóra
FL Group, og Baugs upp í 49,68
prósent. Yfirtökunefnd komst að
þeirri niðurstöðu að samstarf
þessara aðila, ásamt öðrum stór-
um hluthöfum, við hlutafjár-
aukninguna hefði verið náið þar
sem þeir skiptu með sér 28 millj-
örðum króna af um 44 milljörð-
um sem í boði voru. Í stjórn FL
Group á þessum tíma hafi verið
tveir fulltrúar frá Baugi ásamt
Hannesi, sem þá var stjórnarfor-
maður félagsins. Því hafi átt að
líta á hlut félaganna sem einn.
Þá taldi nefndin að eignarhlut-
ur Oddaflugs og Baugs að loknu
útboði hefði verið það mikill að
félögin hefðu getað tilnefnt eða
sett af meirihluta stjórnar.
Þar sem Baugur jók hlut sinn
í fyrrgreindu útboði hvíli til-
boðsskylda á honum, jafnvel þótt
Oddaflug hafi átt stærri hlut í FL
Group eða 25 prósent.
Baugur og Oddaflug hafa
brugðist við þessari niðurstöðu
Yfirtökunefndar með því að selja
hvort um sig fimm prósenta eign-
arhlut í FL Group til Landsbank-
ans þannig að samanlagður hlut-
ur stærstu eigenda fer undir 40
prósent.
Þetta er í annað skiptið á árinu
sem Yfirtökunefnd kannar hvort
yfirtökuskylda hafi myndast í FL
Group. Fyrr á árinu komst nefndin
að þeirri niðurstöðu að Oddaflugi
væri ekki skylt að gera yfirtökutil-
boð eftir að miklar eignabreyting-
ar áttu sér stað í FL Group um
mitt ár. eggert@frettabladid.is
Baugur var yfirtöku-
skyldur í FL Group
TÍU STÆRSTU HLUTHAFARNIR
Í FL GROUP *
Oddaflug ehf 19,8%
Baugur Group 19,2%
Landsbankinn 11,7%
Íslandsbanki 9,3%
Arion safnreikningur 8,2%
Materia Invest ehf 7,0%
Kaupþing banki hf 2,8%
Straumur - Burðarás 2,5%
Gildi -lífeyrissjóður 1,1%
Saxbygg ehf 1,1%
* Án framvirkra samninga
„Niðurstaðan kom okkur á óvart,“
segir Skarphéðinn Berg Steinars-
son, stjórnarformaður FL Group
og fulltrúi Baugs í stjórninni,
vegna álits Yfirtökunefndar að
Baugi hafi verið skylt að leggja
fram yfirtökutilboð í FL Group.
Hann segir að Baugur hafi
fengið álitið í hendur í fyrradag
og brugðist við því með að selja
hluta af eignarhlut sínum í FL
Group. Hann lítur svo á að málið
sé algjörlega úr sögunni og hefur
ekki ástæðu til að ætla að aðrar
eftirlitsstofnanir á fjármálamark-
aði takið málið til sín. - eþa
Niðurstaðan kom
Baugi á óvart
SKARPHÉÐINN BERG STEINARSSON
Lítur á að málið sé úr sögunni með sölu á
hlut í FL Group til Landsbankans.
HÖFÐU MEÐ SÉR SAMSTARF Yfirtökunefnd telur að samstarf Baugs og Oddaflugs hafi
verið með þeim hætti að eignarhlutur félganna fór yfir yfirtökumarkið. Félögin hafa brugð-
ist við álitinu með því að selja tíu prósent í FL Group.
Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrver-
andi forstjóri FL Group, hefur
verið ráðin forstjóri Promens.
Tekur hún við
því starfi af
föður sínum,
Geir A. Gunn-
laugssyni, sem
verður starf-
andi stjórnar-
formaður.
Ragnhildur
hætti skyndi-
lega hjá FL
Group í októ-
ber og við
starfi hennar
tók Hannes Smárason.
Promens er í eigu Atorku og
framleiðir vörur úr plasti. Félagið
veltir um tíu milljörðum króna.
Til Promens
RAGNHILDUR GEIRS-
DÓTTIR, FORSTJÓRI
FL GROUP
Bæði Baugur Group og Odda-
flug hafa gert afleiðusamninga
við Landsbankann vegna þeirra
hluta sem voru seldir til bankans
til að bregðast við áliti Yfirtöku-
nefndar. Hvort félag seldi fimm
prósent. Samkvæmt afleiðusamn-
ingunum bera Baugur Group og
Oddaflug fjárhagslega áhættu
og njóta fjárhagslegs ávinnings
af gengi umræddra hlutabréfa í
FL Group en hafa ekki atkvæðis-
rétt af umræddum bréfum. „Við
tökum áhættu og ávinning af
þessum hlut en atkvæðisréttinn
förum við ekki með,“ segir Skarp-
héðinn Berg Steinarsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Baugi. Það eru
því seljendur bréfanna sem njóta
góðs af hækkun þeirra en taka á
sig skellinn ef gengið lækkar.
Er þetta málamyndagern-
ingur? „Nei, alls ekki. Þetta er
fyrirkomulag sem tekur á þessu
ástandi sem Yfirtökunefndin hafði
talið að væri til staðar og breytir
því ástandi sem lýst er í álitinu,“
segir hann ennfremur. - eþa
Eiga ekki bréfin en
taka alla áhættuna
Hvað gerir rafvirkinn?
