Fréttablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 82
Erfitt er að finna myndir með Richard Pryor á videóleigum þessa dagana. Pryor lést síðastliðinn laugardag, og svo virðist sem margir hafi kosið að minnast hans með því að skella sér út á leigu. Þær tvær myndir sem voru í boði á Laugarásvideó voru frá afar mismunandi tímabilum. Live and Smoking er uppistands- mynd frá 1971, þar sem Pryor er áberandi taugaveiklaður, og stendur fyrir framan hvítan áhorfendahóp sem ekki er á eitt sáttur, enda er fólk að ganga út í gríð og erg. Pryor er fyndinn til að byrja með en virðist svo gefa húmorinn upp á bátinn og einbeita sér að því að segja sögur úr fátækrahverfum Bandaríkjanna, ungur, reiður og afar hæfileikaríkur. Hin myndin er Brewsters Millions frá 1983. Hér er Pryor orðinn einhver hæst launaði gamanleikari Banda- ríkjanna. En svo virðist sem allur metnaður sé horfinn, hann reynir varla að vera fyndinn lengur. Og öll þjóðfélagsádeila er á bak og burt. Hér leikur hann mann sem erfir 30 milljónir dollara og þarf að eyða þeim öllum til þess að fá enn stærri arf. Að eyða og að græða var jú ein- mitt 9. áratugurinn í hnotskurn, og Pryor hefur hér lítið annað til mál- anna að leggja en að segja að hafna- bolti sé heiðarlegri en stjórnmál, og hvetja fólk til að kjósa ekki. Pryor hafði mikil áhrif á gamanleikara eins og Eddie Murphy, Chris Rock og Ars- enio Hall, en einnig Robin Williams og David Letterman. En samt var eins og Hollywood vissi aldrei hvað hún átti að gera við hann. Frá vændishúsinu á sviðið Pryor ólst upp í hóruhúsi ömmu sinn- ar í smábænum Peoria. Meðal kúnna voru borgarstjórinn, og móðir hans, sem hann hafði oft þurft að horfa á stunda viðskipti sín, yfirgaf hann þegar hann var 10 ára. Pryor skráði sig í herinn 18 ára gamall og var þar í tvö ár, en vann eftir það fyrir sér með uppistandi. Í fyrstu var grín hans meinlaust og áhorfendavænt í anda Bills Cosby, en þegar hann stóð í klúbbi í Vegas fyrir framan fullt hús árið 1967 spurði hann í hljóð- nemann: „Hvern fjandann er ég að gera hér?“ og gekk út. Upp frá þessu byrjaði hann að nota blótsyrði óspart, sem hann blandaði saman við beinskeyttar þjóðfélagsádeilur um stöðu svartra í Bandaríkjunum. Einnig átti ömurleg æska hans eftir að birtast í gríninu, svo sem þegar hann var misnotað- ur af kúnnum móður sinnar. Árið 1974 gaf hann út gamanplötuna That Nigger‘s Crazy, sem sópaði til sín verðlaunum og seldist vel. Nú voru Pryor allir vegir færir og Hollywood beið. Hann hafði leikið píanóleikara Diane Ross í Lady Sings the Blues, en nú bættust við Car Wash, Which Way Is Up og Greased Lightning, sem var drama er fjallaði um fyrsta svarta kappakstursmanninn. Einnig lék hann aftur á móti Diönu Ross í The Wiz, þar sem hann fór með hlutverk galdrakarlsins í Oz. Hins vegar var hætt við þáttaröðina Richard Pryor Show, þar sem hann þótti of hneyksl- andi og óútreiknanlegur. Hann hafði einnig notað kókaín í stórum stíl allan áratuginn og kvæntist sjö sinnum. Verksmiðjumenn og ofurmenni Áhugaverðust af myndum hans frá 8. áratugnum er þó líklega Blue Collar, sem er leikstýrð af handrits- höfundi Taxi Driver, Paul Schrader. Þar leikur Pryor ásamt Harvey Keit- el starfsmann í bílaverksmiðju sem blandast inn í átök verkalýðshreyf- ingar og yfirmanna, og hafa báðir leikarar sjaldan verið