Fréttablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 85

Fréttablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 85
[TÓNLIST] UMFJÖLLUN Svala Björgvinsdóttir fór fyrir nokkrum árum til Bandaríkj- anna þar sem átti að gera hana að stjörnu, en því miður fyrir hana fuku þær áætlanir út í veður og vind. Hún kom út úr því ævintýri með dýrmæta reynslu sem hún ákvað að nýta sér við gerð þess- arar plötu. Í þetta skiptið fékk hún að ráða öllu sem hún vildi án þess að þurfa að hlíta fyrirmælum erlendra hljómplötumógúla. Hún fékk pabba sinn Björgvin til að stjórna upptökum, auk þess sem hann syngur bakraddir í nokkrum lögum. Krummi, bróðir Svölu, kemur einnig við sögu í laginu We´re All Grown Up. Sem sagt, mikil fjölskyldustemning þarna í gangi. Eins og nafnið gefur til kynna er Svala frjáls sem fuglinn á þess- ari plötu og virðist njóta sín vel fyrir framan míkrafóninn. Hið einlæga We´re All Grown Up er eitt besta lag plötunnar þar sem Krummi kemur sterkur inn og hljómar um leið ótrúlega líkt og faðir sinn. Fleiri lög sem stóðu upp úr sem grípandi popplög voru fyrstu þrjú lögin: Midnight Sun, Sweet Things og Watch Out, sem hafði þó aðallega að geyma öflugt viðlag. Auk þess stóðu Dreams Come True og Coming Around Again vel fyrir sínu. Hin lögin skildu frekar lítið eftir sig. Það er bjart yfir þessari nýj- ustu plötu Svölu og margt mjög vel gert. Um helmingur plötunn- ar er hlaðinn ágætis poppi og þar sannast að Svala er hæfileikaríkur tónlistarmaður sem á framtíðina fyrir sér. Freyr Bjarnason Bjart yfir Svölu SVALA: BIRD OF FREEDOM NIÐURSTAÐA: Það er bjart yfir þessari nýjustu plötu Svölu. Um helmingur plötunnar er í fínu lagi og þar sannast að Svala er hæfileikaríkur tónlistar- maður. FRÉTTIR AF FÓLKI Orðrómur er uppi um að írski leikarinn Colin Farrell hafi farið í meðferð vegna þess að hann tók inn of stóran skammt af eiturlyfjum. Var hann fluttur í bráða- móttöku í Uruguay á föstudag eftir að hafa tekið skammtinn. Útvarpsstöð í Uruguay sagði að leifar af marijúana, kókaíni og öðru efni hefðu fundist í blóði hans. Talsmaður Farrells hefur harðlega neitað þessu og segir að hann sé einungis háður verkjalyfjum og sé örmgagna eins og áður hefur komið fram. Poppprinsess-an Britney Spears segir að eiginmaður sinn Kevin Federline hafi ekki talað illa um hjóna- band þeirra, sem margir telja að standi á brauðfótum. Í viðtali við In Touch Weekly er haft eftir Federline að hann geti ekki búið með henni því hún sé alltaf að ráðskast með hann. Talskona Spears segir að fréttin sé hrein lygi. Spears og Kevin séu eins og hvert annað par sem rífist en nái síðan sáttum. Fyrirsætan Rachel Hunter, fyrrver- andi eiginkona rokkarans Rod sStewart, var flutt á bráðadeildina á sjúkrahúsi í London á dögunum með mikla magaverki. Eftir að hafa gengist undir læknisrannsóknir var hún útskrif- uð. Bíður hún nú niðurstaðanna og heldur sér á meðan gangandi með því að nota sterkar verkjatöflur. Stúlknasveitin The Sugababes mun hita upp fyrir stráka- bandið Take That á þrennum risatónleikum á Þúsaldarvellinum í Cardiff, Manchester Stadium og á Wembley í júní á næsta ári. Meðlimir Take That vonast til að Robbie Williams stígi á svið með sínum gömlu félögum á síðustu tónleikunum. Í tilefni af útkomu plötunnar Att- empted Flight By Winged Men mun hafnfirska rokksveitin Úlpa halda ferna tónleika fyrir jól. Sveitin spilar á Prikinu í kvöld en annað kvöld heldur hún tvenna tónleika. Þeir fyrri verða í plötu- búð Smekkleysu klukkan 17.00 og þeir síðari á Grand Rokki ásamt Worm is Green. Miðaverð á þá tónleika er 500 krónur. Á laug- ardag spilar Úlpa síðan á Dillum með plötusnúðnum 9 sec. ■ Fernir tónleikar ÚLPA Rokksveitin Úlpa gaf nýverið út plötuna Attempted Flight By Winged Men.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.