Fréttablaðið - 15.12.2005, Síða 65

Fréttablaðið - 15.12.2005, Síða 65
FIMMTUDAGUR 15. desember 2005 41 Verslanakeðjan Marks & Spenc- er vann mál gegn breska ríkinu fyrir Evrópudómstólnum. Búist er við kröfu upp á þrjátíu milljón- ir punda (3,3 milljarða íslenskra króna) í kjölfar dómsins. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækinu hefði verið heimilt að jafna tapi sem var tilkomið vegna útibúa í ESB sem höfðu hætt starfsemi, á móti hagnaði af starfsemi fyrirtækis- ins í Bretlandi. Þó að um fordæmismál sé að ræða telja sérfræðingar í skatta- lögum ólíklegt að breska ríkið þurfi að punga út háum fjárhæð- um vegna svipaðra mála. ■ M&S vinn- ur mál gegn ríkinu Ástralska flugfélagið Qantas hefur náð samningum við Boeing- flugvélaverkmiðjurnar um kaup á eitt hundrað og fimmtán 787 Dreamliner-flugvélum. Samning- urinn hljóðar upp á rúma 1.100 milljarða íslenskra króna. Qantas hafði uppi áætlanir um beint flug án millilendinga til áfangastaða í Bretlandi og Banda- ríkjunum. Hvorki Boeing né Airbus, sem einnig gerði gerði tilboð í nýjan flugvélaflota Qantas, gat boðið upp á hagkvæma lausn á vélum með svo miklu flugþoli. ■ Qantas semur við Boeing QANTAS ENDURNÝJAR FLOTANN ALAN GREENSPAN Seðlabankinn hækkar eins og við var búist. Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti úr 4 pró- sentum í 4,25 prósent. Þetta er í þrettánda skipti í röð sem bankinn hækkar vexti. Í tilkynningu frá Seðlabank- anum kemur fram að þrátt fyrir hækkanir á orkuverði og afleið- ingar fellibylja sé verðlag stöðugt. Aðgerða geti þó verið þörf til að viðhalda hagvexti og verðlagi í jafnvægi. Í framhaldi af tilkynn- ingunni hækkaði verð hlutabréfa og skuldabréfa á markaði. ■ Vaxtahækkun í Bandaríkjunum Breska verslunarkeðjan Julian Graves lagði í gær fram yfirtökutil- boð í Whittard of Chelsea, sem rekur te-, kaffi- og gjafavöruverslanir því tengdar. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á 21,5 milljónir punda eða sem nemur 2,4 milljörðum króna. Julian Graves rekur 265 versl- anir á Bretlandseyjum í miðbæjum borga og verslunarmiðstöðvum. Baugur á sextíu prósenta hlut í Julian Graves, en aðrir eigend- ur eru Nicholas Shutts, stofnandi Julian Graves, og félög í eigu Jóns Scheving Thorsteinssonar og Pálma Haraldssonar, sem er stjórnarfor- maður Julian Graves. Gunnar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Baugs í Bretlandi segir kaupin bjóða upp á ýmis tæki- færi. „Whittard er vel þekkt og rót- gróið vörumerki og hér er einstakt tækifæri til að byggja það upp með þeim krafti sem býr í Julian Graves,“ segir Gunnar. Hann segir að með kaupunum sé verið að fara svipaða leið og gert var með því að sameina Oasis og Karen Millen sem tilheyra nú Mosa- ic Fashion. „Við erum að byggja upp fyrirtæki sem hafa bolmagn til að vaxa.“ Hann segist vonast til þess að hluthafar muni taka tilboðinu vel. Nick Shutts, stofnandi Julian Gra- ves, segir tækifærið spennandi og koma þegar fyrirtækið sé að hefja nýtt vaxtarskeið. Stefnt sé að opnun eitthundrað verslana á næstu tveim- ur til þremur árum. Hann segir til- boðið sýna svart á hvítu kosti þess að hafa Baug Group sem bakhjarl og að hann og hans fólk hefði skort sér- þekkingu og bolmagn til að fylgja slíkum kaupum eftir án þess að það ylli truflun á rekstri Julian Graves. Julian Graves selur ýmiss konar lúxusskyndibita, hnetur og þurrk- aða ávexti. Gengi bréfa Whittard hefur lækkað mikið undanfarið ár. Stjórn félagsins hefur mælt með því að yfirtökutilboðinu verði tekið og kaupendur hafa tryggt sér stuðn- ing 64 prósenta hluthafa Whittard. Teather and Greenwood, sem er í eigu Landsbankans, stóð að tilboð- inu fyrir hönd kaupenda. -hh Yfirtökutilboð í Whittard lagt fram Julian Graves, sem er í meirihlutaeigu Baugs, hyggst kaupa Whittard á 2,4 milljarða STJÓRNARFORMAÐUR JULIAN GRAVES Pálmi Haraldsson er stjórnarformaður Julian Graves, sem hefur gert yfirtökutilboð Whittard of Chelsea. Julian Graves hefur opnað 90 búðir frá því að íslenskir fjárfestar komu að félaginu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.