Fréttablaðið - 15.12.2005, Side 80

Fréttablaðið - 15.12.2005, Side 80
HANNES SMÁRASON: YOGA NÁMSKEIÐ OG SLÖKUNADISKUR Viðskiptamaðurinn knái hefur farið ham- förum í viðskiptalífi landsins á þessu ári. Verið eins og stormsveipur eða fellibylur eftir því hvernig litið er á málið. Vinir og vandamenn vilja hins vegar að hann fái smá ró og næði á hátíð ljóss og friðar. Þess vegna hafa þeir fjárfest í sérstök- um jóga-tíma hjá Guðjóni Bergman sem aðstoðar Hannes við að komast í nána snertingu við alheimskraftinn og sjálfið í sér. Í kaupbæti fylgir Töfrandi andrúms- loft eftir Friðrik Karlsson en sá diskur á víst að hjálpa til við slökun og „stuðlar að jafn- vægi og hugarró í hraða nútímans,“ svo vitnað sé til leiðbeininganna. VALGERÐUR MATTHÍASDÓTTIR: FÆR ÁHORFENDUR FRÁ INNLITI/ ÚTLITI Vala Matt færði sig yfir á Sirkus eftir að hafa gert Innlit/útlit að einum vin- sælasta þætti landsins á Skjá einum. Veggfóður hefur hins vegar ekki gengið sem skyldi ef marka má áhorfstölur en hann lenti langt á eftir samkeppnisaðilanum á Skjá einum í síðustu könnun. Það er þó ekki laust við að fyrrver- andi samherjar Völu finni til með henni og þeir hafa því stað- ið fyrir söfnun og náð að nurla saman til að gefa henni áhorfendur enda veitir víst ekki af... UNNUR BIRNA VILHJÁLMSDÓTTIR: ÁRITUÐ ÆVISAGA LINDU PÉ Unnur Birna verður á ferð og flugi allt næsta ár. Þvælst verður með hana til hundrað borga þar sem margvíslegum góðgerðarstörfum verður sinnt. Þá er ekki úr vegi að vera vel græjuð. Litla gjöfin í skóinn verður Blackberry-sími sem getur tekið á móti tölvupósti og gerir vinsælasta bloggara landsins kleift að halda þeim titli við. Mikilvægust verður þó árituð ævisaga Lindu Pé. Það er bók sem verð- ur ávallt með í för á hinum fjölmörgu hótel- um sem fegurðardrottningin okkar þarf nú að gista. Unnur Birna getur lært mikið af þessari bók enda er margt sem ber að var- ast úti í hinum stóra og hættulega heimi en freistingarnar eru margar fyrir jafn unga og saklausa stúlku og Unnur Birna er. Fræga, fína og valdamikla fólkið fær líka pakka undir tréð hjá sér á jól-unum. Það getur þó verið þrautin þyngri að finna réttu gjöfina handa fólki sem á kannski allt. Þá reynir fyrst á hug- myndaflugið en eins og ávallt er það hugurinn sem skiptir mestu máli. Dýrar jólagjafir eru því ekki allt- af lausnin heldur fleytir ímynd- unaraflið okkur oft hálfa leið. Sælla er að gefa... BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR: PÁFAGAUKUR, LEPPUR OG SJÓRÆNINGJAFÁNI Björk okkar Guðmundsdóttir er einstök. Hún er einhver ríkasti listamað- ur okkar tíma og því er eflaust erfitt að finna jólagjöf handa henni... og þó. Björk tók nýlega pungapróf enda ætlar hún að sigla um höfin blá. Í pakkanum hennar þetta árið verður því páfagaukur sem hún getur haft á öxlinni, leppur fyrir augað og sjóræningjafáni sem blaktir við hún á úthöf- unum. Sérstakur kennsludiskur frá Johnny Depp fylgir gjöfinni en þar kennir hann áhorfendum hvernig þeir geta orðið sjóræningjar að hætti Jacks Sparrow í Pirates of the Carribean. DORRIT MOUSSAIEFF: FÆR AÐGANG AÐ SAUMAKLÚBB Forsetafrúin okkar er ein sú glæsilegasta í heimi. Meira hefur hins vegar borið á glingri að undanförnu og er skemmst að minnast lokaðra hátíðartón- leika Sinfóníuhljómsveitarinn- ar þar sem barónessa mætti til að heiðra „aðalinn“ með nær- veru sinni. Dorrit þráir hins vegar ekkert heitar en að kom- ast á ný í kynni við almúgann sem er henni svo hjartfólg- inn og því fær hún í jólagjöf boðskort í saumaklúbb úti á Nesi. Þar fær hún eldskírn í prjónaskap en hann ætti ekki að vefjast fyrir Dorrit þar sem hún las Njálu nán- ast á