Fréttablaðið - 15.12.2005, Side 74

Fréttablaðið - 15.12.2005, Side 74
 15. desember 2005 FIMMTUDAGUR50 Stóra svið SALKA VALKA Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20 WOYZECK Fi 29/12 kl. 21 Fö 30/12 kl. 21 Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 21 KALLI Á ÞAKINU Má 26/12 kl. 14 Su 8/1 kl. 14 Su 15/1 kl. 14 CARMEN Fi 12/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Fö 13/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Nýja svið/Litla svið ÞRJÁR SYSTUR e. TSJEKHOV Nemendaleikhúsið, aðeins í desember Fö 16/12 kl. 20 Lau 17/12 kl. 20 Su 18/12 kl. 20 Þr 27/12 kl. 20 Mi 28/12 kl. 20 MANNTAFL Mi 28/12 kl. 20 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 29/12 kl. 20 AUKAS. UPPSELT Fö 30/12 kl. 20 AUKASÝNING Síðustu sýningar! SÖNGLIST Létt og skemmtilegt jólaleikrit með söngvum og dönsum. e. Erlu Rut Harðar- dóttur í leikstjórn Gunnars Helgasonar. Miðaverð 700- kr. Lau 17/12 kl. 14 og kl. 16 Su 18/12 kl. 14 og kl. 16 GJAFAKORT GEFÐU EFTIRMINNILEGA UPPLIFUN GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ GILDA ENDALAUST S Ö N G B Ó K B J Ö R G V I N S H A L L D Ó R S S O N A R 1 9 7 0 - 2 0 0 5 Stórkostleg safnplata í næstu verslun 3CD Leikhópurinn Á senunni kynnir: mi›. 14. des. kl. 10.00 fim. 15. des. kl. 10.00 lau. 17. des. kl. 17.00 sun. 18. des. kl. 14.00 sun. 18. des. kl. 16.00 ATH - A‹EINS fiESSAR S†NINGAR! S‡nt í Tjarnarbíói Tjarnargötu 12. Mi›asala er hafin í síma 861 9535 og á senan@senan.is www.senan.is laus sæti laus sæti laus sæti örfá sæti laus laus sæti uppselt 15.12 16.12 17.12 27.12 28.12 29.12 fim. fös. lau. þri. mið. fim. Landsbankinn er stoltur bakhjarl sýningarinnar. GJAFAKORT - TILVALIN JÓLAGJÖF MIÐASALA: www.midi.is og í Iðnó s. 562 9700 Vampíran, með sjálfan Drakúla greifa í broddi fylkingar, er eitt lífseigasta og skemmtilegasta fyr- irbæri afþreyingarmenningarinn- ar samanlagðrar. Blóðsugan hafði lifað í munnmælasögum hjátrúar- fulls almúga um allan heim öldum saman þegar rómantísku skáldin fluttu hana inn í bókmenntirnar en þaðan áttu vampírurnar síðar greiða leið í kvikmyndirnar. Óféti og aðalsmaður Drakúla greifi mætti tannhvass og blóðþyrstur til leiks í skáldsögu Brams Stoker, Dracula, árið 1897 en frumdrögin að þessum skæða aðalsmanni komu fram nokkru fyrr. Sumarið 1816 voru saman- komin við Genfarvatn rómantísku skáldin og villingarnir Shelley og Byron lávarður ásamt ungri eig- inkonu þess fyrrnefnda, Mary, og John Polidori sem var í slagtogi með Byron. Það mun hafa verið að undirlagi Byrons sem fjór- menningarnir ákváðu að semja draugasögur eitthvert drunga- legt rigningarkvöld og afrakst- urinn varð tvö frægustu skrímsli menningarsögunnar. Mary Shell- ey byrjaði þarna á sögu sinni um Frankenstein og óskapnað hans og Polidori lagði drögin að blóðsug- usögu og virtist byggja óvættina á sjálfum Byron. Hingað til höfðu vampírur verið drullug og ókræsi- leg kvikindi sem nærðust á blóði fólks en nú var komið fordæmi að illgjörnum aðalsmanni sem biti fólk í hálsinn og drykki úr því allt blóð. Þessi skaðvaldur tók svo á sig fullkomna mynd hjá Stoker löngu síðar. Saga ólánssömu arftakanna Elizabeth Kostova blandar saman sögulegum fróðleik og skáldskap saman við hugmyndir úr bók Stokers í sinni fyrstu skáldsögu, Sagnfræðingnum, sem fjallarum leit nokkurra sagnfræðinga að Drakúla á 20. öldinni. Sagnfræð- ingurinn hefst árið 1972 þegar ung kona, sem stefnir á sagnfræðinám, finnur dularfulla bók í hillum föður síns. Í bókinni liggja bréf sem hefjast á orðunum: „Kæri ólánssami arftaki minn“. Bréfrit- ara er greinilega ekki um sel og virðist fullviss um að yfirnátturu- leg og ill öfl séu á hælum sínum og muni einnig elta þá sem feti slóð hans. Stúlkan gengur á föður sinn, sem er virtur sagnfræðingur og diplómat, og togar hægt og bítandi upp úr honum sögu sína og læri- meistara síns, prófessors Rossi, en báðir höfðu þeir freistað þess að elta sjálfan