Fréttablaðið - 15.12.2005, Síða 76

Fréttablaðið - 15.12.2005, Síða 76
 15. desember 2005 FIMMTUDAGUR52 ÚTSALA ÚTSALA 50 – 70 % AFSLÁTTUR Meiri verðlækkun Rúllukragapeysa 6.000.- 2.900.- Marglit peysa 7.200.- 2.900.- Jakkapeysa 6.200.- 2.900.- Flís-jakkapeysa 5.300.- 1.900.- Blúndutoppur m/rós 4.000.- 1.900.- Dömuskyrta 4.900.- 1.900.- Ullarblaser 6.600.- 2.900.- Gallajakki 5.300.- 2.500.- Úlpa m/hettu og skinni 5.800.- 2.900.- Mokkajakki 10.800.- 4.900.- Pelsjakki 7.900.- 3.900.- Kjóll m/perlum 7.300.- 2.900.- Gallapils 4.800.- 1.900.- Teinóttar buxur 3.600.- 1.800.- Kvartbuxur 4.700.- 1.900.- Gallabuxur 5.400.- 2.700.- Leðurstígvél 15.200.- 4.900.- Silfur sandalar 5.400.- 1.900.- Einnig fantaður á kr. 500.- og kr. 990.- Og margt margt fleira Síðumúla 13 • 108 Reykjavík • Sími 568-2870 Dæmi um verð. Áður. Núna. Opið virka daga 10:00 – 18:00 og Laugardaga 10:00 – 16:00 > Ekki missa af... ... Tim Burton‘s Corpse Bride. Stórkost- leg brúðuskemmtun með magnaðri tónlist Dannys Elfman. Stórleikararnir Emily Watson, Helena Bonham-Cart- er og Johnny Depp fara með helstu raddhlutverk. Myndin er stútfull af skemmtilegum aukapersónum en Corpse Bride er ein þeirra mynda sem nýtur sín best á hvíta tjaldinu. Ágætt að hafa þessa í bakhöndinni þegar uppselt er á King Kong. Michael: My father is no different than any powerful man, any man with power, like a president or senator. Kay Adams: Do you know how naive you sound, Michael? Presidents and senators don‘t have men killed. Michael: Oh. Who‘s being naive, Kay? Michael Corleone útskýrir fyrir eiginkonu sinni Kay hvernig kaupin á eyrinni ganga fyrir sig í fyrstu Guðföðurmyndinni. Þegar Peter Jackson var tólf ára fékk hann myndbandsupptökuvél að gjöf frá foreldrum sínum. Hann fór út í garð og reyndi að endur- gera King Kong. Tilraunin mis- tókst en Jackson gleymdi aldrei þessu loðna skrímsli sem hafði látið hann gera sín fyrstu mistök á sviði kvikmynda. Fyrir níu árum hugð- ist Jackson svo endurnýja vinskap sinn við King Kong en þá datt inn á borðið hjá honum Hringadrottins- saga. Hann gat ekki ýtt því verk- efni til hliðar enda einstakt tæki- færi. Líkt og áður gleymdi Jackson ekki górillunni sinni og þegar allt æðið í kringum Föruneyti hrings- ins var yfirstaðið fór Jackson í megrun og kvikmyndaði loksins æskudrauminn. Útkoman er ótrúleg ef marka má dóma erlendra miðla. Þeir mega vart vatni halda yfir þessari endur- gerð en hún var ekki ókeypis. Kvik- myndin var 32 milljónum dýrari en upphaflega var gert ráð fyrir. Jack- son lét það ekki stöðva sig heldur pungaði sjálfur út því sem upp á vantaði. Universal-kvikmyndaver- ið, sem á mestan heiðurinn af því að myndin fór í framleiðslu, var held- ur ekkert að kippa sér upp við auk- inn kostnað enda eru forráðamenn þess eru skýjunum yfir útkomunni. Í stað þess að gera sömu mistök og kvikmyndagerðarmennirnir sem mynduðu Godzilla brenndu sig á hélt Jackson sig við New York árið 1933. Væntanlega hefði ekki mikið verið eftir af borginni ef nokkrar Harrier-þotur og flugskeyti þeirra hefðu reynt að tortíma górillunni. Í stuttu máli er söguþráðurinn á þá leið að kvikmyndaleikstjór- inn Carl Denham