fyrsta degi sínum hér á landi. Þar að auki verður henni gefin uppskrift að ekta íslenskri jólaköku og kleinum. Það verður ilmur úr eldhúsinu á Bessastöðum um jólin og húsfreyjan Dorrit mun ráða þar ríkjum eftir þessa gjöf. DAVÍÐ ODDSSON: FJÖGURRA MYNDDISKA- SAFN MEÐ RÆÐUM STEINGRÍMS J. SIGFÚS- SONAR Davíð Oddsson hefur látið af störfum sem stjórnmálamaður og sest að í Seðlabankan- um. Þar er töluvert rólegra en á Alþingi og stjórnarandstaðan er nánast ekkert að atast í honum. Þó að í fljótu bragði virðist þetta vera það besta í stöðunni gæti Davíð fljót- lega farið að leiðast þófið og viljað komast í hasar á ný. Nýir menn standa hins vegar við stjórnvölinn og því verður Davíð bara að láta sér nægja að horfa á úr fjarlægð. Auð- vitað hafa velgjörðarmenn Davíðs áhyggj- ur af því að hann fái enga útrás og hafa því tekið saman allar bestu ræður Steingríms J. Sigfússonar, ræðukóngs Alþingis. Um er að ræða fjögurra diska safn með öllu því besta sem þingmaðurinn hefur látið út úr sér á ferli sínum. Stórgóð skemmtun fyrir landsföðurinn fyrrverandi sem nú getur látið sér hlaupa kapp í kinn hvenær sem er. Aukasýning með fjölleikahópnum The Shneedles verður haldin í Aust- urbæjarbíói 28. janúar, daginn eftir fyrri sýninguna. Á sýningunni er blandað saman fimleikum, látbragðsleik, trúðslát- um og töfrabrögðum og þykir útkoman engu lík. Sýningin bygg- ir ekki á töluðu máli og því höfðar hún til allra aldurshópa. Nánast er uppselt á fyrri sýn- inguna og því var ákveðið að efna til annarrar sýningar. Miðasala á aukasýninguna hefst í dag klukk- an 10.00. Fer hún fram í verslunum Skífunnar, BT á Akureyri og Sel- fossi og á event.is. Aukasýning með The Shneedles THE SHNEEDLES Aukasýningin verður haldin þann 28. janúar. Það er fátt auðveldara en að láta jólaösina og stressið sem fylgir henni koma niður á líkamanum. Hver kannast ekki við að skrópa í ræktinni og hafa engan tíma til að dúlla við sig. Á álagstímum er þó afar mikilvægt að gleyma ekki búknum. Ef enginn tími er í líkamsrækt eða nuddtíma er um að gera að gefa sér hálftíma á dag í að slaka á heima hjá sér. Eitt af því sem er alltaf jafn gott er að bera á sig ilmandi góð body-lotion fyrir svefn- inn. Farðu í bað, reyndu að tæma hugann og njóta stundarinnar. Þegar upp úr baðinu er komið skaltu taka þér góðan tíma í að maka á þig kremum og nudda þeim vel inn í húðina. Þegar þú ert búin að því er gott að láta makann eða börnin bera krem á bakið á þér. Elizabeth Arden og Versace eru með krem í stíl við ilm- inn, Crystal Noir og Prov- ocative Woman, sem skilja eftir ljúffengan angan. DÁSAMLEGUR ILMUR Ilmurinn Cryst- al Noir frá Versace er einn söluhæsti ilmurinn á Íslandi. Bodylotionið og sturtusápan eru heldur ekki síðri og hressa svo sannarlega upp á dimman desember. Mjúkur desemberbúkur LÁTTU MAKANN NUDDA ÞIG upp úr ilmandi og róandi kremum og upplifðu sanna slökun. FRÍSKLEGT Provocative woman bodyl- otion frá Elizabeth Arden er sjúklega frískandi og gott. 15. desember 2005 FIMMTUDAGUR56 er komið út Áskri f t : 515 5500 / www.frodi . is NýttLíf JÓL OG ÁRAMÓT 1 2 . tb l. 2 8 . á rg . 2 0 0 5 V e rð 8 9 9 k r. m /v sk SVAVA á tímamótum – glitrandi glamúr, – sniðugar gjafir og skreytingar – girnilegur hátíðamatur KONA ÁRSINS HÁTÍÐ Í BÆ 10 FYRRUM KONUR ÁRSINS Eins og þú hefur aldrei séð þær! 2005 292síður Aldrei stærra! SVAVAá tímamótum – glitrandi glamúr, – sniðugar gjafir og skreytingar – girnilegur hátíðamatur KONA ÁRSINS HÁTÍÐ Í BÆ 10 FYRRUM KONUR ÁRSINS Eins og þú hefur aldrei séð þær! 2005 292síður Aldrei stærra! Nýtt Líf. augl.1-2 1.12.2005 15:28 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.