Fréttablaðið - 15.12.2005, Side 88
15. desember 2005 FIMMTUDAGUR
HANDBOLTI Það var búist við tilþrif-
um og miklu fjöri þegar ÍR tók á
móti Haukum í gær. Sú varð raun-
in en eftir ágæta byrjun heima-
manna tóku gestirnir úr Hafnar-
firði völdin og þeir slepptu þeim
aldrei. Fór svo að Haukar unnu
öruggan sigur, 28-33.
Heimamenn í ÍR byrjuðu
leikinn miklum mun betur, voru
sprækir í sókninni og vörnin var
þétt. ÍR komst í 6-4 en Haukarn-
ir jöfnuðu 6-6. Þá tók leikklukk-
an öll völd, sló út og sá til þess
að tíu mínútna töf varð á leikn-
um. Heimamenn virtust einnig
hafa orðið fyrir einhverju losti
því skömmu síðar hrundi leikur
liðsins og Haukarnir skoruðu sex
mörk í röð og breyttu stöðunni úr
9-8 í 9-14.
Haukarnir keyrðu yfir ÍR-
ingana í upphafi síðari hálfleiks
og náðu mest sjö marka forystu,
19-26. Eftir það voru úrslitin
ráðin og leikurinn fjaraði út í ról-
egheitum.
Geislaplatan er komin í eftirfarandi verslanir: Topshop, 10-11, Bónus og Hagkaup
„Hjálpum þeim” er söfnunarátak fyrir Hjálparstarf kirkjunnar vegna hamfaranna
í Pakistan. Ný útgáfa af laginu er flutt af landsliði íslenskra tónlistarmanna.
Söluandvirði þessarar geislaplötu, utan við virðisaukaskatt, rennur óskipt til
söfnunarátaksins.
HANDBOLTI Það styttist óðum í
Evrópukeppnina í handbolta sem
fram fer í Sviss í lok janúar. Nokk-
ur stemning er að myndast fyrir
mótinu og þess vegna hefur HSÍ
brugðið á það ráð að standa fyrir
hópferð á mótið.
Flogið er út 26. janúar með
beinu flugi til Zürich í Sviss en
gist er í þrjár nætur á fjögurra
stjörnu hóteli í miðbæ Zürich.
Pakkinn kostar 59.900 kr. og
innifalið í verðinu er morgun-
verðarhlaðborð og miðar á leikina
þrjá hjá Íslandi í riðlakeppninni.
Flogið er heim eftir lokaleikinn
gegn Ungverjum. Þeir sem hafa
hug á að skella sér með verða að
hafa hraðar hendur því bóka þarf
fyrir föstudag. Nánari upplýsing-
ar eru veittar í síma 585-4000 eða
á hsi@hsi.is.
EM í Sviss:
Hópferð með
HSÍ til Sviss
ÁFRAM ÍSLAND Stefnt er að því að fjöl-
menna á EM í Sviss í janúar.
HANDBOLTI Það var mikil spenna
þegar dregið var í undanúrslit
SS-bikars karla í gær. Undan-
úrslitarimmurnar eru verulega
áhugaverðar en Íslandsmeistarar
Hauka taka á móti hinu spræka
liði Fram.
Í hinni viðureigninni tekur
Stjarnan á móti ÍBV en með
Stjörnunni leika fyrrum leik-
menn ÍBV, Roland Eradze og Tite
Kalandadze. Leikirnir fara fram
11. og 12. febrúar.
SS-bikarinn:
Haukar taka á
móti Fram
Haukarnir of
sterkir fyrir ÍR
Það var hart tekist á þegar bikarmeistarar ÍR tóku á
móti Íslandsmeisturum Hauka í Austurbergi.
HVAÐ ER AÐ GERAST? Dómarar og þjálfarar standa hér yfir tímavarðarborðinu þegar
leikklukkan í Austurbergi gaf sig. Hún fór í gang aftur tíu mínútum síðar. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
DHL-deild karla:
ÍR-HAUKAR 28-33 (14-18)
Mörk ÍR: Ragnar Helgason 5, Ísleifur Sigurðsson
5, Hafsteinn Ingason 5/3, Tryggvi Haraldsson 5,
Björgvin Hólmgeirsson 4, Ólafur Sigurjónsson 2,
Sigurður Magnússon 1, Karl Gunnarsson 1, Leifur
Jóhannesson 1.
Varin skot: Gísli Guðmundsson 12, Lárus Ólafs-
son 2.
Mörk Hauka: Guðmundur Pedersen 8/8, Árni
Þór Sigtryggsson 6, Samúel Ívar Árnason 4, Arnar
Pétursson 3, Kári Kristjánsson 3, Freyr Brynjarsson
3, Jón Karl Björnsson 3, Andri Stefan 2, Gísli Jón
Þórisson 1.
Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 18.
ÚRSLIT GÆRDAGSINS