Fréttablaðið - 15.12.2005, Síða 78

Fréttablaðið - 15.12.2005, Síða 78
78 28. janúar 2005 FÖSTUDAGUR Hlynur Sigurðsson sjónvarpsmað- ur segist hafa mikla ánægju af því að matreiða og borða góðan mat. ,,Ég elda reyndar ekki jafn oft og konan en á móti kemur að ég vinn mikið. Ég tek þó góðar skorpur á sumrin, þá grilla ég út í eitt.“ Hlynur segist þó hafa snemma verið nokkuð liðtækur í eldhús- inu. ,,Ég fékk einhverra hluta vegna þá flugu í höfuðið þegar ég var um það bil fimmtán ára að ég ætlaði mér að verða bakari. Þá gerði ég lítið annað en að baka í eldhúsinu. Það tímabil stóð þó reyndar stutt yfir. Ég hef þó löng- um þótt góður pylsugerðarmað- ur,“ segir Hlynur og bætir því við að fyrir honum sé einfaldleikinn oft bestur þegar kemur að matar- gerð. ,,Þá er það reyndar þannig á mínu heimili að bróðir minn er yfirmatreiðslumeistari á veitinga- staðnum Argentínu og um leið og hann birtist fer ég að vera óörugg- ur í eldhúsinu.“ Aðspurður hvað honum finnist ómissandi hráefni í mat stendur ekki á svari. ,,Mér finnst alveg nauðsynlegt að eiga hvítlauk og klettasalat. það eru eiginlega uppáhalds hráefnin mín. En ég verð eiginlega að segja að það sem mér finnst skemmtileg- ast að elda er kjöt á grilli. Það er eiginlega ekkert flóknari en það. Það að fara út á góðu sumarkvöldi algjörlega afslappaður og í góðum fíling, mögulega með bjór í hendi, er alveg yndislegt.“ Hlynur segist vera nokkuð smeykur við að reyna nýjungar í eldhúsinu. ,,Ég verð eiginlega að viðurkenna að ég er stundum frek- ar hugmyndasnauður í eldhúsinu. Eins og ég hef mikla ánægju af að borða góðan mat þá er það nú eiginlega bara synd hve erfitt ég á með að fá hugmyndir að fram- andi réttum. Einfaldleikinn er þó reyndar ekkert endilega verri en hvað annað.“ Hlynur tekur dæmi um góðan, einfaldan og fljótlegan rétt sem auðvelt er að elda. ,,Þú eldar kjúklingastrimla á pönnu og blandar saman við klettasalat, tómata, jarðarber, eða bara græn- meti almennt. Einnig er hægt að setja edik og feta-ost með og þar með er málið dautt. Þetta verður varla einfaldara og og er alveg ótrúlega bragðgott.“ KJÚKLINGASALAT Á EINFALDA MÁTANN Bakki af kjúklingastrimlum Poki af kletta- og/eða lambasalati Askja af kirsuberjatómötum 1 paprika 1 rauðlaukur Grænar ólifur Feta-ostur í olíu (Ferskur parmesan) Málið er einfalt - salatið skolað og sett í skál. Tómatar, paprika og rauðlaukur skorinn niður og bætt út í. Ólífum og feta- eða parmesanostinum bætt út í. Tilvalið er að borða með þessu heitt baguette-brauð. Þetta er fljótlegur og góður réttur. Það má bæta fleiru í réttinn eftir smekk, t.d. jarðaberjum, balsamik-ediki eða hverju því sem fólki þykir gott. Hvaða matar gætir þú síst verið án? ,,Ég held ég verði að segja mjólkurmatar í þessu tilliti. Hann bara kemur svo víða við.“ Hver er besta máltíð sem þú hefur fengið? ,,Flatbrauð með hangikjöti og malt eftir göngu á Gölt, sem er fjall staðsett vestur á fjörðum, eða nánar tiltekið við Súgandafjörð, árið 1981. Hún er allavega sú máltíð sem er hvað mest lifandi í minningunni.“ Er einhver matur sem þér finnst vondur? ,,Já, kæst skata er ómeti en annars þyki ég ósmekklega frjálslyndur í matarmálum. Hvað leynist í eldhússkápunum? Þar finnst gjarnan appelsínusafi og skyr. Þar gætir þú örugglega einnig komið auga á nokkrar tegundir osta. Hvað borðar þú til þess að láta þér líða betur? ,,Hnetur. Ég er ein- staklega sólginn í hnetur, sérstak- lega eftir að ég komst að því að þær eru svona hollar. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? ,,Ég á alltaf til lýsi í mínum skáp. Það klikkar aldrei.