Milljón dollara spurningin þessa dagana hljóðar víst
svona: Hvað gerir rafvirkinn? Rafvirkinn er viðurnefn-
ið á Þórði Má Jóhannessyni og dregið af því að hann
er forstjóri Straums. Baugur og Karl Wernersson eru
komnir í eina sæng í hluthafahópi Íslandsbanka og
nú er spurningin hvað Straumur gerir við sinn hlut.
Nafn Ólafs Ólafssonar, stærsta eiganda Kers, SÍF og
Samskipa, heyrist oftast
nefnt þessa dagana. Þá er
gert ráð fyrir að Straumur
fái í staðinn bréfin sem
Ólafur ræður yfir í KB
banka. Straumur myndi
þó ekki með því ná undir-
tökum í þeim banka þar
sem fyrir er Exista með
yfir fimmtungshlut. Hins
vegar gæti Straumur átt í
framtíðinni auðvelt með
að selja þann hlut ef vel tekst til að kynna KB banka
fyrir erlendum fjárfestum.
Samkeppnisaðili verðlaunar
Jón Ásgeir Jóhannesson var kjörinn viðskiptamað-
ur ársins af Scanorama, sem er tímarit SAS flug-
félagsins og má lesa um borð í vélum félagsins.
Þar er greint frá því að félag Jóns Ásgeirs, Baugur,
selji matvöru, fatnað og leikföng í
Bretlandi og félagið hafi nýverið
haldið innreið sína í Danmörku.
Lauslega er sagt frá kærumáli á
hendur honum og sagt að málinu
hafi verið vísað frá. Ekki er minnst
á málið að öðru leyti. Hvergi er
heldur minnst á það að Baugur
er orðinn stór eigandi að helsta
samkeppnisaðila SAS á Norður-
löndunum, Sterling, í gegnum
eignarhlut Baugs í FL Group.
Peningaskápurinn...
Jón Ásgeir Jóhannesson
og Karl Wernersson hafa
lagt hlutafé sem þeir
ráða yfir í Íslandsbanka
inn í sérstakt félag.
„Við höfum áhuga á að styrkja
aðkomu okkar að Íslandsbanka og
í þeim tilgangi fengum við Baug til
liðs við okkur í það verkefni,“ segir
Karl Wernersson, stór hluthafi og
stjórnarmaður í Íslandsbanka.
Milestone, sem Karl og systkini
hans eiga, leggur allt hlutafé sitt í
Íslandsbanka inn í sérstakt félag
sem heitir Þáttur ehf. Jafnframt
leggja systkinin hluti sína í trygg-
ingafélaginu Sjóvá, samtals 66 pró-
sent, inn í sama félag. Baugur legg-
ur sitt hlutafé í bankanum einnig
inn í Þátt, eða rúm 1,5 prósent,
ásamt því að leggja fram reiðufé.
Eftir þessi viðskipti ræður Þátt-
ur ehf. yfir tæplega tuttugu pró-
sentum atkvæða í Íslandsbanka.
Milestone-fjölskyldan ræður yfir
80 prósentum í Þætti en Baugur 20
prósentum. Munu því Karl Wern-
ersson, stjórnarformaður Þáttar,
og Jón Ásgeir Jóhannesson, for-
stjóri Baugs, vinna sameiginlega
að hagsmunum félagsins. Aðspurð-
ur segir Karl þetta gert með
þessum hætti því Milestone sinni
öðrum verkefnum en að eiga hluti
í Sjóvá og Íslandsbanka. Baugur
hafi ekki ætlað að eiga samstarf
við þau um þá hluti. Því varð til
samstarf í kringum Þátt.
FL Group ræður yfir um 6,7
prósentum hlutafjár í Íslands-
banka. Þekkt er samstarf Hannes-
ar Smárasonar, forstjóra FL Group,
og Jóns Ásgeirs. Einar Sveins-
son, stjórnarformaður bankans,
hefur haft sömu áherslur í rekstri
Íslandsbanka og Karl Wernersson.
Séu hlutir FL Group og félags Ein-
ars taldir með hlutum Þáttar ræður
þessi hópur yfir um 30 prósentum
atkvæða í Íslandsbanka.
Í hluthafaskrá er Straumur
fjárfestingabanki skráður fyrir
27,5 prósent hlutafjár. Ekki náðist
í Þór Má Jóhannesson, forstjóra
Straums, í gær til að spyrja hann
út í samstarf stóru hluthafanna.
Styrkja stjórn sína
með samstarfi
Tölur miðast við 14. des. kl. 14:55
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 5.349 +0,81% Fjöldi viðskipta: 270
Velta:18.303 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 49,90 -0,80% ... Bakkavör
52,00 +0,60% ... FL Group 17,60 +0,60% ... Flaga 4,99 +0,80%
... HB Grandi 9,50 +0,00% ... Íslandsbanki 17,30 +0,00% ... Jarð-
boranir 24,20 -1,20% ... KB banki 695,00 +1,90% ... Kögun 60,60
+1,70% ... Landsbankinn 24,50 +0,00% ... Marel 64,90 +1,10%
... SÍF 4,17 -0,20% ... Straumur-Burðarás 15,70 +0,60% ... Össur
117,50 +0,40%
MESTA HÆKKUN
KB banki +1,91%
Kögun +1,68%
Marel +1,09%
MESTA LÆKKUN
Jarðboranir -1,23%
Actavis -0,80%
SÍF -0,24%