Fréttablaðið - 15.12.2005, Síða 84
[ TÓNLIST ]
UMJFÖLLUN
Sign spilar rokktónlist sem var
vinsælust á níunda áratugnum
þegar hárfagrar hetjur sungu
með skrækum rómi lög og væl-
andi gítarsóló voru í tísku. Ragnar
Zolberg hefur reyndar ekki jafn
skrækan róm og margar þessar
hetjur en lagasmíðarnar eru engu
að síður af svipuðum toga. Marg-
ir rokkarar líta til þessa tímabils
með hryllingi en ekki Sign.
Ragnar er flottur rokkari með
góða rödd og kann alla taktana
upp á hár. Hljóðfæraleikurinn
og hljómurinn er einnig til fyrir-
myndar en lögin á þessari þriðju
plötu Sign eru aftur á móti æði
misjöfn og í raun ekkert sem gríp-
ur mann að ráði nema A Little Bit,
sem er langbesta lag plötunnar.
Hin lögin eru því miður ekkert
eftirminnileg nema þá helst fyrsta
lagið Lift Me Up, sem er ágætis
rokkari, og ballaðan Breathe.
Ef Sign ætlar að halda áfram
í þessari tónlistarstefnu verður
sveitin að semja meira grípandi
lög og vera jafnvel aðeins frum-
legri því annars annars nær hún
aldrei almennilega upp á yfir-
borðið. Efniviðurinn er til staðar
en hún þarf að gera einhverjar
breytingar ef einhver á virkilega
að leggja við hlustir í framtíðinni.
Freyr Bjarnason
Eitt lag best
SIGN:
THANK GOD FOR SILENCE
Niðurstaða: A Little Bit er langbesta lag
þessarar þriðju plötu Sign. Hin lögin eru flest
hver lítt eftirminnileg og bara alls ekki nógu
grípandi.
Uppselt er á þrjú svæði af fjórum
á tónleika söngkonunnar Katie
Melua í Laugardalshöll 31. mars.
Innan við 300 miðar eru eftir.
Katie Melua, sem er 21 árs,
hefur heldur betur slegið í gegn
undanfarið. Hún á m.a. fjórðu mest
seldu plötu erlends listamanns á
Íslandi um þessar mundir, Piece
By Piece. Þar er að finna hið vin-
sæla lag Nine Million Bycicles.
Miðasala fer fram í Skífunni,
BT úti á landsbyggðinni og einnig
á concert.is. ■
Miðarnir að
seljast upp
KATIE MELUA Söngkonan vinsæla heldur
tónleika í Laugardalshöll 31. mars.
Jónsi heldur útgáfutónleika í
Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld
klukkan 21.00 vegna fyrstu sóló-
plötu sinnar sem heitir Jónsi.
Á tónleikunum mun hann flytja
lög af plötunni ásamt jólalögum
og öðrum lögum sem hafa verið
honum efst í huga undanfarin ár.
Jónsi er mjög spenntur fyrir því
að syngja í Fríkirkjunni. „Þetta er
mjög persónuleg plata sem ég gaf
út og mér finnst Fríkirkjan vera
mjög persónulegur staður,“ segir
Jónsi, sem býst við þó nokkurri
jólastemningu. „Við förum ekki
varhluta af því að þetta er um
jólatíðina og líklegast munum við
verða í góðum jólafíling,“ segir
hann. Tónleikarnir í kvöld verða
þeir einu hjá Jónsa fram að jólum
en hann mun þess í stað halda
áfram sínu striki með hljómsveit-
inni Í svörtum fötum.
Sama fjögurra manna hljóm-
sveit og leikur á plötunni kemur
fram með honum á tónleikunum,
en hana skipa Karl O. Olgeirsson
á píanó sem jafnframt er hljóm-
sveitarstjóri, Ómar Guðjónsson á
gítar, Tómas Tómasson á bassa og
Birgir Baldursson á trommur.
Plata Jónsa hefur verið tilnefnd
til Íslensku tónlistarverðlaunanna
í flokknum Poppplata ársins og
Jónsi er jafnframt tilnefndur sem
Söngvari ársins. ■
Persónulegir
útgáfutónleikar
JÓNSI Útgáfutónleikar Jónsa verða haldnir í Fríkirkjunni í kvöld.
Fyrsta sólóplata tenórsins Garð-
ars Thórs Cortes hefur selst í
vel yfir 5000 eintökum og er því
komin í gull.