“ Ef þú yrðar fastur á eyðieyju, hvaða mat myndir þú taka með þér? ,,Ég myndi hiklaust taka með mér indverskt take-away. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borðað? ,,Það mun vera þegar við fórum til Kína um árið. Þar borðuðum við það skrýtinn mat oftar en einu sinni að við þorðum ekki að spyrja hvað þetta var. Ennfremur þorðum við ekki að hugsa um hvað þetta ómeti var og höfum reynt að bægja þeim hugsunum frá okkur núna samfellt í nítján ár. MATGÆÐINGURINN VALGEIR GUÐJÓNSSON TÓNLISTARMAÐUR Lýsið klikkar aldrei Það má með sanni segja að Tommasi- vínin hafi slegið í gegn hér á landi und- anfarin ár. Hver kannast ekki við Tomm- asi Rafael, Tommasi Soave, Tommasi Ripasso og svo ekki sé minnst á Tommasi Amarone. Öll þessi vín hafa unnið hug og hjörtu landsmanna og fyrir löngu orðin góðkunningjar svignandi veisluborða. Undanfarin misseri hafa Tommasi-vínin skorað hátt í víntímaritum um allan heim eins og t.d. Wine Spectator og Decanter. Jólavínið í ár er að sjálfsögðu Tommasi Ripasso. Það passar vel með reyktum mat eins og t.d. hamborgarhrygg og gaman er að smakka Tommasi Ripasso með hangi- kjötinu. Tommasi Ripasso er eitt af hátíð- arvínum vínbúða og óhætt er að segja að viðbrögðin hafi stórkostleg. Kynningarverð á hátíðardögum í vínbúð- um 1.690 kr. Bourgogne pinot noir frá François d‘Allaines er dæmigert rauðvín frá Búrgundí, það er bragðmik- ið og elegant, með skógarilm og keim af lakkrís og trufflum. Þetta er einfaldlega mjög gott vín á góðu verði, gott með nauta- og lamba- kjöti. Auðvitað er Bourgogne Pinot Noir frábært með villibráð, enda nóg af kanínum, villisvínum og dádýrum í Búrgundí! Pinot noir-þrúgan er mjög við- kvæm. Veðurfarið er mjög breyti- legt í Búrgundí og því er nauðsyn- legt að fylgjast með henni mjög vel til að njóta einstaks karakt- ers hennar og sérstöðu. Það gerir Francois d‘Allaines. Búrgundí er lítið hérað, stærð þess er um 5% af víngerðarsvæði Frakklands, en stát- ar af 25% af staðar- heitum landsins (eða appellation). Í dag eru aðal- lega ræktaðar þar tvær þrúg- ur, pinot noir fyrir rauðvínið og chardonnay fyrir hvítvínið. Þótt lítið sé eru þar um 5000 vínframleiðendur. Verð í vínbúðum 1.490 kr. FRANCOIS D‘ALLAINES: Jóla pinot noir Einfaldast er oft best Hlynur Sigurðsson sjónvarpsmaður kýs að hafa einfaldleikann að leiðarljósi í eldhúsinu. TOMMASI: Skorar hátt í víntímaritum Ekki gleyma ...að setja hjartað í jólabakst- urinn. Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 3 06 37 12 /2 00 5 KOMDU Í SPENNANDI HEIM AFÞREYINGAR OG UPPLÝSINGA 14.900 kr. NOKIA 6020 SÍMI Hluthafafundur Mjólkurfélags Reykjavíkur hf. Áður boðuðum hluthafafundi Mjólkurfélags Reykjavíkur hf. sem vera átti þriðjudaginn 20. desember nk. er frestað til föstudagsins 30. desember nk. Fundurinn verður haldinn á Grand Hotel Reykjavík og hefst hann kl. 11.00 Fyrir fundinum liggur tillaga stjórnar um breytingu á samþykktum félagsins. Lagt er til að stjórn þess fái heimild til útgáfu nýs hlutafjár og að ákvæði um forkaupsrétt hluthafa að því falli niður. Jafnframt að stjórn skipi þrír menn og einn til vara. Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með miðvikudeginum 21. desember nk. Dagskrá fundarins verður sem hér sem hér segir: 1. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins 2. Kosning stjórnar. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Stjórn Mjólkurfélags Reykjavíkur hf. maturogvin@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.