Drakúla uppi með skelfilegum afleiðingum. Rossi hóf leitina upp úr 1930 en færði lærisveini sínum blóðugt keflið upp úr 1950. Skömmu síðar hverfur Rossi á dularfullan hátt og faðir sögukonunnar dregst inn í furðulega og skelfilega atburða- rás þegar hann einsetur sér að finna kennara sinn og rekur slóð hans til Tyrklands, Ungverja- lands og Búlgaríu. Faðir stúlkunn- ar týnist svo aftur á móti eftir að hann byrjar að fræða dóttur sína um eltingarleikinn við Drakúla árið 1972 og þá hefur hún sína leit, bæði að föður sínum og Drakúla. Stjaksetjarinn ógurlegi Sagnfræðingurinn er 800 blaðsíðna doðrantur og hreint sælgæti fyrir vampírista og aðdáendur Drakúla en sagnfræðingarnir þeytast út um allan heim og viða að sér fróðleik um Drakúla og þá fyrst og fremst hinn raunverulega Drakúla, Vlad Tepes, sem var hinn versti harð- stjóri og níddist á andstæðingum sínum sem og þegnum sínum, ekki síst sér til ánægju og yndisauka. Vlad var mikill vígamaður og helgaði líf sitt varnarbaráttu gegn Tyrkjum sem herjuðu á lönd hans og þegar vel bar í veiði safnaði hann saman stríðsföngum sínum og lét stjaksetja þá í hektaratali en hans er einmitt fyrst og fremst minnst í mannkynssögunni fyrir miskunnarlausar stjaksetningarn- ar. Þessi grimmi aðalsmaður og saga hans er bakgrunnur Drakúla eins og við þekkjum hann úr bókum og bíómyndum og framan af snýst Sagnfræðingurinn fyrst og fremst um þennan raunverulega illvirkja. Kostova heldur sig því lengst af á sviði hins raunverulega og mögu- lega en samt grúfir alltaf einhver ókennileg ógn yfir sögunni og fantasían tekur svo völdin þegar líður á söguna og hinn eini sanni Drakúla birtist í öllu sínu veldi. Bergmál af Stoker Sagnfræðingurinn kallast á við Dracula eftir Stoker og Kostova byggir bók sína upp á svipaðan hátt og Stoker gerði fyrir rúmum 100 árum. Stoker rakti sögu Drakúla í sendibréfum, dagbók- arfærslum og hljóðritum persóna sinna og unga konan sem er sögu- maður Sagnfræðingsins raðar bréfum föður síns, kennara hans og ýmsum textabrotum saman í þessa skemmtilegu heild sem greinir frá leitinni að greifanum vonda á þremur tímabilum á síð- ustu öld. Þar fyrir utan minnir margt í fari persónanna á persónur Stokers og hér kemur meira að segja sjóaður vampírubani við sögu sem er jafn fimur með stik- una og Van Helsing forðum. Það má segja að sjálfur Drakúla hafi verið aukapersóna í bók Stokers. Hann kemur sjaldan fram í eigin persónu en gnæfir samt yfir allri frásögninni og sömu sögu er að segja hér. Sagnfræðingurinn fjall- ar um leitina að Drakúla þannig að hann er fjarverandi lengst af en slagkraftur hans er slíkur að ógnin sem stafar af honum er allt- af til staðar. Sagan er spennandi, krydduð krassandi lýsingum á illvirkjum Vlads, og til þess að tryggja að les- andinn missi ekki athyglina í öllum sagnfræðiþvælingnum er reglu- lega bitið í hálsa og blóð drukk- ið. Sagnfræðingurinn er læsileg og spennandi bók sem býður upp á þrælskemmtilegt ferðalag í gegnum ákveðið tímabil í sögu Evrópu með aðaláherslu á sögur af illvirkjum Drakúla í Transylv- aníu. Bókin er þó fyrst og fremst spennusaga og þó Drakúla sé höf- uðpáfi hryllingsbókmenntanna er vart hægt að flokka Sagnfræðing- inn sem hrylling. Þetta er spennu- saga sem sver sig á vissan hátt í ætt við Da Vinci lykilinn og getur því skemmt öllum þó blóðþyrstir vampíristar fái vissulega mest fyrir sinn snúð. Þórarinn Þórarinsson Leitin að Drakúla SAGNFRÆÐINGURINN HÖF: ELIZABETH KOSTOVA ÚTG: Jentas Niðurstaða: Sagan er spennandi, krydduð krassandi lýsingum á illvirkjum Vlads og til þess að tryggja að lesandinn missi ekki athygl- ina í öllum sagnfræðiþvælingnum er reglulega bitið í hálsa og blóð drukkið. DRAKÚLA GREIFI Christopher Lee túlkaði Drakúla með miklum tilþrifum á sínum tíma. Blóðsugugreifinn fer hamförum í Sagnfræðingnum eftir Elizabeth Kostova og hrellir fræðimenn á 20. öldinni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.