Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.12.2005, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 30.12.2005, Qupperneq 2
2 30. december 2005 FRIDAY ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� SPURNING DAGSINS Sigurður, er nútíminn trunta? „Er nútíminn ekki bara hestur? Það er töff að eiga hest í dag.“ Sigurður Matthíasson, landsliðsmaður í hestaíþróttum, sagði í blaðinu í gær að lífið væri hestur og að ekki liði dagur án þess að hann færi í Víðidalinn til að vitja hesta sinna. ÁRAMÓTAVEÐRIÐ Nýjustu spár Veðurstofunnar gera ráð fyrir sæmilegu veðri á gamlárskvöld og nýársnótt um mestallt land. Hæg breytileg austanátt verður á landinu og reiknað er með smá snjókomu suðvestan- og vestan- lands, og við austurströndina. Annars staðar er gert ráð fyrir þurru veðri og íbúar á Norðurlandi mega jafnvel búast við bjartviðri. Víðast hvar á landinu verð- ur hitastigið á bilinu núll til sex gráður undir frostmarki, en rétt yfir frostmarki með ströndinni sunnantil. - sk Veðrið um áramótin: Sæmilegt veð- ur um allt land Sprengdu rúður á Akureyri Tvær rúður brotnuðu í Íþróttahúsinu á Akur- eyri í fyrrakvöld. Ungmenni voru þar að verki með heimatilbúna sprengju. Að þessu skemmdarverki frátöldu var nóttin tíðindalítil hjá lögreglunni sem nú er í viðbragðsstöðu þar sem flugeldavertíðin er gengin í garð. LÖGREGLUFRÉTTIR HEILBRIGÐISMÁL Allir sjálfstætt starfandi hjartalæknar á höfuð- borgarsvæðinu, 22 talsins, sem eru á samningi við Trygginga- stofnun ríkisins sögðu honum upp í gær, að sögn Axels Sigurðssonar hjartasérfræðings. Hann á sæti í stjórn Félags sjálfstætt starfandi hjartalækna. Uppsagnirnar taka gildi frá og með 1. apríl 2006. Ástæða upsagnanna er að ekki náðist samkomulag um breytingar á núgildandi samningi Læknafé- lags Reykjavíkur og samninga- nefndar heilbrigðis- og trygginga- mála ráðuneytisins, þrátt fyrir margra mánaða samningaþóf, en slitnað hefur upp úr viðræðum. „Þótt þessar uppsagnir taki gildi á næsta ári, þá munu allir þessir hjartalæknar halda áfram að sinna sínum sjúklingum eins og áður. En það verður þá væntanlega gert án greiðsluþátttöku Trygg- ingastofnunar,“ segir Axel. „Komi sjúklingur til mín í dag er gerður reikningur samkvæmt ákveðnum reglum og sjúklingurinn greiðir sinn hlut, sem er mishár og fer eftir því hvort viðkomandi er með afsláttarkort, er öryrki, ellilífeyr- isþegi og svo framvegis.“ Axel segir að það muni reyna á hvort hjartasjúklingar geti rukk- að Tryggingastofnun um hennar hlut ef uppsögn þeirra á samningi tekur gildi á næsta ári. Læknarnir telji að almannatryggingakerfi sé við lýði og sjúklingar eigi rétt á því að fá að minnsta kosti hluta reikn- ingsins greiddan. Spurningin sé hvernig Tryggingastofnun bregð- ist við ef til komi. „Samninganefnd heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins hefur sagt við okkur að framboð okkar á þjón- ustu sé alltof mikið. Við verðum að draga úr því. Við höfum sagst vera að svara Eftirspurn. Ef við drög- um úr framboði verður þjónustan lélegri. Fólk þarf að bíða lengur og biðlistar myndast.