Garðar fékk plötuna afhenta
í Íslandi í dag í gær og við sama
tækifæri var sýnt frá tveimur
tónleikum sem hann hélt í Grafar-
vogskirkju. Tónleikarnir verða á
dagskrá Stöðvar 2 á jóladag.
Garðar var á dögunum tilnefnd-
ur til Íslensku tónlistarverðlaun-
anna og svo virðist sem hann hafi
unnið hug og hjörtu Íslendinga
með þessari fyrstu plötu sinni. ■
Gull-Garðar
GARÐAR THÓR CORTES Fyrsta sólóplata ten-
órsins hefur selst vel yfir 5000 eintökum.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Vilhjálmur prins hefur tilkynnt að hann ætli sér að taka sér frí frá her-
þjálfun sinni til þess að
horfa á enska landslið-
ið í knattspyrnu næsta
sumar þegar baráttan
um heimsmeistaratit-
ilinn hefst í Þýskalandi
í júní. Að sögn
hefur hann
ákveðið þetta
þrátt fyrir að
hann viti að
hann muni
missa
mikið
úr skóla
vegna
þessa.
Tónlistarmaðurinn Boy George og fyrrum nektarfyrirsætan Anna
Nicole Smith, hafa
bæði samþykkt að taka
þátt í næstu seríu af
raunveruleikaþátt-
unum Celebrity Big
Brother í Englandi.
George, sem var
fyrir nokkrum
mánuðum
ákærður fyrir
að geyma fíkni-
efni á heimili
sínu, ætlar
að vera með
í þáttunum
umdeildu þrátt
fyrir ákærurnar.
Kate Beck-insdale hefur viðurkennt að hún
dansi nektardans fyrir eiginmann sinn,
leikastjórann Len Wisemann, í gegnum
vefmyndavél þegar hann er í burtu frá
henni löngum stundum
vegna vinnu. Þetta
sagði hún í samtali
við Playboy-tímaritið.
,,Þetta var hugmynd
Len‘s og hann setti
upp myndavélarnar.
Hann segir mér
hvernig ég á að
vera klædd á hverju
kvöldi. Þetta hefur
hjálpað mikið í
sambandi okkar.“
Scarlett Johansson hefur samþykkt
að taka að sér
hlutverk í kvikmynd
Christophers Nolan
sem ber heitið The
Prestige. Aðrir sem
hafa nú þegar
samþykkt að taka
þátt í myndinni
eru Christian Bale,
Michael Caine,
Hugh Jackman
og David Bowie.
Verður þetta
næsta verkefni
leikkonunnar
og munu tökur
hefjast í janúar á
næsta ári og standa
fram í mars.
Jenný í Bachelor aftur óþekk
Beraði brjóstin í
blautbolakeppni
DV2x10 14.12.2005 19:55 Page 1
HUGSAÐU STÓRT
SÍMI 564 0000
Sýnd kl. 5.20 B.i. 12 ára
���
-MMJ Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 5.20
���
- HJ MBL
���
-L.I.B. Topp5.is
Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára
���
- SK DV
���
- topp5.is
���
- SV MBL
Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára
Jólamynd í anda Bad Santa
Frá leikstjóra Groundhog Day og
Analyze This
Það gerðist á aðfangadagskvöld
Hættulegir þjófar á hálum ís!
Kolsvartur húmor!
Missið ekki af þessari!
����
- ÓÖH DV
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20
Sýnd í Lúxus kl. 5.40, 8 og 10.20
Yndisleg jólamynd fyrir alla fjölskylduna
Jólamyndin 2005
Hún er að fara að hitta foreldra hans
...hitta bróður hans
...og hitta jafnoka sinn
Sýnd kl. 8 og 10.10 B.i. 16 ára
Sara Jessica Parker tilnefnd til Golden Globe
SÍMI 551 9000
400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 ára
Jólamynd í anda Bad Santa
Frá leikstjóra Groundhog Day og
Analyze This
Það gerðist á aðfangadagskvöld
Hættulegir þjófar á hálum ís!
Kolsvartur húmor!
Missið ekki af þessari!
Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára
����
- ÓÖH DV
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára
FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM!
ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY
ROSE ER ÓHUGNANLEGRA
EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR
ÍMYNDAÐ ÞÉR
���
- SK DV
���
- topp5.is
���
- SV MBL
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20
Yndisleg jólamynd fyrir alla fjölskylduna
Jólamyndin 2005
Hún er að fara að hitta foreldra hans
...hitta bróður hans
...og hitta jafnoka sinn
Sara Jessica Parker tilnefnd til Golden Globe