fer með tökulið sitt til Hauskúpueyjar ásamt leik- skáldinu Jack Driscoll og leikkon- unni Ann Darrow. Þar lenda þau í klónum á frumbyggjum sem vilja fórna Darrow. Kvikmyndaleik- stjórinn telur sig auðvitað vera lentan í gullnámu og kvikmyndar allt sem fyrir augum ber. Þegar loks tekst að bjarga leikkonunni úr klóm ófreskjunnar er górillan lokkuð í gildru og flutt í kynning- arskyni til New York með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum. Það eru Jack Black, Adrien Brody og Naomi Watts sem leika aðalhlut- verkin auk Andy Serkis sem ljáir górillunni hreyfingar sínar. Þess má geta að Peter Jackson fékk nýverið Golden Globe-tilnefningu fyrir bestu leikstjórn og James Newton Howard fyrir bestu frum- sömdu tónlistina. Sarah Jessica Parker hreppti óvænt Golden Globe-tilnefningu fyrir leik sinn sem hin ofursnobb- aða Meredith Morton í kvikmynd- inni The Family Stone. Myndin segir frá því þegar áðurnefnd Morton kemur með verðandi eig- inmanni sínum til jólaboðsins hjá tengdafjölskyldu sinni. Sú fjöl- skylda er frekar erfið í umgengni og Morton fær ekkert sérstaklega hlýjar móttökur. Hún bregður því á það ráð að fá systur sína, hina elskulegu Julie, til að koma sér til aðstoðar. Áður en hún veit af hefur þó allt farið fjandans til og jólahaldið það árið er í stórkost- legri hættu. Auk Parkers fara þau Diane Keaton, Claire Danes, Craig T. Nelson, Luke Wilson og Dermot Mulroney með aðalhlutverkin auk nýstirnisins Rachel McAdams. freyrgigja@frettabladid.is KING KONG OG ANN DARROW Myndarinnar um górilluna og leikkonuna hefur verið beðið með mikilli óþreyju en Peter Jackson hafði ætlað að gera hana fyrir níu árum. King Kong og fjölskyldan Stone Andy Serkis telst varla venjulegur leikari. Þó hann eigi vissulega myndir á borð við 13 going 30 og 24 hour Party People þá er hann þekktastur fyrir magnaða túlkun á Gollum og Smeagal í Hringadrottinssögu. Leik- arinn fékk frábæra dóma fyrir leik sinn en gengið var framhjá honum þegar tilnefnt var til óskarsverðlauna þau þrjú ár sem föruneytið var á ferðinni. Kvikmynda- akademían taldi óhæft að töluvgerð persóna fengi tilnefningu. Reyndar er þetta í annað skiptið sem slíkt gerist því mörgum fannst Robin Williams eiga skilið tilnefningu fyrir „leik“ sinn sem andinn í Disney teiknimyndinni Aladdin árið 1993. Það verður þó að setja spurningamerki við dómgreind akademíunnar í tilviki Serkis því Peter Jackson taldi nauðsynlegt að Gollum væri leikin af manneskju. „Það er ekki hægt að hafa tölvuteiknaða persónu með tölvurödd af því að þá nærðu engum persónulegum tengslum við hana,“ sagði leikstjórinn. Hlutverkið útheimti mikla vinnu fyrir Serkis en hann þurfti allan tímann að vera í búningi með punktum sem tölvur gátu notað til að nema hreyfingar hans. Röddin er ekki síður eftirminnileg en Serkis sagðist hafa notað köttinn sinn þegar hann hóstar upp hárbolta sem fyrirmynd hennar. Serkis var meðal þeirra fyrstu sem komu til liðs við Jack- son og var sá allra síðasti sem yfirgaf tökustaðinn. Það þarf síðan varla að hafa fleiri orð um velgengni Hringadrott- inssögu. Peter Jackson var ekki í vafa um hver ætti að verða „skærasta“ stjarnan þetta