betri. Einnig lék hann aukahlutverk í Gene Wild- er-myndinni Silver Streak. Myndin sjálf væri ekki eftirminnileg ef ekki væri fyrir sterka innkomu Pryors, sem lyftir henni á annað plan þegar hann og Wilder sleppa sér lausum. Þeir léku seinna saman í myndinni Stir Crazy, sem naut mikilla vin- sælda árið 1980. Sama ár kveikti Pryor í sér í eiturlyfjavímu, og var í sex vikur á spítala nær dauða en lífi. Þrem- ur árum seinna var hann þó orðinn vinsælli en nokkurn tímann fyrr, fékk fjórar milljónir dollara fyrir að leika í Superman III sem þá þótti óheyrilega há upphæð, og skrifaði undir 40 milljóna dollara samning við Columbia-kvikmyndaverið. Milljónir Pryors En svo virtist sem Pryor hafði misst metnaðinn. Myndir hans, eins og Brewsters Millions, Critical Condit- ion og Moving, urðu sífellt slakari. „Hann er latur, tekur peninginn og er alveg sama,“ sagði ein fyrrver- andi eiginkvenna hans. Bestu mynd- ir hans frá tímabilinu eru uppi- standsmyndin Live At Sunset Strip (1982), og hin sjálfsævisögulega Jo- Jo Dancer Your Life Is Calling, sem báðar fjölluðu um brunann mikla. Árið 1986 greindist Pryor með sjúk- dóminn MS. Þremur árum síðar lék hann á móti aðdáanda sínum, Eddie Murphy, í Harlem Nights, sem þótti fremur misheppnuð. Undir lok ferilsins gerði hann tvær myndir með Gene Wilder. See No Evil náði ekki fyrri hæðum en Another You, sem var síðasta stóra hlutverk hans, er fremur sorgleg en fyndin, enda Pryor þá orðinn áberandi veikur. Hann dró sig að mestu leyti í hlé eftir þetta, og hans síðasta hlutverk var í David Lynch- myndinni Lost Highway frá 1997. Hann lést í Encino, Kaliforníu, 65 ára að aldri. Eitt af hans síðustu verkefnum var að framleiða mynd um sjálfa sig, sem enn er væntan- leg. Leikstjóri er Walter Hill, sá sami og gerði Brewsters Millions, en hinn óþekkti Caleb Kane fer með aðalhlutverk. WHICH WAY IS UP Pryor lék þrjú hlutverk í myndinni. SVARTASTI MAÐURINN Í HOLLYWOOD EDDIE MURPHY Varð fyrir miklum áhrifum frá Pryor og saman léku þeir í Harlem Nights. um a›JÓL G ALIÐ! DVD SPILARI BÍÓMIÐAR GEISLAPLÖTUR HEIMABÍÓ JÓLAKONFEKT UPPTÖKUVÉL MYNDAVÉL GSM SÍMAR TÖLVUR MP3 SPILARAR BUZZ TÖLVULEIKUR DVD MYNDIR TÖLVULEIKIR PS2 OG PSP TÖLVUR Vinningar ver›a afhentir hjá BT Smáralind 19-23.desember milli kl 12-22. 99 kr/skeyti›. Me› flátttöku ertu kominn í SMS klúbb. AÐALAVINNINGUR ER JÓLAPAKKI HANDA ALLRI FJÖLSKYLDUNNI! MEDION 42" PLASMASÓJNVARP + MEDION V8 TÖLVA + 19" TFT TÖLVUSKJÁR + SONY CYBERSHOT MYNDAVÉL+ PS2 TÖLVA + PANASONIC MINIDV + PANASONIC HEIMABÍÓ OG 10 x DVD MYNDIR AF EIGIN VALI! 10. hver vinnur eitthva› af flessu hér: MEDION V8 X2 tölvur • PANASONIC heimabíó • Denver DVD spilarar • PANASONIC miniDV tökuvélat • Sony Stafrænar myndavélar • GSM símar • Jólaís Kjörís • PSP tölva • Sony MP3 spilarar • Konfekt frá Nóa Síríus • PlayStation 2 tölvur • Bíómi›ar fyrir tvo á The Family Stone • Fullt af geislaplötum • CocaCola kippur • Fullt af DVD • Víking Malt kippur • Fullt af tölvuleikjum • Frí ADSL áskrift hjá BTnet! að verðmæ ti 550.000,- Sendu SMS skeyti› BT BTV á númeri› 1900 og flú gætir unni›! Vi› sendum flér spurningu tengda BT og jólunum sem flú svarar me› SMS skeyti BT A, B e›a C á númeri› 1900. vinnur! JÓLAÍS KÓK OG MALTÖL ADSL ÁSKRIFTIR 15. desember 2005 FIMMTUDAGUR58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.