Fréttablaðið - 15.12.2005, Page 79

Fréttablaðið - 15.12.2005, Page 79
FIMMTUDAGUR 15. desember 2005 55 VEITINGASTAÐURINN EINAR BEN Hlýlegur og jólalegur Stemningin: Það fer ekki framhjá neinum sem heimsækir veit- ingastaðinn Einar Ben að hin rómaða klassíska stemn- ing er í hávegum höfð. Hinir fjöl- mörgu salir veitingahússins gefa möguleika á því að upplifa staðinn aftur og aftur þar sem þeir eru svo gjörólíkir. Blái salurinn minnir á íslensku ræturnar með málverkum af athafnamanninum Einari sem prýða veggina auk annarra skreyt- inga í salnum, svo sem uppstopp- uðu hreindýri. Rauði salurinn gefur þeim bláa lítið eftir þar sem bland- að er saman fegurð og fágun sem gerir það að verkum að maður vill helst ekki mæta á svæðið nema í sínu fínasta pússi. Aðrir salir stað- arins eru minni en ekki síður glæsi- legir og má sérstaklega nefna bar- inn á efri hæðinni sem rúmar um 100 manns. Hann nýtur mikilla vinsælda því það er gott að geta tyllt sér eftir vel heppnaða máltíð og fengið sér kaffi og koníak. Matseðillinn: Matseðillinn er nokkuð breytilegur eftir árstíðum . Á haustin er villibráðin í algleymingi og svo tekur jólamatseðillinn við með tilheyrandi forréttum, aðal- réttum og eftirréttum. Yfir sumar- tímann fær léttleikinn að njóta sín Einnig eru sérréttamatseðlar og hópmatseðlar í boði. Meðal rétta á sérréttamatseðlinum má nefna kjúklingabringu með parmaskinku og rósmarín-hvítvínssmjörsósu og hreindýrasteik með rösti-kartöflu og morel-sveppasósu. Vinsælast: Fiskmetið er vinsæl- ast, sérstaklega hjá útlendingunum sem koma hingað til lands til þess að fá góðan fisk. Villibráðin kemur líka sterk inn, þá sérstaklega hrein- dýrið sem er alltaf jafn vinsælt. Réttur dagsins: Einar Ben býður ekki upp á sérstaka rétti dagsins en eins og áður segir eru þeir með sérstakan sérréttamatseðil sem er í gangi allan ársins hring. Vert er að minnast á vínlista staðarins sem er einkar glæsilegur. Þar er hægt að fá margar frábærar víntegundir svo sem Chateau-neuf du Pape 2000 og hið frábæra Chateau Lynch- Bages Grand Cru 1999. Sala á viskíinu skoska, Scottish Leader, hefur aukist mest miðað við önnur viskí undanfarin 3 ár í vínbúðum hérlendis. Nemur aukn- ingin 58% og er Scottish Leader orðið næstmest selda skoska viskíð hér á landi. Scottish Leader viskí var fyrst blandað af Ross Bros, fyrirtæki sem seldi vistir og vín í hinum fræga viskíbæ Dumbarton í Skot- landi. Fyrirtækið var stofnað árið 1817 en byrjaði ekki að blanda viskí fyrr en um 1860 og þótti Scottish Leader bera höfuð og herðar yfir annað blandað vískí og náði strax miklum vinsældum. Scottish Leader er framleitt hjá Deanston Distillery, sem staðsett er á bökkum Teith, hinnar krist- altæru ár í Skotlandi. Scottish Leader er til í nokkrum aldursflokkum, allt að 25 ára. Hið mjúka en ríka bragð hefur gert Scottish Leader að einu þekktasta og mest selda skoska viskíi í dag og er það flutt út til yfir 40 þjóð- landa, bæði mikilla viskílanda á borð við Frakkland, Bretland og Bandaríkin sem og fjarlægra landa. Scottish Leader hefur unnið til margra alþjóðlegra verðlauna í sínum flokki, ekki síst hefur það verði áberandi í verðlaunaveiting- um fyrir hagstæð kaup. Léttur eikarkeimur einkennir það og í bragði má greina ríkt og sætt hunangsbragð með mjúkri fyllingu og góðu jafnvægi. Eftirbragðið er langt og þurrt með góðu eikarbragði. Scottish Leader fæst í fjölmörgum umbúðum í vínbúðum, allt frá 350 ml hálfflöskum upp í 4,5 lítra risaflösku. SCOTTISH LEADER: Mikil aukning í vinsældum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.