árið enda ætlaði að hann að beita sömu tækni við gerð King Kong. Serkis var búinn að ná full- komnum tökum á henni og því í raun bara formsatriði að fá hann í liðið. Hvort leikarinn festist sem tölvugerð persóna verður að koma í ljós en meðal verkefna sem eru á dagskrá hjá honum er mynd með Mickey Rourke og Ewan McGregor. Óþekkt stórstjarna Þrátt fyrir að Brokeback Mount- ain hafi hlotið sjö tilnefningar er árangur leikarans George Cloon- ey ekki síður merkilegur. Tvær kvikmyndir sem hann kemur nálægt eru tilnefndar til sex verð- launa en þetta eru myndirnar Syr- iana, sem Clooney bæði leikur í og framleiðir og svo Good Night and Good Luck en þar er leikarinn allt í öllu; leikstýrir, skrifar, fram- leiðir og leikur eitt aðalhlutverk- anna. „Ef einhver hefði sagt við mig í janúar, þegar ég var að ljúka vinnu við Syriana og byrja á Good Night, að þessar myndir ættu eftir að njóta slíkrar velgengni hefði ég hlegið,“ sagði Clooney við blaða- menn þegar tilnefningarnar höfðu verið tilkynnntar á þriðjudaginn. Lengi leit ekki út fyrir að Clooney tækist að slá í gegn en eftir að hafa landað hlutverki Dougs Ross á bráðavakt Michaels Crichton hefur leið hans nánast eingöngu legið upp á við. Eftir þátttökuna í Batman & Robin, sem flestir gagnrýnendur hömuð- ust við að tæta í sig og áhorfendur sniðgengu, ákvað Clooney að nú væri komið nóg af froðusnakki. Hann kynntist Steven Soderbergh og þeir félagar tóku upp náið samstarf sem hefur skilað sér í myndum á borð við Out of Sight, Ocean‘s myndunum tveimur auk þess sem þeir hafa verið duglegir við að aðstoða unga leikstjóra. Í stað þess að krefjast milljóna dollara í laun hefur Clooney farið þveröfuga leið. Hann hikar ekki við að setja peninga sína í óhefð- bundnar og pólitískar myndir. Syriana fjallar til að mynda um viðskiptin í olíuheiminum og Good Night er um heim fréttamennsk- unnar í kringum sjötta áratuginn. Hún stendur Clooney mjög nærri því faðir hans, Nick, var þulur á þessum tíma og var sá fyrsti sem sá myndina. „Hann sagði að við hefðum náð umhverfi fréttastof- unnar mjög vel,“ sagði Clooney er hann var spurður um hvernig pabbanum hefði þótt myndin. George Clooney er nú kominn aftur til starfa með Soderbergh en saman ætla þeir að gera The Good German sem gerist í seinni heimstyrjöldinni. -fgg Clooney sigurvegari GEORGE CLOONEY Hefur ríka ástæðu til að brosa þessa dagana enda eru tvær kvik- myndir sem hann kemur nálægt tilnefndar til sex Golden Globe-verðlauna. FRUMSÝNDAR Í VIKUNNI (DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM) The Family Stone Internet Movie Database 5,8 / 10 Metacritic.com 8,5 / 10 Rottentomatoes.com 75% / fersk King Kong Internet Movie Database 8,0 / 10 Metacritic.com 8,7 / 10 Rottentomatoes.com 86% / fersk Það er komið að stóru stundinni. King Kong er loksins kominn til landsins eftir langa bið og mikla spennu kvik- myndaáhugamanna. ANDY SERKIS Mætir hér til frumsýningar King Kong í New York. Hann verður að teljast einhver skærasta stjarna kvikmyndanna þótt fáir viti deili á honum. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES bio@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.