“ Spurður um hvort allir sérfræð- ingar megi segja upp á sama tíma segir Axel að hver og einn hafi sent uppsagnarbréf fyrir sig. Um sé að ræða verktakasamninga. Axel segir enn fremur að kvóti hjartasjúklinga, sem samning- ur þeirra við Tryggingastofnun kveði á um, hafi verið uppurinn í október. „Við höfum ekki innheimt hluta TR fyrir þessa tvo mánuði heldur einungis tekið við þessu venjulega sjúklingagjaldi, enda gerir samn- ingurinn ráð fyrir að við þurfum að gefa TR 50 til 100 prósent afslátt af öllu því sem er umfram kvóta. Hjartalæknar hafa því orðið fyrir verulegri kjaraskerðingu á þessum tveimur mánuðum, ekki síst í ljósi þess að sjúklingagjöldin eru alltaf lægst í lok árs, þar sem fjölmargir eru þá komnir með afsláttarkort. Það dugar ekki fyrir mánaðarleg- um rekstrarkostnaði.“ jss@frettabladid.is UPPSAGNIR Á SAMNINGI ALLIR hjartalæknar hafa sagt sig af samningi við Tryggingastofnun ríkisins. Allir hjartalæknar sögðu upp samningi Sjálfstætt starfandi hjartalæknar sem voru á samningi hjá Tryggingastofnun sögðu honum upp í gær. Það þýðir að sjúklingar þurfa að greiða fullt gjald eftir að uppsagnarfresturinn, sem er þrír mánuðir, rennur út. DÆMI UM GREIÐSLUR TIL HJARTALÆKNA Koma til hjartalæknis og í hjartalínurit Einstaklingur án afsláttarkorts Hlutur sjúklings 3.888 kr. Hlutur Tryggingastofnunar 1.783 kr. Samtals 5.671 Einstaklingur með afsláttarkort, öryrkjar og ellilífeyrisþegar Hlutur sjúklings 1.536 Hlutur TR 4.135 Samtals 5.671 Öryrkjar og ellilífeyrisþegar með afsláttarkort Hlutur sjúklings 450 Hlutur TR 5.221 Samtals 5.671 LÖGREGLUMÁL Rannsókn í frysti- kistumálinu svokallað hefur leitt í ljós að annar maður er nú grun- aður um að hafa drepið friðuðu fuglana sem fundust í frystikistu við húsleit á Húsavík í haust. Eftir að lögreglan hafði yfir- heyrt meindýraeyðinn sem frysti- kistan fannst upprunalega hjá beindust böndin að öðrum manni. Sá játaði að eiga frystikistuna og að hafa drepið suma fuglana. Lög- reglan á Húsavík telur sig hafa vitneskju um hverjir drápu hina friðuðu fuglana og verða þeir yfir- heyrðir á næstunni. Lögregla segir að maðurinn sem játaði verði ákærður. - æþe Fugladráp á Húsavík: Annar játar við yfirheyrslu FÁLKI Annar maður er nú grunaður um að hafa drepið friðaða fugla á Húsavík og troðið þeim í frystikistu. INDÓNESÍA, AP Meginhluti indónes- ískra herliðisins hélt brott frá Aceh- héraði á Súmötru í gær, nokkrum dögum eftir að aðskilnaðarsinnar á svæðinu luku afvopnun sinni. Stór skref hafa því verið stigin í átt til friðar í héraðinu en stríðsátök hafa staðið þar yfir í 29 ár. Um 156.000 manns létust í Aceh í flóðbylgjunni. Ríkisstjórn Indón- esíu og uppreisnarmenn ákváðu í sameiningu að auka ekki frekar á þjáningar fólksins. Uppreisnar- menn létu af kröfu um sjálfstæði en fengu þess í stað takmarkaða heimastjórn og aukin yfirráð yfir auðlindum héraðsins. ■ Friður á næsta leiti í Aceh: Stjórnarherinn heldur á brott HERMENN DANSA Indónesískir hermenn dönsuðu og sungu fyrir brottflutning sinn frá hinu stríðshrjáða Aceh- héraði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Enn á sjúkrahúsi Annar drengjanna sem slösuðust illa þegar þeir voru að fikta með eldfiman vökva ásamt félaga sínum í Grafarvogi í síðasta mánuði er enn á sjúkrahúsi. Hann hefur þó verið fluttur af gjörgæslu og dvelur nú á Barnaspítala Hringsins. Félagi hans sem brenndist á höndum og andliti var einnig á Barnaspítalanum en fór heim fyrir jól. BRUNASÁR LEIKSKÓLAMÁL Allir leikskólakenn- arar á öðrum leikskóla Seltjarn- arness, Sólbrekku, hafa sagt upp störfum. Bæjarstjóri Seltjarnarness, Jón- mundur Guðmarsson, segir upp- sagnirnar vera tilkomnar vegna nýgerðra kjarasamninga Reykja- víkurborgar og vera í takt við atburði að undanförnu. Hann segir uppsagnir leikskólakennaranna taka gildi eftir þrjá mánuði og þangað til verði reynt að leysa vandann. Formaður leikskólakennara, Björg Bjarnadóttir, segir uppsögn starfsfólksins á Sólbrekku vera táknræn mótmæli vegna stöðun- ar sem upp sé komin. Hún segir stéttarfélag leikskólakennara hafa áhyggjur af þessari þróun og að það komi á engan hátt að þessum uppsögnum. Jónmundur segir sveitarfélag- ið ekki geta vikið frá nýgerðum kjarasamningum við leikskóla- kennara. Það muni hins vegar taka þátt í umræðunni og leggja sitt af mörkum þegar Samband íslenskra sveitafélaga komi saman í janúar, til að koma í veg fyrir að ófremdarástand myndist bæði í leikskólum Seltjarnarness og í borginni. Hann segist bjartsýnn á lausn málsins. Spurður hvort honum hugnist að Seltjarnarnes taki upp sjálfstæða launastefnu líkt og starfsmanna- félag Kópavogs skorar á bæjarfé- lag sitt að gera segist hann ekki vera á móti þeirri hugmynd. Hann telur þó að það geti aðeins gengið ef bæjarfélag geti samið beint við sína starfsmenn án aðkomu stétta- félags í heild sinni. - æþe JÓNMUNDUR GUÐMARSSON Bæjarstjórinn segir uppsagnirnar stafa af samningum við ófaglærða leikskólastarfsmenn í Reykjavík. Nýgerðir kjarasamningar Reykjavíkurborgar hafa áhrif á Seltjarnarnesi: Allir leikskólakennarar Sól- brekku segja upp störfum AKUREYRI Oktavía Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, hefur sagt sig form- lega úr flokknum og gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Hún segir Samfylkinguna ekki vera og munu seint verða sá framsækni og frjálslyndi jafnaðarmannaflokkur sem reiknað var með í upphafi og því telji hún ekki eiga samleið með flokknum. Hún hefur jafnframt ákveðið að víkja ekki úr sæti sínu í bæjarstjórn og sitja sem fastast fram á vor. Þá útilokar hún ekki að bjóða sig fram í prófkjör sjálf- stæðismanna á Akureyri. Stjórn Samfylkingarinnar á Akureyri sendi frá sér fréttatil- kynningu í gærkvöldi þar sem hún harmar að Oktavía hafi hlaupist undan skyldum sínum og um leið brotið trúnað við kjósend- ur flokksins. Þar segir að stjórn- inni sé ekki kunnugt um ástæður brotthvarfsins. Stjórnin krefst þess að Oktavía víki úr öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn þar sem að hún hafi sjálf kosið að segja skilið við flokkinn. - æþe Samfylkingarmenn á Akureyri ósáttir við brotthvarf bæjarfulltrúa í Sjálfstæðisflokkinn: Krefjast þess að Oktavía víki OKTAVÍA JÓHANNESDÓTTIR Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri ætlar að sitja áfram.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.